Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Qupperneq 16

Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Qupperneq 16
Útsýnisturn efst á Himnafjalli. Raunar er HimnafjalljS frem- ur hæð en fjall. Eigi að síður flykkjast ferðamenn þangað. Sigurður Gunnarsson kennari: KENNARAR I HEIM- SÓKN / DANMÖRKU í þriðja þætti ferðarinnar dvöld- umst við, allir þátttakendurnir, átta daga í lýðháskólanum í Ry á Jót- landi- Vorum við þar á fjölsóttu nám- Skeiði, sem stóð jafnlengi og dvöl okkar þar. Stundaskrá var þannig alla dagana, að fjölþætt námshringa starfsemi var miíli klukkan níu og tíu á morgnana, langar frímínútur og söngur milli klubkan tíu og eli efu og fyrirlestrar um ýmisleg efni Þriðji þáttur miUi klukkan ellefu og tólf. En eftir hádegið, frá hálftvö til klukkan sex, voru jafnan farnar fræðslu- og skemmtiferðir um nágrennið. Á kvöld in, milli klukkan átta og níu, var svo alltaf eitthvað gert til fróðleiks og Skemmtunar. Allt er þetta mikið frásagnarefni og vissulega þess vert, að frá því væri skýrt. Hér verður þó að þessu sinni einkum sagt frá nobkru af því, sem fyrir augu og eyru bar í síðdegis ferðum okkar suma þessa sóibjörtu ágústdaga á Jótlandi, Ég mun þó fyrst fara nokkrum orðum um þorp ið, sem þarna hefur myndazt, og lýðh'ásteólann. Ry er barnungur bær, þegar miðað er við flesta aðra bæi Danmerkur me um þrjú þúsund íbúa. Sumir nefna hann RyiStöðina til aðgreiningar frá öðrum og eldri bæ í nágrenninu með sama nafni. Árið 1870 voru þarna al- geriega óbyggð heiðalönd eða órudd skógarsvæði. En nokkru síðar, þegar jámbraut var lögð um þetta land svæði, tóku fáeinar fjölskyldur sér bólfestu í nágrenni við járnbrautar stöðina, sem þar var reist fyrir ná- lægar sveitir. Og eftir tiltölulega fá ár, var þarna risið upp mesta myndar þorp með öllu því, sem við á í nú- tímasamfélagi: skólum, meðal annars lýðháskóla og kvennaskóla, kirkju, gamalmennahæli, sjúkrahúsi, verzl- unum, ýmsum iðnaðarstöðvum, veit- ingalhúsum og gistihúsum. Enginn vafi er á því, að ástæðan til hins öra vaxtar bæjarins er fyrst og fremst lega hans og hið fagra umhverifi. Hann stendur við ána Goðn, stærsta fljót Danmerkur, með útsýn til Himnafjalls eins og Bjarni M. Gíslason nefnir það og margra annarra merkra og fagurra staða, og tiltölulega örskammt að fara til hins fjölbreytilegasta og fegursta landslags, sem Danmörk hefur að bjóða. Þarna hafa margir fundið þann friðsæla og fagra stað, sem þeir hafa þráð, og þar hafa þeir viljað una allt til hinztu stundar. Lýðháskólinn í Ry tók til starfa árið 1892. Stofnandi hans var Helgs Hostrup, sonur skáldsins Christians Hostrups, sem mörgum íslending- um er kunnur, meðal annars fyrir gamanleiki sína. Skólinn hefur alltaf átt því iáni að fagna, að hafa mikil- hæfa skólastjóra og ráðamenn, enda mikið orð farið af honum, og ailtaf hefur hann verið fjölsóttur. Núver- andi skólastjóri er Asbjörn Mandöe, merkur stjórnandi og skólamaður. Skólinn getur tekið við níutíu og fimm nemendum. Fyrstu ár stofnunarinnar allmörg munu aðstæður hafa verið erfiðar á ýmsa lund og húsakynni takmörkuð. En úr því rættist smám saman, og nú hafa stórir hlutar hins gamla húss verið endurbyggðir á nýtízkulegan hátt í samræmi við kröfur nýrra tíma. Umhverfi skólans er einkar fagurt, eins og ég vænti, að myndir þær.sem grein þessari fylgja, gefi nokkra hugmynd um. Fyrsti lýðháskóli í Danmörte var stofnaður árið 1844, en nú eru þeir tæplega sjötíu að tölu þar { landi. Þótt raunverulegur lýðháskóli hafi þvi miður aldrei náð að festa rætur í íslenzku þjóðlífi, er öllum íslenzkum skólamönnum kunnugt og ýmsum öðr um, að þeir fræðslu- og uppeldis- hættir, sem hann hefur tileinkað sér og einkenna hann öllum öðrum skói- 976 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.