Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Page 22

Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Page 22
bar á fótunum: klap-klap-klap- klap. Óþekkt hljóð í Hovgárds skóla, veggirnir bergmáluðu það hæðnisléga, turnklukkan starði með vanþóknun á það með sinni hvítu gamalmennisásjónu, og nú básúnaði Hammer skólastjóri út yf ir hin tvö hundruð höfuð: „Hanni- bal Oisen, komdu hingað.“. Og hjarta Hannibals barðist eins og hjarta í fuglsunga, öll hans hlaup höfðu verið andstutt bæn til guðs, að þetta hér skyldi ekki verða, og svo varð það einmitt. Honum var stillt upp við vegginn i tréskóm sínum, allur skólinn gekk fram hjá honum og gat horft á hann að vild. Jæja, þarna voru þá smástrákar, sem drógu á eftir sér fæturna, og létust með því gera grín að Hanni- bal Og jafnvel stúlkurnar, sem ekki var nú reiknað með á neinn hátt, þær flissuðu. Sólveig og hin- ar skríktu. Ég hugsaði mér að kinka kolli til Hannibals, þegar ég yrði kominn móts við hann, en þegar til kastanna kom, þorði ég það ekki, og hvaða stoð hefði honum orðið að því? Þeir vesölu geta ekki veitt öðrum aðstoð. Höfuðhneig- ing frá Leifi hefði verið annað mál, en Leifur gekk sína leið, stífur af þótta og horfði í aðra átt. Aftur á móti kinkaði Maríus kolli, skörulega og áberandi, en það var varasöm hneiging, sem ekki beindist að Hannibal sjálfum, heldur tréskónum hans, það fund- um við öll. Maríusi fannst Hanni- bal vera eins og smáríki milli tveggja stórvelda. „Hersveitirnar" gengu burt í flokkum, eftir bekkjum. Uppi í glugganum á ganginum fylgdist ég með síðasta þætti hegningarinnar. Hammer skólastjóri haðfi gómað Hannibal og laut yfir hann með stórt, bogið nef, en Hannibal þjapp aði sér upp að veggnum og stóð aumkunarverður á klumbufótum sínum, hann líktist molduxa, sem fugl heldur föstum í nefinu. Verð- ur honum þyrmt? Nei, Hannibal verður ekki vægt, hann hefur eng- an ytri þokka til að bera, engin snögg svör á reiðum höndum Þarna kemur þá í ljós blýanturinn og bókin, bundin í vaxdúk. Já, Hannibal getur a.m.k. hlakkað til fjörugs dag. n.l. RÆTT VIÐ SKÚLA JOHNSON: Framhald af 131. síðu. háskólaárunum eru exki svo ijúf- ar sem æskilegt væri. j: Kemur þar ekki einnig til greina vöntun á öflugu félagsiífi við Háskóla íslands? Félagsandi virðist nær óþekkt fyrirbrigði á meðal háskólastúdenta hér á iandi, ólíkt því, sem gerist við háskóla erlendis. S: Án efa. Aðbúnaður stúdénta til félagsiðkana hefur til skainms tíma verið hverfandi, e;i háskóia- yfirvöld hafa reynt að bæta þar nokkuð um með því atS úlhhita deildarfélögum eins konar skrif- stofuskonsum, og nú mun í bígerð tað hefja gangskör að byggingu .félagsheimilis við Gam’.a Garð. en ,stúdentar hafa beðið eftir sliku húsi i mörg ár. Ég vona, að það mál þurfi ekki að stranda á skiln- ingsleysi valdhafa. j: Fullnægja Stúdentagarðarnir þörfinni? S: Nei, langt i frá, og brýna nauðsyn ber tii að reisa að minnsta kosti einn garð tii viðtiótar strax Nauðsyn þessa getum vjð hæglega séð á því. að Nýi Garður var reist- 'ur árið nítjánhundruð fjörutíu og þrjú og voru þá þrjú nundruð stúdentar skráðir til náms við skól ann, en nú eru um það bil þrettán hundruð stúdentar innritaðir, og því engin goðgá að fara fram á hundrað herbergi til viðbótar þeim eitt hundrað og þremur, sem íyrir eru á báðum Görðunum. j: Kom ekki einhvern tímann til umræðu að reisa vísi að hjóna- garði? S: Jú, það var reyndar gert, en ég geri nú ekki ráð fyrir, að slíkt þjóðþrifafyrirtæki sjái nokkurn tímann dagsins Ijós á íslandi. Yf- irleitt eiga háskólaborgarar, sem stofnað hafa til hjónabands, ekki sjö dagana sæla, nema þá helzt um hánætur, enda er sú skoðun almenn á íslandi, að hjúskapur háskólastúdenta á miðjum þrítugs- aldri sé hreinasta reginfirra og Lausn 5. krossgátu sjálfskaparvíti. Háskólaborgarar gera þetta nú samt sem áður, og þá verða þeir að þrælka sér og konunni og sníkja „ónýta aurinn“ af pápa, ef því verður við komið. Ég geri ekki ráð fyrir, að þetta breytist. Nú munu um það bil þrjátiu og fimm til fjörutíu pró- sent háskólastúdenta hafa reist bú, og flestir æru þeirrar skoðunar, að hjónabandið létti ekki undir með náminu. j: Munu námsstyrkir ekki auð- velda stúdentum baráttuna, og þá frumvarpið um námslaun, sem nú liggur fyrir Alþingi? S: Jú, frumvarpið er vissulega skref í framfaraátt. Á undanförn- um árum hafa verið gerðar sívax- andi kröfur um námsefni og náms- ástundun, og við því má búast, að hið svonefnda „akademíska frelsi“ (sem er því miður oft og tíðum misnotað og rangtúlkað,) hverfi smám saman úr sögunni og nám stúdenta verði sett í mun fastari skorður en áður hefur tíðkast, að minnsta kosti virðist þetta vera til- hneiging í öðrum löndum. Þetta er að sjálfsögðu viðleitni yfirvalda til þess að stytta námstímann og nýta hann sem bezt. Það hlýtur því að vera krafa stúdenta, að á móti sé þeim veittur viðunandi að- búnaður, bæði innan veggja skól- ans og utan þeirra, að þeir hljóti fullkomna kennslu í fullnægjandi. húsakynnum, njóti góðrar aðstöðu til námsrannsókna og hafi fjár- hagslegan stuðning hins opinbera að einhverju leyti. Á þessu þrennu mun barátta stúdenta við Háskóla íslands fyrir bættum kjörum byggjast í náinni framtíð. jöm. 142 I t M I N N — SUNNUDAGSISLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.