Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Page 5

Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Page 5
verið prentað svonefnt „Fræðakvev'* eða „Fræðapredikanir", en ekkert ein tak þeirrar bókar er nú til. Fieiri bækur nvunu trúlega ekki hafa verið þrentaðar á Breiðabólsstað. Síra Jón Matthíasson deyr árið fimmtán hundruð sextíu og sjö, og þá erfir sonur hans, Jón, prentverk- ið. Að öllum likindum hefur Guðbrand ur biskup tekið prentsmiðjuna á leigu af Jóni prentara árið fimmtán hundruð sjötíu og tvö eða þrjú, og flutt hana frá Breiðabólsstað til Hóia. Þar mun prentsmiðjan hafa verið næstu sextán eða sautján árin, og Jón Jónsson prentað þær bækur, sem komu út á þvi támabili. Af þeim bókum á ég, eins og fyrr segir, bíbláuna. Hér gerir Þorsteinn hlé á frásögn sinni, lítur á mig og spyr: Viltu ekki sjá gripinn? — Jú, endilega. Hann rís á fætur, gengur úr stof- unni, en kemur von bráðar aftur með hina miklu bók, sveipaða inn í grænlitan dúk. Hann leggur bókina ofur varlega á~borðið, tekur dúkinn utan af, og þarna birtist hinn frægi merkisgripur, biblía Guðbrands á Hólum. Spjöldin eru lúð og velkt, sem engin er furða með hofdömu í svo 'hárri elli. — Hérna er hún. Hann lýtur yfir bókina eins og fað- ir lúti yfir vöggu barns, opnar hana og sýnir mér hið íburðarmikla titil- blað. Þar er letrað flúruðum stöf- um: Biblía Þad Er Ölf / Heilög Ritning vtlögð / a Norrænu / Med Formalum Doct / Martini Lutheii. Prentad a Holum Af / Jone Jons Syne ■/ MDLXXXIIII. — Sagt er, að Guðbrandur hafi unnið ásamt sjö mönnum að þessari bók í tvö ár, en það er án efa vit- leysa. — Hvaðan fengu þeir fjármagn til útgáfunnar? — Jú, konungur bauð, að sérhver kirkja á landinu skyldi greiða einn ríkisdal til prentunarkostnaðar og kaupa ejtt eintak að auki. — Sætir ekki furðu, að enn þann dag í dag skuli vera eintök nær óskemmd? — Ég veit ekki. En orsök þessa mun þó einkum vera sú, að upplagið var stórt eftir þeirra tima mæfi- kvarða, og svo átti sérhver kirkja á landinu eitt eintak, og svo fögur og mikil bók hlaut að sjálfsögðu betri geymslu og meðferð en aðrar ómerk- ari bækur. — Þetta eintak er óvenju gott, er það ekki? — Jú, það er vart hægt að segja annað. Fg þarf að ráða bót á tveim- ur blöðum. Ég held, að þetta eintak hafi verið lengi erlendis. Hefði það verið geymt hér heima, væri það líklega miklu verr farið. Gulnuð og brúnleit blöðin glúra Titilblað á Guðbrandsbiblíu frá 1584. á okkur eins og sjóndaprir öldungar, þakin svörtu letri, feitu, grófgerðu en fögru. Fremstu blöðin eru nokk uð feyskin, sums staðar rauðleit og trjáberkisleg. Þorsteinn strýkur síð- urnar, þuklar þær, þreifar niður : kjölkrikann og sýnir mér nokkrar smáskemmdir, sem þarfnast viðgerð- ar. — Hér er sprungið blað. Þetta verð ég að líma. Pappírinn er harður og stökkur kringum sprunguna eins og vindlingaeisa hafi falbð á blaðið. Þessi gamli pappír er svo næmur fyr ir hita. — Þótti þér hún dýr? — Nei, ég átti alveg von á þessu. — Hve stór er bókin? — Hún er tæpar fimmtán hundr- uð blaðsíður. Hann flettir og biaðar til enda bókar, en þar stendur: Þetta Bibliu verk var endad / a Holum i Hjalta- dal af Jone Jonssyne / þann VI. dag Junij Anno Domini MDLXXX IIII. — Þykir þér ekki skaði að blöð- unum, sem vantar? — Jú, það er vissulega tjón, og bókin er vanheil fyrir bragðið. í gær kom til mín maður og sagðist hafa annað blaðið, sem mig vantaði, en því miður var það úr Þorláksbiíblíu, en á þessari vöntun vona ég, að ég geti ráðið bót, áður en langt um líð- ur. Hann lokar Guðbrandsbiblíu, vefur dúknu'm utan um hana og ber dýr- grip safnsins út úr stofunni. Ég sit einn eftir í háflugi þenkinga um töframátt fornra skræðna, nefdropa- rómantík og óþekkta lífssögu íslenzkr ar alþýðu. Brátt er Þorsteinn setzt- TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 965

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.