Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Blaðsíða 8
Gústaf Fröding: N irflarnir Að lokum varð heimilið eins og í eyði og auð stóðu hesthús og fjós. Þau heyrðu ei, sáu ei hvað var á seyði og hrörnunin var þeim ei ljós. Þau elskuðu krónur, en krossfestu holdið og krotuðu sparsemdar rún. Húskörlum laun hann gat ekki goldið, ei griðkonum borgaði hún. Þau reiknuðu og töldu um niðdimmar nætur, nakin, lasin og svöng, en krónuhljómurinn kliðmjúkur sætur þau kitlaði í heyrnargöng. Og trosið og fleskið, fúlt og rotið, var fæðan, og talið nóg, því matar hann fékk ei af nízku notið, — og nískari var hún þó. Því mörg þúsund kistan í handraða hafði sem hamingju og vonirnar jók. En oddvitinn kom þá, um útsvarið krafði og upp í það kistuna tók. Frá troginu langsoltnir grísirnir gengu, og greyin féllu úr hor. Og knappt var hratið, sem hænsnin fengu, — þau hrundu og lágu sem mor. Þau nurluðu meira og eirðu engu, því óbættur skaðinn lá, og soltin og skjálfandi sárhrygg þau gengu og sveitinni höfnuðu á. Hann tímdi e'kki að offra útsæðinu né áburði jörðina í, svo akyar og tún huldust arfa og sinu og engið varð mýri á ný. Þar náðu þau ókeypis fæðu og fleti, en fundu ei hófsins stakk. Hann át sig í hel af hangiketi, en hún át graut, svo hún sprakk. var orðið á vegi hennar, þar sem hún vissi þess enga vo.i. Þegar hún nálgast fólkið, heyrir hún köll í því. Skipar það henni að flýta sér sem mest og fleygja horngrýtis tunnunni. Slikt kom henni þó sízt til hugar, eitt og það sama skyldi ganga yfir þessa þrenningu: hana sjálfa, tryppið og tunnuna. Loks, þegar hún hittir fólk að máli er henni sagt, að Katla sé að gjósa. Nú Katla, ekki annað, verður henni að orði. Þakkar þó sínum sæla handleiðsluna og heldur síðan til síns heimabæjar. Þar eru keppirnir í poka í eldhúsinu og bíða tunnunnar, sem ein bjargaðist af fjörunni af mörgu fallegu, sem kerla sá þar í ferð sinni. , Haustið 1918, þegar Katia gaus, var slátrun í Vík enn í fullum gangi. Fjárrekstrar fóru þá vestur Sand á hverjum degi og lestir út og austur. Þá vildi það óhapp til, þó að hamingju stýrði, að tunnu,- laust varð í Vík í sláturhúsinu, svo að rekstrar voru ekki á leið vestur, daginn sem hlaupið rudd- ist fram. Hefði þessi hindrun ekki komið til er víst að margar lestir og rekstrar hefðu verið á leið yfir Sandinn. Allt kjöt í sláturhúsinu var þá saltað niður í tunnur, án þeirra varð því engu slátrað. Sfðustu lestirnar fóru úr Vík aust- ur daginn fyrir gosið. Þess er áður getið, að Alftver- irígar voru á afrétti og gosdaginn dreifðir um allan austurhluta Mýr dalssands. Þeir sluppu með naum- indum undan hlaupinu. Það vekur manni í hug spurn og skelfing, ef hlaupið hefði komið fram sand- inn einni eða nokkrum klukku- stundum fyrr. „Allur er varinn góður“, segir máltækið. Vari vegna Kötlu get- ur þó aldrei orðið á þann veg að stöðva umferð yfir Mýrdals- sand, nema vitneskja sé um hlaup — eða hræringar í Mýrdalsjökli komi í ljós — , sem bendi ákveðið til þess að búast megi við gosi. Ekki getur heldur talizt vit í því að fresta framkvæmdum, sem fyrirhugaðar eru, vegna ótta um hlaup á ókomnum tím- um. Hins vegar er sá vari sjálf sagður, þegar farið er yfir Sand- •inn, að hafa í huga þann mögu- ■leika, að hlaup geti borið að, •hvenær sem er. Þess vegna ættu ■bílstjórar, senr oftast eru á ferð yfir Mýrdalssand, að hafa með sér talstöð, enda ekki ástæðulaust, þó að minna væri um að vera. Nú- tíminn hefur ráð á mörgu, sem áður var óþekkt. Það skyldi muna og notfæra í öryggisaðgerðum vegna Kötlu. Þórarinn Helgason. 128 1 i IH I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.