Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Page 9
Rætt við Skúða G. Johnsen, formann stúdentaráðs Háskóla íslands
Háskóli íslands er ein þeirra
stofnana, sem íslendingar státa af
á erlendri grund en bakbíta heima
fyrir, og jafnvel þó menntaðir út
lendingar hafi lokið á háskólann
lofsorði og sagt furðu mikla, að
hundrað og sjötíu þúsund sálir
skuli eiga slíka menntastofnun,
hafa íslendingar ætíð þótzt finna
nægar ástæður harðskeyttrar gagn
rýni. Ekki vil ég leiða getum að
réttmæti hennar, en mér er hins
vegar ljóst, að margir niðra starf
semi háskólans af litlum hyggind
um og sumir af óvild jafnvel.
Fáir munu hafa meiri afskipti
af Háskóla íslands en þeir, sem
stunda þar nám, og trúlega kom
ast dómar stúdenta næst hinu
rétta, þó séu þeir ekki einhlítir og
margt greini þá sundur. Þess full
viss, að lesendum léki forvitni á
að kynnast viðhorfum stúdenta til
ýmissa vandamála, sem háskólinn
á við að etja, hitti ég Skúla G.
Johnsen, stud.med., formann
stúdentaráðs, að máli, og fara glefs
ur úr samtali okkar hér á eftir.
j: Tíðum er látið í veðri
vaka, að Háskóli íslands hafi litl
um framförum tekið á undanförn
um árum. Vöxtur og viðgangur
hans enginn. Telur þú einnig svo
vera?
S: Að mínum dórni er þetta
nokkuð fast að orði kveðið, cn
eigi að síður felur það í sér mik
inn sannleik. Sé miðað við er-
lenda háskóla, er Háskóli íslands
ung stofnun og hefur varla slitið
barnsskónum. Þrátt fyrir ákafa
baráttu og mikið starf forráða-
manna háskólans í fimmtíu og
fimm ár, hefur stækkun og við-
gangur skólans ekki verið til sam-
ræmis við það, sem ætla mætti um
eina háskólann í lýðfrjálsu riki,
íslendingum er tamt að Ieggja
neikvæðan dóm á flest, sem ís-
lenzkt er, að minnsta kosti forðast
þeir alla lofmælgi, unz mikils
imetinn útlendingur tekur skyndi-
'lega að hrósa því, sem þeir hafa
ætíð talið lítils virði. Þetta er ís-
lenzku þjóðlífi án efa til bóta,
því þeir, sem vandlátir eru á eigin
verk, hljóta að vinna vel og dyggi
lega og hafa það gott, sem gjört
er, — eða er ekki svo!
og þó er ísland talið jafnoki ann-
arra Norðurlanda í félagslegum
efnum. Ástæðu þessa tel ég vera,
að ríkisvaldið hefur látið skólann
sitja á hakanum með fjárveiting-.
ar, jafnvel eftir að íslendingar
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
129