Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Page 3
Nashyrningurinn er friðsamur sérvitringur, sem einung- is amast við þeim, er gerast honum of nærgöngulir. Af- kvæmið fylgir móður sinni jafnvel, þótt náð hafi full- um vexti. Dæmi eru um það, að ársgamall nasi.yrningur hafi varið deyjandi móður sína vikum saman fyrir ásókn gamma. Fuglar, sem lifa á sníkjudýrum í og á hörundi villtra dýra, vara nashyringana bezt við allri hættu. Húð þeirra er þrír desimetrar á þykkt, og sníkjudýr sækja mjög á þá. Þess vegna fara þeir í leðjubað á hverju kvöldi. Leðjan harðnar eins og steypa og veitir vernd. Indverski nashyrningurinn er á ferli um nætur. Á daginn sefur hann í kjarrinu. Villtist hann út á sléttuna, myndi sólarhitinn granda horum. Annars bítur fátt á hann. Maðurinn er nálega eini óvinur hans. Einu sinni réðust tvö tígrisdýr á særðan eða sjúkan nashyrning, en féllu sjálf í valinn. Allir nashyrningar helga sér land með saur sínum. Yfirráðasvæði sitt verja þeir af mikilli árvekni. Við- sjárvert er að slá tjöldum á landi þeirra. Lesmál: Arne Broman. Teikningar: Charlie Bood. Misbjóði enginn nashyrningnum, angrar hann ekkl heldur neinn. Fæða hans er laufgreinar og rætur. Akasíugreinar með nálhvössum þyrn um, sem nota má sem grammófón- nálar, eru kjörfæða hans. Þefnæmir og heyrnargoðir eru nas- hyrningarnir, en sá hængur er á, að þeir eru fjarskalega nærsýnir. Það hefur bjargað mönnum, að reiðir nashyrningar hafa villzt á manni á flótta og trjástofni. Um fengitímann heyja harðar sennur. Við kýrnar eru þeir ákaflega blíðir og láta ástúð sína i Ijós með því að reka hausinn mjúk- lega i þær. Stundum stiga þeir jafn- vel klunnaleg dansspor. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 435

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.