Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Síða 14
Sem fyrr var sagt sneri Guðjón við og fór svipaða
leið heim, en varð einskis var. Mun þá báturinn hafa
verið kominn í hvarf vestur fyrir eyjuna. Hann var og að
huga að kindum og mun hafa haft hugann við starf sitt
og ekki grunað neitt. Nokkrum klukkutímum síðar fór
svo kaupakonan þessa sömu leið, en ekki varð hún held-
ur neins vör. Var þó eðlilegt, að hún renndi augum til
eyjaiinnar. þar sem félagar hennar voru að störfum, og
það gerði hún. En hún hélt, að fólkið sæti að kaffi
drykkju, því að sá var tíminn. Enn síðar um daginn fer
svo húsfreyjan frá Harastöðum þessa sömu leið, en sér
ekkert til fólksins, og það þykir henni grunsamlegt. Þeg-
ar hún fei heim til sín og sér enn ekkert til fólksins,
biður hún feðgana, mann sinn og Guðjón, son sinn,
að fara út í nesið þar skammt frá. En er þeir koma
aftur. segja þeir hin hörmulegu tíðindi, að slys muni
hafa orðið.
Á Harastöðum var enginn bátur, og fór því Guðjön
út að Ytra-Felli, sem er næsti bær fyrir utan Harastaði,
og hitti bóndann þar, Valgeir Björnsson, sem drukknaði
eins og fyrr er sagt skammt frá Hjalleyjum árið 1935.
Segir Guðjón honum frá slysinu. En vegna þess, að veð-
ur var óhagstætt til þess að fara þaðan á sjó, var brugð-
ið á það ráð að halda landveg inn á Hjallanes. Þar
vissu þeir af báti, sem Magnús Friðriksson áttí. í þeirri
för voru Valgeir Björnsson, sem mun hafa verið fyrir
hinum. Guðjón Sigurðsson á Harastöðum og Guðmundur
Eggertsson, þá bóndi í Svínaskógi, en síðar á Níp, hinn
þriðji.
Þeir Valgeir tóku nú bát Magnúsar og reru út i ey
þá, er Hóley heitir og er ein af fjórum eyjum, er venju-
lega eru kallaðar Hjalleyjar. Hinar heita Flatey, og er
gizkað á að undan henni miðri hafi bátnum hvolft, Aust-
urey og Suðurey, sem eru báðar minni. Var orðið skugg-
sýnt, er þeir félagar komu í eyna og sást þvi eklki
greinilega, hvernig umhorfs var. Þarna lá Gestur í fjör-
unni fyrir framan bátinn og ofar í fjörunni en hann.
Var festi bátsins brugðið um hann. Andlitið var blóð-
ugt, og við nánari athugun daginn eftir sást greinilega,
að blóð hafði runnið úr eyrum, munni og nefi. Að hann
hafði brugðið festi bátsins um sig, þykir benda ótvirætt
til þess, að Hann 'hafi dregið bátinn með einhverjum lif-
andi í og freistað þess að iáta eitt yfir báða eða alla
ganga, sem og varð raunin á, því að allir fórust, er
á bátnum voru.
Svo segir Stefán skáld frá Hvítadal í kvæði sínu um
Gest:
Djarft þú sundið sækir,
sé þig öðrum bjarga,
sé þér sundið daprast,
sé þig lífi farga.
Þetta er máske skáldleg sýn. En almennt var litið
svo á þar vestra, að Gestur, sem var syndur — hann
lærði sund í Reykjavík 1913 — hefði getað bjargað
sjálfum sér á sundi, því að leiðin var stutt Um þetta
hef ég marga spurt. Gestur var maður kappsamur, og
er enginn vafi á því, að hann hefur stundað sundnámið
af festu og harðfengi, og svo mun hann einnig hafa
sótt þetts örlagaríka sund við Hjalleyjar 2. október 1920.
En hinn hvíti dauði var á hælum hans. Hann hafði
oftai en einu sinni legið í berklum og var þvi veill
fyrir, ei heyja skyldi slíka þrekraun sem þá, er hann
þreyttj þarna Hann beið ósigur, en í dauða sínum var
hann hetja og göfugmenni, enda var hann ávallt hinn
mesti drengskaparmaður, og svo kvað Stefán einnig:
Geymast hreinu hjarta
helgra minja dómar.
Yfir göfgum Gesti
glaðaheiði ljómar.
