Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Side 15

Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Side 15
„Hvar er gloftið okkar, gletturnar og vísurnar?“ spyr Hamlet Dana- prins höfuðskel hirðfíflsins. Þankabrot um leikmennt nútímans Leikmennt hefur tekicS miklum breytingum á síðastliðnum árum og eftirtektarvert þykir að skil- millum harmleiks og gleðileiks, sem fyrrum voru glögg, mást óð- um út í verkum nútímaleikskálda. Þau skrifa tíðum hinar svonefndu „tragíkómedíur“, þar sem kvein- stafir og glettni hljóma yfir sæta- riðin á víxl eða harmleikurinn klæð ist skrautbúningi gleðileiksins. Okk ur veitist auðvelt að sjá og heyra breytingu þessa, en eigum fullt í fangi með að skilja, hvers vegna hún hefur orðið. Ýmsir spakvitr- ingar telja hana sprottna af mannfélagsmeinum nútímans, eink Lokaþáttur um af óttanum við gereyðingu atómsprengjunnar, sem þeir segja hafa mótað hugsunarhátt flestra í menningarlöndum veraldar. Óvissa og örvænting séu auðkenni hans, leikskáldin kvíðafull út af sam- borgurum sínum og hljóti að skrifa dapurleg verk um dapurlegt líf, sem afskræmir hlátur í grát. Ef til vill er skýring þessi ófull- nægjandi. Ef til vill má fekja ræt- ur ístöðuleysis og svartsýni til af- náms formála fyrir hegðun og hugs unm annsins. Trúarbrögð og fornar siðfræðikenningar eru nú látin sæta harðri gagnrýni, slík siðgæðiskerfi ráða ekki framar gerðum okkar, og allt leiðir þetta til óvissu og rótleysis og býður dapurleikanum heim. Æ ofan í æ skýtur að okk- ur þeirri hugsun, að líf mannsins sé stefnulaust hringsól um óravídd- ir geimsins, tilveran fánýti og lífs- | baráttan blindingjaleikur. Við erum | neydd til að sníða okkar eigin heimsmynd, eygja markmið 1 til- gangsleysinu, og aðstaða okkar nú er meginviðfangsefni ieikskálda, hvort sem þau kallast raunsýn, raunhugul ellegar firruskáld. En til er þriðja ‘skýringin, og ef til vill er hún hin eina rétta. Við- horf okkar til lífsins hafa breytzt, rétt mun það verá, en ekki vegna þess, að okkur skorti stuðning trúarbragða og hjálp siðfræðikerfa, heldur vegna hins, að við nöfum fundið nýtt siðalögmál í eigin hug- arfjdgsnum og breytum samkvæmt því, en ekki reglum, sem við tók- um í arf frá horfnum kynslóðum. Fyrrum þótti rétt að láta hamingju > sína, ef slíkt forðaði ærumissi eða var hlýðni við aldazgamlar siðgæðis- ' venjur Svo er ekki nú. Ef til vill veldur það agaleysi í samskiptum manna á meðal, en það veitir þeim eigi að síður rétt til að vera sjálf- stæðir í hugsun og háttum. Jimmy Porter, aðalpersóna í „Horfðu reiður um Öxl“, reynir að móta sér nýtt siðalögmál, er kynni að gefa lífi hans nýtt gildi Beatie, unga stúlkan í „Roois“ eft- ir Wesker, heldur, rð hún hafi fundið slíkt lögmál. Jimmy og Beatie hafa bæði sagt skilið við hefðbundnar skoðanir samtímans. í „Biedermann og brennuvargarn- ir“ kynnumst við góðborgara, sem fer vægast sagt flatt á því að trúa blint á gamlar siðgæðiskenningar. Persónur 1 „Sköllótta söngkonan" eftir Ionesco hafa tamið sér vana- bundig og „siðsamt“ líf 1 svo rík- ' um mæli, að þær bera engin ein- staklingsauðkenni og líkjast streng brúðum. Vladimir og Estragon, tveir umrenningar í „Beðið eftir Godot“, reyna gildi trúarselninga til þrautar og uppgötva, að þær eru lítið meira en innantóm orð og fáum styrkur í neyð. Pinter er einn hinna fáu nútímaleikskálda, sem láta félagsmál og trúmál lönd og leið í verkum sínum. Hann einbeitti sér að persónuverðleikum manna, einkalíf þeirra, og fæst við óveruleg vandamál daglegs lífs, einu vandamáhn, sem maðurinn á raunverulega í höggi við, að sögn Pinters sjálfs. Þjóðfélagsmál, er tekið hafa hug Osbornes og Wesk- ers fanginn, álítur Pinter einungis höfuðverk ríkisleiðtoga, þau baki almúgamanninum engar áhyggjur. Úrlausnarefni hans séu til að T t U I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 135

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.