Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Page 19

Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Page 19
H. C. BRANNER: \ FYRRI HLUTI TRÉSKÓR HANNIBALS Þar sem við Hannibal vorum tveir þeir lakast gefnu i bekkn- um, var okkur vísað til sætis við aftasta borðið, hvaðan erfiðast var að fylgjast með kennslunni. Það var léleg uppeldisfræði, en þó hið eðlilegasta skipulag, sem hægt var að hafa. Frá örófi alda í sögu mannkynsins höfðu hinir sterku og vitru setið næst bálinu, en hinum veikburða og heimsku verið vísað út í myrkrið. Okkur Hannibal fannst þetta ekkert undarlegt . . - í miðskólanum höfðu við sveitzt blóðinu sem galeiðuþrælar á sömu árinni, einni fjárans ár, sem leit- ins til fullnustu, og hún er meg- ingrunnur þeirrar reynslu, sem áhorfendur verða fyrir í leikhúsi. Á því leikur ekki vafi. Þau ieik- skáld, sem beita fráþvingun i verk- um sínum, hafa þar með viður- kennt hina ríku tilfinningu fólks til innlifunar á leiksýningu, en vilja forðast hana, því hún, eins og fyrr getur, sljóvgar dómgreind áhorfenda og deyfir skilning þeirra. Hér verður engum gctum að því leitt, hvort þau leikskáld, er beita fráþvingun, séu betri og frumlegri en önnur, og áhorfendur verða sjálfir að móta sér skoðanir á gildi raunsýni, raunhygli og firru leikmenntar. Að mínu áliti skiptir engu, hverj um tæknibrögðum leikskáldið beit ir á sviðinu. Hlutverk leikskálds er að móta persónur og kjósa þeim líf, raunverulegt líf, svo þær bera engin merki skáldskapar en eru sjálfstæðar verur, á meðan tjaldið er uppi, og hugsa, tala og aðhafast eins og þeim lætur bezt. Leikskáld- ið gerir slíkt til þess að kynnast dularmálum lífsins og að rýna í eig in sál. Hann gerir þetta líka vegna þess, að honum er unun að fást við listsköpun, og listsköpun er fullnægjandi starf, þó tíðum þrúgi einverustundir við skrifborð skálds ins. (Þýtt, aukið og endursagt eftir „The Present Stage“ eftir John Kershaw. jöm. TÍMINN- SUNNUDAGSBLAÐ aði í ýmsar áttir, án þess nokkuð miðaði. „Hafið þið öll skilið þetta, spurði stærðfræðikennarinn, eftir að hann hafði útskýrt dæmi á töfl- unni — og margir réttu upp hend- urnar. Við Hannibal sátum hlédrægir og gutum augunum hvor til ann- ars, en svipur okkar lýsti áhyggj- um' og kvíða, fingri var lyft í ótta, en við höfðum því miður ekki skil- ið dæmið til 'fullnustu, og kenn- arinn festulegur á svip, tók sér krít í hönd og sagði: „Nú verður bekkurinn að taka vel eftir, meðan ég útskýrði allt dæmið enn einu sinni.“ Og bekkurinn híjaði og brosti að okkur Hannibal, sem sát- um sneyptir og rauðir út að eyr- um og kinkuðum kolli, segjandi já, af því að við þorðum ekki ann- að. Að lokum gat ég eftir slíkan tíma slegið upp glósubókinni minni og sýnt Hannibal, hvernig ég hefði reiknað út þvermál hringsins, lengra hafði ég nú ekki kafað. Ég gat sýnt honum eilífðarvél, það var aðeins leynilegur vélbúnaður gerður úr tveimur þráðum af segl- garni, sem kom blekbyttunni á borðinu til að snúast. Þetta var ein- falt, en snilldarlega upphugsað, ég hélt utan með uppfinninguna og kom heim frægur — með stjörn- ur í brjóstinu. Allur skólinn stóð í fylkingu á leikvellinum og hróp- aðihúrra! Svona var ég sem drengur, og þetta byrjaði strax fyrsta daginn í skólanum fyrir framan stálteins- ramma með lituðum trékúlum á. Þær skyldu brotnar burtu, ekkert var auðveldara, bekkurinn iðaði í sætum sínum eins og hópur halakarta. — Ó, ungfrú, má ég! En nú kom ég fyrstur upp, og nú varð allt svo ómælanlega stórt, hringarnir runnu saman í þoku i rautt, blátt og grænt og raddirnar þrumuðu að baki mér: ó, ung frú, má ég. Og þannig varð ó- sigurinn óumflýjanlegur hinn smái ósigur minn, sem enginn hafði tekið eftir, en það, sem eftir var af tímanum, sat ég með lamaðar hendur og horfði á, hvernig næsti maður gat leyst verkefnið, hvernig • allir gátu það. Og brátt fór ég að láta hugann reika burt frá bekkn um og svörtu töflunni. Úti greind ust í fjarska tvö espitré og glitr uðu í sólskininu. Á spássíunni j lestrarbókinni minni átti minn betri maður sér athvarf sem göngu höfðingi í tröllauknum stígvélum og með sverð við hlið. Að hinu leytinu sat þarna búkur, sem flutti lélegan vitnisburð með sér heim. Þannig var ég, en Hannibal ekki. Hannibal flúði ekki frá veruleik- anum, hann var þar, sem nann var mitt í rykinu og blekinu og þefnum frá eggjunum, slóst, beið ósigur og fór síðan aftur í slag. Hannibal hafði lítil, ljós augu, sem hvörfl- uðu þjáningafull frá töflunni til bókarinnar og frá bókinni að á sjónu kennarans. Hannibal hafði gildvaxna þumalfingur, sem alltaf voru þvalir af svita og titruðu dá lítið, svo annríkt áttu þeir við að grípa niður í og fletta upp í bók inni, nokkuð fljótt og ákaft, en ætíð handtaki á eftir öðrum. — Andartak, sagði Hannibal mitt í samningu ritgerðar, ritblý hans hafði brotnað. — Andartak, hljómaði frá borði hans djúpri röddu, þegar við hin sátum kyrr, nú vantaði blað 1 bókina hans. Það vantaði blöð í allar bækur Hannibals, þær höfðu ver- ið keyptar á fornsölu og í þeim voru blekklessur og blettir eftir svitastorkna fingur. „Hanni- bal“, sagði enskukennarinn, herra Hoeg, og gaf honum bendingu hæ versklega með bendiprikinu sínu: „Vilt þú svo byrja að lesa?“. Og vísifingur Hannibals með breiðu svörtu nöglina leitaði í blindni eins og maðkur yfir blaðsíðuna, leitaði upp og niður, út og inn millum línanna. ,>Þögn“, skipaði herra Hoeg út ýfir raðirnar, „nú skuluð þið heyra, hvernig raunverulegur enskur gentleman les teksta! Nú, Hannibal, þetta svarta þarna eru bókstafirnir“. En sú bylgja eftirvæntingar, sem fór um bekkinn, það var reglulegt nautaat, sem þarna fór fram Hanni bal var nautið, en herra Hoeg nauta etjarinn, sem sveiflaði Toledosveðj- unni, og hann hafði brot í buxun- um og var með blóm í hnappa- gatinu. En nú var Hannibal kom- inn að niðurlotum og fór á þung- lamalegu, jöfnu stökki — „Arthur, the noble King of England". Og heiTa Hoeg stóð án minnstu svip- 139 i

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.