í minningargrein, sem birtist í Óðni árið eftir, segir
og svo:
„Virðist svo sem Gestur hafi ætlað bjarga báti og
fólki á sundi, en það orðið honum um megn.“
Ágúst Júlíusson frá Laugum, sem var kunnugur á
þessum slóðum og hefur oft farið þarna um síðan slys
þetta vildi til, segir mér, að Gestur hafi verið vel synd-
ur og mun hann hafa séð hann synda. Hann segir og,
að sjálfur hefði hann treyst sér til að synda laus yfir
þetta sund á sínum yngri árum og telur engan vaifa
á þvi, að Gestur, sem hann álítur hafa verið hinn
mesta kappsmann og drenglyndan umfram aðra menn,
hefði getað synt til lands og bjargað sjálfum sér. En
hann telur það hafa verið fjarri öilu hans eðli að
síkiljast við félaga sína í dauðans greipum. Ágúst segir
einnig, að hefði Gestur verið eins hraustur og Magnús,
fóstbróðir hans, hefði sennilega öðruvísi farið. Ég tel
þetta álit Ágústs, sem ekki var á neinn hátt vanda-
bundinn Staðarfellsfólki, hinn merkasta. Hér er eng
inn til frásagnar, en dramatískur blær hvílir yfir þess-
um atburði og mikil átök hafa þarna átt sér stað, áður
en Gestur dó á sundinu eða kannski öllu heldur í
fjörunni með lík eitt í bátnum, því að þar lá Magnús
Guðfinnsson örendur yfir öftustu þóftuna á grúfu, en
báturinn á réttum kili.
Varla hefur liðið langur tími frá því bátnum hvolfdi
og þar til hann varð landfastur og hefði svo hraustur
maður sem Magnús var, því átt að þola vosið, hefði ekki
annað komið tiL Hugsanlegt er, að hann hafi losnað
við bátinn, enda hefur bátnum hvolft snögglega. Kann
því vera, að hann hafi drukkið sjó og Gestur komið hon-
um í bátinn, eftir að hann eða þeir höfðu rétt hann
við. En þóftan, sem siglutréð var fest við, var brotin.
Hin tvö, Þorleifur og Sigríður, hafa losnað við bátinn
áður en hann kom að landi, því að þau fundust ekki,
þar sem báturinn var og ekki fyrr en daginn eftir. Þó
var lík Sigríðar á þessum slóðum, er það fannst og
gæti bent til þess, að jafnvel hún hafi lifað eitthvað eftir
slysið og fylgt bátnum, en ekki komizt að landi með
lífi. Hins vegar virðist sem Þorleifur hafi strax losnað frá
bátnum og drukknað, þar sem hónum hlekktist á.
Þeir Valgeir á Ytra-Felli fluttu með sér lík Gests og
Magnúsar að Harastöðum og báru þau þar í stofuhús.
Síðan fóru þeir að Staðarfelli og hittu Magnús Frið-
riksson í svartamyrkri á Hjallamel sem fyrr er sagt.
Þegar Magnús hafði jafnað sig eftir þessi hræðilegu
tíðindi, reið hann hægt heim, tók hnakkinn af hestinum,
gekk síðan inn og sagði Soffíu, konu sinni, hvað gerzt
hafði. Varð henni að vonum mjög bilt við fregnina. Síð-
an kom vökunótt, segir hann í minningum sínum.
Guðmundur Matthíasson, sem nú er búsettur i Reykja-
vík, áttí heima hjá foreldrum sínum í Gjarðey, er þetta
gerðist. Gjarðey lagðist í eyði 1927, þegar Matthías
Ebeneserson, faðir Guðmundar, fluttist upp á Skógar-
strönd að Straumi. Ég átti tal um þetta við Guðmur.d.
Hann sagðist hafa verið á báti á leið frá Stykkishólmi
þennan dag, og mun hann hafa komið til Gjarðeyjar
síðari hluta dags, klukkan fimm eða sex. Hann segir,
að veður hafi ekki verið svo hvasst á sinni leið, að
hann teldi aðgæzluverða siglingu, en á hinn bóginn hafi
getað verið rokveður undan Staðarfellslandi. Hyggur
hann, að vel geti verið, að báturinn hafi steytt á skeri
eða rifi og farið við það af kili. SUkt hafi svo oft
komið fyrir þarna á Hvammsfirði og víðar um Breiða-
fjörð og það allt eins, þótt kunnugir færu með stjórn.
Guðmundur segir, að Gestur hafi verið vel syndur. Einnig
segir hann, að það hafi verið almennt álit manna þar
vestra, að Gestur hafi farizt við að bjarga félögum sín-
um og á engan annan veg verði það skiljanlegt, að
hann hafði bundið um sig festi bátsins.
Lík Þorleifs og Sigriðar fundust degi síðar, og voru
þá öll líkin flutt að Staðarfelli og borin þar í kirkju.
974
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