Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Qupperneq 10
Þrjár fágætar bækur: Guðspjailaþýðing Ulfila á forngotnesku, ásamt þýðingum
á latínu, sænsku og íslenzku. Ágætar fornmannasögur í útgáfu Björns Markús-
sonar og útgáfa Guðbrands Þorlákssonar á Nýja Testamentinu frá 1609.
fjögur og nefnt Landsprentsmiðjan.
Þorsteinn hallar sér fram á borð-
ið:
— Eigum við nokkuð að rekja
'þetta lengra?
— Ætli það, er ekki bezt að snúa
sér að bókunum og safninu.
— Jáih, jáh.
— Hefurðu safnað sérstökum bóka
flokkum?
— Já, eiginlega mætti segja það,
þó flokkarnir séu nú orðnir það
margir, að þeirrar viðleitni verður
ekki vart. í upphafi lagði ég eink-
um áherzlu á söfnun fornrita, íslenzk
og norræn fornrit, þá safnaði ég
einkum rímum, tímaritum, þjóðsögn
um og ritum varðandi sögu íslands
og íslenzkra sagnfræði. Leikritum
eftir íslenzka höfunda hef ég og
safnað og á seinni árum guðscrrða-
bókum. Það má raunar segja, að ég
reyni að klófesta allt gamalt prent
og fágætar bækur. Nú og skáldverl-
íslenzkra höfunda, ljóðabækur . . .
— Þú safnar bara öllum flokkum,
segi ég til að binda endi á upp-
talninguna.
— Já, það má kannski segja þa1
sem svo.
— Hvaða flokkar eru heilsteyptast
ir og stærstir í nafninu?
— Stærstu flokkarnir mundu
vera fornritaútgáfur og tdmarit. Já
og líka guðsorðabækur. En þessir
flokkar eru langt í frá að vera heil-
steyptir. Mig vantar enn þá í forn-
ritaflokkinn og mun líkast til aldrei
eignast hann allan.
— Þú telur þar með fornar laga-
bækur?
— Já. Ég á í flokknum flestar út-
gáfur fornra íslenzkra og norrænna
laga, til dæmis Norges gamle Love
í fimm stórum bindum.
— Gætirðu nefnt einhverja fágæt-
ar bækur úr þessum flokki, sem þú
hefur ekki enn getið í samtali okk-
ar?
— Já, ég get til dæmis nefnt fá-
gætustu fornaldarsagnaútgáfuna hér
í safninu, en bað er Altnordisrihe
Sagen und Lieder, Breslau 1814.
Hana fékk ég frá fornbókasala í Ox-
ford. Þá má nefna Noregskonunga-
tal, Kaupmannahöfn 1787, og ís.end-
ingadrápu Hauks Valdísarsonar, Kiel
1874. Ég nefni þessar bækur sem
dæmi, auðvitað væri hægt að telja
upp fleiri útgáfur, en okkur gefst
varla rúm til þess í blaðinu.
— Þú nefnir rit um norræna fom-
fræði?
— Já. Ég á allmikið safn af slik-
um ritum. Meðal annars á ég nær
allar útgáfur fornfræðirita, sem Det
kongelige nordiske Oldskrift-Selskab
hefur sent frá sér. Fyrsta ritið gef-
ið út árið 1825.
— Þú átt mikið af tímaritum, seg-
irðu?
— Já. Ég á nær öll tímarit, sem
hafa verið gefin út á íslenzkri tungu.
Mig vantar af gömlum Islandske
Maanedstidende, sem raunar er á
dönsku, og Hirði. Þá vantaði mig
líka tímarit, sem komið hafa út á
seinni árum, hin nýjustu. Til tíma-
rita tel ég og almanaksútgáfur.
— Og þjóðsögurnar?
— Þjóðsagnaflokkurinn er • mjög
góður og mig vantar lítið, sem máli
skiptir, nema Islándisehe Volksagen
í útgáfu Konrads Maurers, Leipzig
1860.
— Rit um sagnfræði?
— Ég á held ég flest rit um ís-
lenzka sagnfræði, en fágætast þeirra
mun vera Annálar Björns á Skarðsá,
I—II, gefið út í Hrappsey 1774. All-
mikið vantar mig í safnið af ævi-
minningum gefnum út á átjándu og
nítjándu öld, en á þó helminginn.
— Þú minntist á leikrit?
— Já. Leikritasafnið má teljast all
gott. Af nítjándualdarútgáfum vant-
ar mig leikrit Magnúsar Grímssonar,
Kvöldvaka í sveit, 1848, og Bónorðs-
förin, 1853. Önnur leikrit, prentuð
á íslenzku, held ég mig vanti ekki,
utan sáráfá gefin út nú nýlega.
Nú — og rímnasafn mitt er mjög
gott. Mig vantar tvær rímur gefnar
út eftir átjánhundruð, en af eldri
rímnaútgáfum á ég aðeins Rímur af
Sigurði snarfara, Hrappsey 1773, og
slitur af Agnars rímum og Rímum
af Hrólfi kraka.
— Guðsorðabækur áttu margar?
— Já, ég á töluvert. Annars er
orðið erfitt að ná í góð eintöl: af
gömlum guðsorðabókum. Ég hef nú
talið þegar sumt af mínum fá-
gætustu guðsorðabókum, en gæti að
auki bætt við tveimur útgáfum frá
Kaupmannahöfn, það er Verus
Ohristianus Edur Sannur Christen-
dómur eftir Johan Arndt, I—IV, 1731
—1732, og svo Himins vegur, 1777.
Af biblíuútgáfum vantar mig enn
þá Þorláksbiblíu frá 1644. Kristileg
smárit á ég mörg, til að mynda
allt Andlegt smáritasafn séra Jóns
á Möðrufelli, áttatíu hefti. Þar að
auki á ég aragrúa alls konar guðs-
orðabæklinga, biblíusögur, hugvekj-
ur, sálmabækur, bænakver og því um
líkt.
— Hvað vildirðu nefna af ljóða-
bókum þínum, Þorsteinn?
970
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