Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Síða 11
Fýlar að sumarlagi — myndin tekin á Heliissandi i júlímánuði. Ljósmynd: Jón Baldur Sigurðsson. Fugl í landnámshug Sumar fuglategundir hafa mjög fært út kvíarnar hina síðustu ára- tugl og numið þar land, er þeir sáust ekki áður. Þetta á einkum við um þá fugla, sem njóta góðs af aukn um fiskveiðum og eiga sældardaga í kringum fiskiskip á hafi úti og í grennd við fiskiðjuver í landi. Fýllinn er meðal þeirra fugla, sem hefur hraðfjölgað. Á síðustu ára- tugum hafa fýlabyggðir komið upp í giljum og klettum, þar sem ekkert fuglalíf var áður — sums staðar jafn vel langt frá sjó. Ungarnir, sem leita úr klettunum áður en þeir eru fær ir um að hefja sig tll tlugs á jafn sléttu, láta þá ár og læki fleyta sér áleiðis til sjávar. iFýllinn fær nú yfirleitt að vera í friði, enda getur leynzt með honum sóttkveikja, sem er mönnum háska leg, og engum þykir geðlegt að ganga I það berhögg við hann, að hann nái að beita varnarvopni sínu, fúlli spýjunni. En áður f'/rr var hann veiddur til muna, kjötið etið og fiðrið notað í sængur, enda þótt heldur illur daunn fylgdi þeim oft, er undir slíkum sængum sváfu. — Ég á nær allar útgáfur höfuð- skáldanna, bæði hinna yngri og eldri, og fiestar útgáfur ljóða frá 19. öld. Af fágætum og gömlum ljóða feverum get ég til dæmis nefnt ijóða- íbækur Jóns Þorlákssonar: ' Nockur íioodmæli, Hrappsey 1783, Kiærleik- ans Ánægja í Gude, Hrappsey 1784, Burtfararminning Þóru Þormóðs Dóttur, Hrappsey, 1784. Þá má nefna Ljóðmæli eignuð Stepháni Ólafs- syni, Kaupmannahöfn 1823, kvæði Benedikts Gröndals eldra, Viðey, 1833, Ljóðmæli Magnúsar Stephen- sens, Viðey 1842, Víg Snorra Sturlu- sonar eftir Matthías Jochumsson, Eski firði 1879, Úrvalsljóð Jónasar Hall- grímssonar, Winnipeg 1892, og margt fleira. Ég held við verðum að reyna að haida svolítið aftur af okkur. Það nennir enginn að lesa þetta. En ég verð að bæta við upptalninguna tví- blöðunum með erfiljóðum og tækifæriskvæðunum. Þeir skipta hundruðum og er sumt fágætt. — Svo áttu auðvitað ógrynni ann- arra rita? — Já. Ég á fjölda rita um önnur efni. Af heimspekiritum get ég nefnt: Sá gudlega þenkjandi Náttúru 'skoðandi, Leirárgarðar 1798, og Campes sálfræði, Leirárg. 1804. Ég á mikið af ritum um guðspeki, spírit- isma og bindindismál, þá rit um mannfélagsfræði, lögfræði, uppeldis- fræði og skólarit. Til dæmis á ég af skólaritum Ræður Hjálmars á Bjargi fyrir börnum sínum, Viðey 1820. Af bókum varðandi íslenzka mál- fræði og málvísindi á ég töluvert, einkum orðabækur. Elzta orðabókar- útgáfan í safninu mun vera Lexicon Islandico-Latino-Danicum Björnis Ifalldórssonii, I—II., Kaupmanna höfn 1814. Af stafrófskverum get ég nefnt Fingramálsstarfróf, Akureyri 1857, og Lijted wngt Stöfunar Barn, Hrappsey 1782. Bækur um náttúrufræði, stjarn fræði, rim og veðurfræði á ég marg ar. Til dæmis þessa hérna. Hann réttir mér lítinn bækling, sem hefur að titli orð, sem án efa vektu gremju bændastéttarinnar nú í dag: Vasakver fyrir bændur og ein- feldninga, Kaupmannahöfn 1782. — Ég á einnig búnaðarrit, rit um læknisfræði, bókmenntarit, þar á meðal bókmenntasögu Hálfdans Einarssonar: Sciagraphia Historiæ Literiæ, Kaupmannahöfn 1777. Af barnabókum get ég nefnt fyrstu bókina, sem prentuð var á Leirárgörð um, Sumar-Giöf handa Börnum, 1795. f safninu er talsvert af þýddum skáldritum, en af tónlistarbókum á ég lítið, en þær, sem eru í eigu minni, eru þó flesar fágæar, il dæm is Leiðarvísir til að spila á langspil eftir Ara Sæmundssen, Akureyri 1855. Af bókum um leiki og skemmt- anir get ég nefnt Töfralist eður eðli- legur galdur, Akureyri 1857, Galdra- kver, Reykjavík 1857, og Lófalist, gef in út í Winnipeg, 1902. Þegar hér var komið könnun safns ins, heyrðum við Þorsteinn Borgund- Framhald á 982 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 971

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.