Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Blaðsíða 20
brig'ða og lét nautið vaða áfram, en fjórir tugir augna fylgdust með svipbrigðum þess, — og nú skall sveðja nautabanans með háum skelli niður á bókina fyrir framan Hannibal. „Hættu — hvers konar mál er þetta eiginlega?" Höfuð Hannibals lyftist og hin ljósu augu hans beinast í orðvana undrun að iierra Hoeg. „Enska! — Nú, hvar er þessi enska töluð? Hjá halanegr- um kannski?,, — Og svo er klapp- að, Hannibal sígur fram á borðið og stokkroðnar út undir eyru, en aautaetjarinn gengur tígulega nokk ur skref aftur á bak og skráir sig- ur sinn í bók eina, sem bundin er vaxdúk. Nautaatið er á enda. Nú voru þarna einnig aðrir dreng ir, sem ekki gátu borið enskuna réttilega fram, en það voru ung ljón, sem sátu óþvinguð með nýju bækurnar sínar óskrifuðu. Þeir hlupu auðveldlega yfir hverja yfir- sjón, og oft gátu þeir komizt hjá vandræðum með snöggum athuga- semdum. Hannibal hafði engin snögg svör á reiðum höndum, hann starði bara ljósum, þreytulegum augunum, og það hnusaði í honum eins og nauti. Það hljómaði ekki beint skemmtilega. Kannski gat hann ekkert að þessu gert. í æsku hafði hann dottið og nefbrotnað við það. Það komst ekki nægilegt loft inn um nefið. Og fríður var Hannibal ekki, með beyglað box- aranef í miðju andlitsins, sem var allt útsteypt í bólum, í andliti, sem var svitastorkið og feitlagið. Hendurnar auk þess votar af svita og settu mark sitt, hvað sem hann snerti. Stúlkurnar ypptu öxlum og sögðu „oj bara“, þegar þær sáu hann. Og engin stoð varð það Hannibal, að hann varð fyrstur til af drengjunum að klæðast fötum að hætti fullorðinna. Hann var í bláum fötum, sem voru saum- uð upp úr gömlu, og flibbinn var mörgum númer- um of stór og hékk eins og drusla um hálsinn á honum Kannski hafði móðir Hannibals sjálf sniðið fötin á hann og mátað og Hannibal hafði hlakkað til að koma í þeim í skólann, en nú var sú gleði ekki lengur fyrir hendi. Það er auðvitað ekkert við því að segja, að foreldrar hafi ekki ráð á að kaupa ný föt handa börnum sínum, þvert á móti. Það var allt kyrrt, dauðakyrrt. Hannibal dró sig út úr og lét eins og ekkert væri, en hann saug upp í nefið og svitinn bogaði af honum. Hann fór með yísifingurinn undir flibb- ann, þar til hann leit eins lufsu- lega og fátæklega út og bækur hans og blýantar, svo og allt annað, sem hann kom nærri. Já, það var leitt fyrir Hannibal, en hvers vegna gat hann nú ekki beðið dálítið með það að klæðast í föt eins og fullorðinn maður? Hann hlaut þó að vita, að í hvert sinn, sem hann klæddist þeim, og kom fram í þeim opinberlega, hlaut hann að vekja aðhlátur. Eitt sinn datt Hammer umsjónarmanni í hug að nota tíu mínútur af tím- anum tiÞað spyrja hvern og einn af drengjunum, hvað hann ætlaði að verða, þegar hann -yrði stór, og röðin kom að Hannibal. Og Hanni- bal ætlaði að verða verkfræðingur og stjórna vélum, það var draum- ur hans, og hann var eins góður og draumar annarra, en þar eð kyrrðin ríkti svo kyngimögnuð og forvitnileg í kringum hann, áræddi hann ekki að opinbera þennan framtíðardraum sinn, og svo stam- aði hann út úr sér: „Fyrst ætla ég nú bara að verða stúdent". Það var ekki neitt niðurlægjandi við þetta „bara“, en rödd Hanni- bals var í mútum, hann gelti orð- unum út úr sér eins og varðhund- ur, en herra Hammer hleypti brún- um og hermdi eftir málrómi Hanni bals: „Svo að þú vilt bara verða stúdent?" — Þögn. Hæðnishvísk- ur heyrðist frá stúlknabekkjunum og hendur Hannibals léku aftur og fram um skólaborðið, eins og hagamýs væru á férli í leit að holu sem felustað. En þar var enga holu að finna og rödd hr. Hammers hljómaði rannsakándi á ný: „Lang- ar þig til að verða stúdent?