Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Blaðsíða 6
Skólavarðan i Reykjavík — þannig stóð 1934. Teikning Jóns biskups Helgasonar. ust kirkjuhöfðingjar sumir, sem andsnúnir voru þessum nýjungum, ekki lengur í móti mæla, er Guð- mundarnir hefðu sannfærzt, en forsvarsmenn andatrúarinnar töldu það mannlegra, að þeir kæmu sjálfir til þess að sjá og heyra, en dæmdu „ekki með sjón og heyrn Guðmundanna." í almæli var, að úti um allt land sæti fólk á síðkvöldum með fingur á glasi og leitaði kynna við annan heim, en margir færu dult með eins og spákonan í Emdor með kunnáttu sína. Hversu mikil brögð voru að þessu má ráða af frétta- klausu í einu blaðanna: „Úr einni sýslu landsins er skrif- að, að smiðir hafi þar ekki unc' an að smíða borð, sem ætluð eru til tilrauna.“ Haldi einhver, að háðshreimur hún á Skóiavörðuholti aiit þar til árið búi á bak við þessi orð, þá fer hann villur vegur, því að þetta var prentað í blaði, sem studdi ein- dregið þessi nýmæli. í einu héraði landsins kvað við tón, er prestum var gazt sízt að. í Þingeyjarsýslu var upp komin sú hreyfing, að bændur voru tekn- ir að mæla á harla veraldlegan hátt yfir moldum látinna vina, og þó þótti hitt enn meiri tíðindum sæta, að þar voru menn einnig farnir að gefa börnum sínum nöfn, án þess að láta prest ausa þau vatni og vígja þau anda helgum. Bóndi í Mývatnssveit orti heldur kerknislega um Batsebu og Davíð kóng, og meira að segja Maríu mey, og skáldið á Litlu-Strönd, Þorgils gjallandi mælti óþyrmilega gegn heiðingjatrúboði í Sumargjöf, iiti Bjarna Jónssonar frá Vogi: „í Jesú nafni hafa kristniboð- arnir unnið hvers konar hryðju- verk. Með hans nafn á vörum og með krossinn helga í merki sínu hafa þeir ráðizt á saklausa þjóð- flokka, brennt og brælt blómlegar byggðir, drepið fólkið unnvörpum, kúgað og pyntað, svívirt og saurg- að, rakað saman auð f jár og hrifs- að æðstu völdin með ránshöndum sínum. Ólafur digri skar tungu úr Dala-Guðbrandi, blindaði Hrærek, sveik fimim konunga og rak frá eignum og óðölum — þannig laun- aði sá kristniboði þeim fylgi sitt og liðveizlu. Spánverjar boðuðu kristna trú fyrir vestan haf, sviku, rændu og drápu saklausa þjóð, sem var menntaðri og betri en þeir sjálfir. Slík var boðun kristinnar trúar til forna. Nú fylgir þeim boð- skap undirferli, fjársvik, of- drykkja, kúgun og áþján. . . Meðan ég er sjálfum mér ráðandi og hef heilbrigða líkamskraftana, hirði ég ekki hót um það, þótt ég sé tal- inn heiðinn.“ Jóni prestaskólakennara Helga- syni blöskraði: „Hrottalegri sleggjudóm en þennan hef ég aldrei séð og býst ekki við að sjá hér eftir.“ Og svo hljóðbært varð trúleysið og andvaraleysið á íslandi, að Norð mönnum þótti sem þeir gætu ekki setið auðum höndum: „Oss leizt svo, sem vér yrðum að sjá þar ná- unga vorn sem íslendingurinn er — vegna neyðar hans.“ Akureyri var vitaskuld næst- stærsti kaupstaður landsins, og hefði engan grunað Iþá, að nöktum Kópavogshálsinum og stórgrýttu Kársnesinu risi bær, fjölmennari höfuðstað Norðurlands. Þar nyrðra sat Matthías á Sigurhæðum, og þótti orðið nóg um „það hrafnager af galandi greppum og suðandi Sand-Gvendum,“ sem fyllti landið í elli hans, þar var Magnús Einars- son söngstjóri, og þar var Arthur Gook, sem trúna kenndi. Svo að andinn og eilífðin máttu vel una þeirri þjónusfcu, er þau nutu. En jafnvel andagiftin er ekki ein- hlít. Hinn mikli vikingur hafdjúp- anna, hákarlinn, hafði lengi rennt stoðum undir veraldargengi Eyfirð- inga, en nú var gljáfagur smáfisk- ur, síldin, tekinn að venja komur sínar í Eyjaf jörð og bjóðast til þess að leysa hinn illvíga, gráa úthafs- fisk af hólmi og gera Norðlendinga ríka. Jafnvel Sæmundur á Hjalt- 438 T f M I N N — SUNNUDAGSBLA Ð

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.