Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Page 5

Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Page 5
bein, afhallandi lína norður af jöklinum svo langt sem séð varð. í áður nefndu riti um jarðelda er lýsing á ferð til Kötlugjáar árið 1823, eftir Jón Austmann, prest á Mýrum. Hann segir (á 82. bls.): „ . . En einasta leyfi ég mér þess að geta, að þegar slétt er orðið, eða einkum farinn að bunga upp jökullinn á milli linúkanna, mega þeir sem þá lifa, óttast fyrir nýju Kötlugosi, og ef það þá skyldi taka skemmstan veg gegnurn jók- ulinn, tekur þá stefnu, nefnilega niður með Sandfelli, fram úr okk- ar upphaflega nefndu göngugljúfri, mundi þá Álftaveri og Meðallandi mikil hætta búinn.“ Síðasta Kötlugos tók stórt stykki úr Mýrdalsjökli milli hnúkanna. Kom þá í ljós hvilftin, sem áður er nefnd, og má segja, að hún hafi furðulega litlum breytingum tekið síðan. Engin breyting varð á jökl- inum annars staðar en milli hnúk- anna, svo að héðan yrði greint. Það er fyrst nú á síðari árurn, að breyting er sjáanleg á jöklinum norðanverðu. Sýnist mér þó nokkru muna með ári hverju, hvað hann hækkar og breytir lögun. Þar sem áður var sem bein lína eru komnar hæðir og bungur, sem nálgast óðum að ná sömu hæð og nyrðri hnúkurinn. Jöklar eru yfir- leitt minnkandi hér á landi, en varla frá leikmannssjónarmiði trú- legt, að hnúkarnir lækki meira en jökullinn norðan þeirra. Hitt má svo vel vera, að jökullinn breyti alla vega um svip og lögun við það að lækka. En þeim grun fæ ég ekki varizt, að Katla sé að búa um sig norðar í Mýrdalsjökli en á höfuðstöðvunum. Það er þó engan veginn ætlan mín að' deila við jarðfræðinga um þessi efni, heldur fúslega viðurkenna álit þeirra og rök, ef á annan veg falla. Auðvitað skiptir það nokkru máli um fram- rás hlaupsins, hvar Katla brýzt út, en mestu máli skiptir að vanrækja ekki alla viðleitni til að mæta komu hennar með skynsamlegum ráð- stöfunum. Of lítið kveður að því enn sem komið er. Skylt er þó þess að geta og fyrir að þakka, að Ragnar Jónsson alþingismaður fékk því orkað, að fé var veitt úr ríkissjóði til að gera varnargarð frá Höfðabrekkufjalli í svolrallaðan Jökul, en það er málarhöfði, sem nær að sjó. Gísli Sveinsson sýslumaður Skaft fellinga ritaði skýrslu um Kötlu- gosið 1918. Hann segir: „ . . Það, sem hlífði, að hlaupið féll ekki út • á við með hömrum og að Vík, - var hin mikla urðaralda ;r mynd azt hefur áður fyrr í Kötluhlaup- um (fram af Höfðabrelcku — nafn- ið Höfðabrekkujökull, þótt sandur • sé nú). Braut þó virki þetta mjög niður og verður verra t:l varnar síðar.“ Jökullinn (malarhöfðinn eða 1 urðaraldan) náði aldrei fast upp j að fjallinu. Var þar þvi opið j svæði, sem vatn í hlaupi átti greiða ; leið um vestur með fjallinu. Varn i argarðurinn nær frá fjallinu suður j í jökulinn og er jafnhár honum. , Jökull þessi hefur upphaflega verið ' geysileg jakahrönn, sem skyldi eft- \ ir þennan malarhöfða, þegar hUn ) bráðnaði. Þó að Jökullinn væri í j síðasta hlaupi sem virki til varnar { Víkurkauptúni, er eins víst, að hann hafi veitt hlaupum mótstöðu, með- an hann náði langt austur með fjörunni, og þá verið til miska. Hvorki skyldi vanmeta né of- meta þennan varnargarð. Stundum munar um lítið og munar þó því, sem dugar. í skýrslu Þorsteins Magnússonar, sýslumanns og klaust urhaldara á Þykkvabæjarklaustri, segir um Kötlugosið 1625: „ . . Lét Á Mýrdalssandi — séð út til Hjörlelfshöfða. Ljósmynd: Péll Jónsson. T I tVl I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 125

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.