“ Og þá svaraði Hannibal því til, sem átti eftir að verða máltæki í bekknum: „Það er ekki ég,“ sagði hann og saug upp í nefið, „það er hann pabbi minn“. Nú þekkti allur bekkurinn föð- ur Hannibals frá stöðinni, þar sem hann gekk um, klaéddur blá- um buxurn og hvítri blússu og var burðarkarl. Ekki vegna þess að það væri ekki heiðarleg atvinna að vera burðarmaður, en þegar faðir Hannibals rogaðist kengbog- inn með stóra ferðatösku, horfði hann ekki niður á brautarpallinn, heldur leit hann upp og fram, hann sá fyrir sér son sinn Hanni- bal í einkennisbúningi með gull- borða og rautt band, hann sá hann hafa stjórn lestanna á hendi í anc(| Napóleons, með hvíta glófa á höild unum. Þetta var nú draumur foðuf Hannibals, þess vegna vann hann | skrautgörðum kringum einbýlisviU urnar í frístundunum og þess vegna gat hann kostað of fjár til að hafa Hannibal í Hovgardsskóla, þessum fína skóla, sem hýsti innan sinna veggja börn ríkra og vel- siðaðra fjölskyldna. Draumur föð- urins krafðist stórra fórna vegna Hannibals, og var allrar virðingar verður. En þegar að því kom að gefa skyldi vitnisburð, vantaði blöð í bækurnar hans Hannibals og hann svaraði bara út í hött og sat rauðeygður, svo að kennarinn spurði, hvort hann hefði verið fermdur nóttina áður. En Hannibal hafði ekki verið fermdur. Daginn eftir var hann eitthvað svo undar- lega stirðbusalegur í gangi og sett- ist hægt og varlega í sæti sitt, því að draumur föður hans var honum helgur dómur, og hann gat ekki af- borið slakan vitnisburð. Um skamma stund var Hannibal allur á valdi knattspyrnunnar. Fyrst var hann látinn leika bak- vörð og enginn bjóst við neinu miklu af honum. En það kom hins vegar í ljós, að þar var Hannibal ekkert blávatn, það var ekki í fyrsta skiptið, sem hann hafði haft bolta milli fótanna. Sjö sinn- um tókst honum að krækja fyrir boltann og renna honum síðan eft- ir endilöngum vellinum og í mark móthverjans. Það var móti reglun- um, en hvað varðaði Hannibal um reglur? Hann æddi fram í beinni línu eins og naut með halann upp í loftið, nokkur ægileg öskur gaf hann frá sér, enginn dirfðist að rísa gegn honum. En þá var Hanni bal fljótari til svars, er talað var til hans, hann svitnaði heldur ekki eins mikið og áður, og í hnappa- gatinu bar hann lítið rautt merki. Það var merki íþróttaklúbbs, sem hann var félagi í. Áður hafði hann alltaf tekið það af sér, áður en hann fór í skólann, en nú virtist honum líklega . . . Já, um tíma var Hannibal sífellt með í knattspyrnunni, en hann varð að láta í minni pokann í þeim leik, og allt var það Leifi að kenna. Leifur var foringi bekkjarins í öllu sem íþróttum viðvék. Honum hafði verið gefin í afmælisgjöf bók um knattspyrnu, þar sem úði og grúði af enskum orðum, og með þau á 240 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.