Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Side 22

Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Side 22
að sitja við elda, því að álitið var, að eldurinn hreinsaði loftið. Því var I það, að Klemens VI páfi lét kynda mikla elda í híbýlum sínum og sat | við þá um daga og svaf við þá um nætur. Reykelsi var mikið notað og önnur efni, sem gáfu frá sér ilm við bruna. Þessum efnum var víða brennt af slikum móði, að sögur komu upp um, að fuglar hafi kafnað i reyknum og fallið til jarðar Trúin á ilmefni var mjög almenn. Menn helltu ilm- sterkum vökvum á glóandi múrsteina, og ilmvökva var stráð i klæði og í vasaklúta, sem menn gengu með fyrir nefinu, þegar þeir fóru um strætin. Síðar korr upp mikil trú á neftóbak sem vörn gegn sýkingu af pest eða öðrum sjúkdómum Einnig voru sífelldar reykingar taldar óbrigð ular síðar á öldum Sú skoðun ríkti, að loftið yrði kyrr stætt og storkið, þegar plágur geis- uðu Þess vegna var talið nauðsyn- legt að koma því á hreyfingu. Það var gert með klukknahringingum, trumbuslætti og ýmis konar hávaða. Ýmsir höfðu litla fugla í herbergj um sínum tii þess að koma loftinu á hreyfingu með flögri sínu. Einnig áttu þeir að gleypa eitrið og bjarga þannig eigendum sínum. Sumir höfðu mikla trú á. að stórar köngu- lær soguðu í sip eitrið, og söfnuðu þvi þessum kvikindum inn til sín. Mjólk var talin heppileg til þess að hreinsa með loftið. Ýmsir höfðu föt, full af mjólk, í herbergjum sínum, en aðrir höfðu mesta trú á nýbökuðu brauði. Stungu þeir prikum í brauð- in og reistu þau á gólfinu. Mikill siður var að bera nýbakað brauð að vitum deýjandi, fólks, og var það gert í þeirri trú. að pestin myndi þá renna inn í brauðið og festast þar, þegar sjúklingurinn gæfi upp öndina. Uxa hópar voru oft reknir um borgir og bæi í þvi skyni, að andaröráttur þeirra bætti loftið Sumir lækn- ar ráðlögðu mönnum að sofa og búa í hesthúsum, þvi að andar- dráttur hestanna var talinn hreinsa loftið. Sums staðar var þvi trúað, að ólykt bætti loftið. Leðri, hári og homi vat brennt til þess að mynda óþefjan, og sims staðar voru hundshræ látin liggja á strætum. í Ungverjalandi hafði helzti ráðgjafi konungs geíf i herbergum sínum j þeim tilgangi, að óþefurinn af henni bætti loftið- Sútarar og kamarmokarar töldust ónæmir. Orsökin var óþefurinn, sem fylgdi starfi þeirra Menn gripu til hinna óhugnanlegustu efna og með- ala til þess að forðast sýkingu, og var bá ekki alltaf verið að sýta um þrifnaðinn. Meðalasalar og læknar græddu drjúgan skilding á meðala- sulli, sem þeir héldu að fólki. Trú á alls konar kynjameðul var þá mikil eins og raunar nú á dögum. En allur fjöldinn greip til gamaila húsráða og hálfgerðs kukls til þess að forðast pestina. Boccacrio greinir frá því, að grip- ið hafi verið til varúðarráðstafana gegn pestinni í Flórens 1348- Svo var víðar. Víða á Ítalíu var mönnum fyrirskipað að bera pestarsjúklinga út fyrir borgina og skilja þá þar eftir og láta þá deyja þar drottni sínum. Þeim, sem höfðu stundað sjúkling- ana, var bannaður samgangur við annað fólk næstu tíu daga á eftir. Klerkar voru sums staðar skyldaðir til þess að rannsaka sjúklingana og tilkynna yfirvöldunum niðurstöðuna. Enginn annar mátti þar nærri koma, og ef út af var brugðið, varðaði það eignamissi og lífláti. Gerð var reglugerð um meðferð pestarsjúklinga í Feneyjum 1348- Sam kvæmt henni voru áhafnir allra skipa, sem komu frá