Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Side 17
" • ■ :
:::
’: ■■ 'v'':
.
:::
iSnaSSwttK
. ‘i 1 iSl
!, ^ :;l : ':: ’ ' 1 * c
111 .
Lýðháskólinn í Ry á Jótlandi — myndin tekin í hlaSvarpanum aS voriagi.
um tremur, hafa haft mjög heilla-
rík áhrif meðal nágrannaþjóðanna í
uppeldislegu tilliti. Um það ber öU-
um saman, sem kynnt hafa sér þessi
mál og um þau fjallað. Hér verður
aðeins minnt á þessa staðreynd, án
þess, að hún verði frekar rædd, þar
sem greinarhöfundur gerir ráð fyrir
því að lesendum Sunnudagsblaðsins
sé hún ljós, svo og saga lýðháskól-
anna í stórum dráttum.
Hins vegar get ég tæpast stillt mig
um að rifja hér upp örstuttan kafla
úr ræðu, sem Ásbjörn skólasjóri
flutti, þegar hann bauð námskeiðs-
gesti velkomna til Ry.
Einkunnarorð ræðu hans voru tek
in úr s:káldsögu eftir skáldkonuna
Karen Blixen, þar sem lögð er megin
á'herzla á skapgerðaruppeldið, — á
að finna sjálfan sig, — 'Sð verða það,
sem guð ætlast til að við ver'ðum.
„f>etta,“ sagði skólastjóri, „er ein-
mitt það, sem lýðháskólinn hefur
alltaf keppt að og mun gera: að
hjálpa einstaklingnum til að finna
sjálfan sig — að vera Iiann sjálfur.
Á þessum nýju tímum er sannarlega
ekki minni ástæða en fyrr að rækja
þetta hl-utverk lýðháskólans. Það er
raunar enn þá brýnna en
nokkru sinni í hinum mikla
erli og eirðarleysi nútimans,
þegar svo margir virðast ekKi
finna neinn tilgang í lífinu né
hafa nokkra ábyrgðartilfinningu."
Og niðurstaða skólastjóra var sú,
að þjóðirnar þyrftu einmitt nú, frem
ur en nokkru sinni fyrr, að tileinka
sér grundvallarhugsjónir lýðháskól-
ans: að kenna hinum unga að treysta
skapgerð sína og manngildi — að
finna sjálfan sig — að verða það,
sem guð ætlast til, að við verðum.
í fyrstu ferðinni var einkum að
því stefnt, að kynna okkur þátttak-
endum klaustur eitt mikið og merki-
legt, sem eitt sinn starfaði um langt
árabil þar í nágrenninu, Ömldaustur.
Því miður er nú klaustur þetta að-
eins rústir einar. En saga þess hefur
varðveitzt í stórum dráttum og verð-
ur hér stiklað lauslega á nobkrum
þáttum hennar.
Ömklaustur starfaði frá 1170—1560,
en þá var það lagt ni'ður og litlu síð
ar riíið tií grunna, þegar siðbót Lúth
ers hélt innreið sína í Danmörku.
Klaustur þetta tilheyrði grámunka-
reglunni svonefndu, en sú munka-
regla var upprunnin í Frakklandi, og
hlutu munkarnir nafn sitt af lit
kuflsins, sem þeir báru. Þessi munka
regla var aðeins ein af mörgum, sem
stofnaðar voru, eins og kunnugt er.
Flestir munu til dæmis kannast við
Fransiskusarmunkaregluna, kennda
við heilagan Franz frá Assisí, Bene-
diktsmunkaregluna, kennda við Bene
difct frá Núrsíu, Dóminíkanaregluna,
kennda við heilagan Dóminíkus,
og Birgitturegluna, sem kennd var
við 'heilaga Birgittu.
Nokkur klaustur, sem tillieyrðu
þessari reglu, voru stofnuð í Dan-
mörku, en þetta var þeirra langstærst
og kunnast. í nær því samfellt fjórar
aldir bjó þar mikill fjöldi munka,
sem unnu margþætt og merkileg
störf. Og þótt mörgum sé nú harla
fjarlægt að hugsa til þessara gömlu
stofnana, mega menn gjarnan
minnast þess oftar en þeir gera, að
hin gömlu munkasamfélög voru
menningarmiðstöðvar þeirra tíma og
höfðu því miklu hlutverki að gegna.
f því sambandi má til daémis nefna
ritstörf, lækningar, skólahald og líkn
arstörf, auk hinna trúarlegu iðkana.
Ég get ekki stillt mig um að skjóta
því hér inn, að þótt ekki væru stofn-
uð mörg klaustur á íslandf; né held-
ur starfstími þeirra ýkjalangur,
gegndu þau miklu og ómetanlegu
hlutverki í þjóðlífi okkar. En svo
sem kunnugt er, voru þar skráðar
og síðar varðveittar ýmsar af forn-
sögum okkar. Þótt ekki væri nema
um það eitt að ræða, ber okkur ís-
lendingum að halda minningu þeirra
í heiðri. En þetta var nú kannski
útúrdúr.
Ömklaustur varð innan skamms
mjög efnað, átti mikið fé, bæði í lönd
um og lausum aurum. ÞaS var þvi sí-
fellt byggt við klaustríð, eftir því
sem tímar liðu, og starfsemi þess
aukin og endurbætt. Um það bera
ýmsar glöggar heimildir vitni. Og
þeim ber einnig sgjnan $5 þettl
mikla munkasámfélál í Öm háfi ver-
ý
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
977