Austurlöndum, ein angraðar á eyju einni, og þangað voru allir fluttir, sem tekið höfðu pestina. Þarna urðu hinir einangruðu að dveljast í fjörutiu daga. Tíminn á- kvarðaðist af því, að Móses og Krist- ur lifðu j einangrun i fjömtíu daga. Einangrun pestarsjúklinga var svo tekin upp siðar annars staðar i álf- unni. Þessar reglugerðir vom lesnar yfir lýðnum á torgum og gatnamót- um með tilheyrandi lúðrablæstri og trumbuslætti. Sums staðar var bannað allt það hátterni. sem talið var geta vakið reiði guðs, svo sem bölv og ragn, fjárhættuspil g drykkjuskapur I Speyer í Þýzkalandi var mönnum stranglega bannað að spila fjárhættu- spil í kirkjugörðum borgarinnar, jafnvel þótt um lágar fjárhæðir væri spilað. Borgarstjórinn i annarri borg skipaði öllum gleðikonum að giftast þegar í stað —ella yrðu þær gerðar útlægar úr borginni. Flestar völdu fyrri kostinn. f þriðju borginni var mönnum fyrirskipað að grafa pestarsjúklinga að næturþeli, og líkburðarmönnum var skipað að hafa á sér bjöllur. Viðurlögin við reglugerðarbrotum voru allt frá opinbemm hýðingum til henging- ar. Þessar reglugerðir höfðu takmark- aða þýðingu. Þrifnaður og hreinlæti var á þessum tímum ekki upp á marga fiska, og auk þess vissu menn ekki, hvernig plágan dreifðist. Flótt- inn varð því venjulega eina vörnin, en gat oft brugðizt herfilega. Lausn 35. krossgátu Rætt við Þorstein IVI - 'Framhald af 971 arhólmsklukku slá sjö, löng og þung högg. — Er klukkan orðin sjö, sagði ég, lostinn undrun. — Já, ekki ber á öðru, svaraði Þor steinn. Ég hummaði hæversklega eins og til merkis um, að nú væri ég hætt- ur. Enn var/margt ótalið af góðum og fágætum bókum í safninu, en þreytan, sem fylgir rökkrinu, hafði haslað sér völl, og undan henni læt ég ávallt síga. Ekki veit ég, hvort Þorsteinn ætlaði að falla á hnén frammi fyrir hjákonu svefnsins, hann hefur hingað til storkað öll- um „lijfsins deydandi natturunnar elementa" og ég innti hann ekki eftir því, en stóð á fætur, pakkaði mínu trússi ofan í snjáða leðurtösk- una og sagði við Þorstein, að við hlytum að vera búnir að kjafta nóg í tuttugu Sunnudagsblöð. — Þú heldur það. — Já. Og meira en það. Ég vona það. Þegar við kvöddumst á dyrapallin um, spurði ég Þorstein, hvað hann myndi halda ef hann vaknaði einn morguninn og allt bókasafnið væri horfið. — Ég héldi, að ég væri kominn í aðra veröld. — Ætli við förum þangað strax. En ég var reyndar kominn í aðra veröld, þegar ég gekk laufum hulinn hellustíginn i átt að garðshliðinu. Hinn forni heimur bókasafnsins hafði kvatt, og heimur nútímans ólgaði allt um kring. En þá var ég að hugsa um himnaríki og hvílíkur matur væri fyrir bókasafnara að ná í prótókolla sankti Péturs, og tók þess vegna ekki eftir umskiptum heimanna, fyrr en ég var kominn upp i strætisvagn og þurfti að borga sex krónur fyrir að standa. jöm 35 c— \ \ \ \ \ 1t e\ L fi D y P H R 0 K K L \ G 6 \ fi i fi 1 + \ E \ 6 S Ú R 5 N E Y T T \ \ T I N \ L L S 1 \ D ZXj fí \ Æ \ P \ 751 \ I \ N E J T u N s 6 K 0 T H E N D U K \ \ N S s T ó N V E R K \ M \ E D D !ft V R \ E y s B P ft \ R ó \ \ K E F I R \ R Ú Ð fí N \ý g. \ + n R M E N í fí■ uls \ T 1 K s M \ 0 \ N Æ K ,í? ! u R í' J \ fl R D \ D R 1 r fí s ó R ó I Ð J u D U D i E £ l\ N 0 T \ V l> \ 0 R M K L ú p I R v 0 R K fí R \ ó fl \ D R 6 G H \ >4 p Ð -u H L D fí h fí L fí \ 5 N fí ■R ft R \ R R Æ Ð u 982 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.