Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Page 8
Ung, skartbúin stúlka, ef til vill Inga prestsdóttir á Þingvöllum — vatnslitamynd sem Disney Leith gerði. Dável þótti varið vera vænni hrúgu af peningum til að kenna að kókettera kvennaskólastúlkunum. Kvennaskólastúlkurnar aust- firzku þóttu líka hinir beztu kven- kostir. Ekki urðu þær það fyrir fjárveitingar frá alþingi, því að slíkan styrk hrepptu austfirzku kvennaskólarnir ekki. Þegar hér var komið, voru þeir úr sögunni, en hinar ágætu námsmeyjar voru orðnar húsfreyjur, sem orð fór af. Það einkenndi Austfirði, að þang að flyikktust fjöldi fólks af Suður- landi í sumarvinnu. Gvendur gajus, Jón sinnep og Sæmundur sífulli voru oft vígamannlegir, þegar þeir komu til hafnar eýstra á Hólum eða Ceres, og engu fýsilegra að verða á leið þeirra en andanna óhreinu í næturmyrkiri á Sprengi- sandi. Færeyingar lágu einnig við á Austfjörðum á sumrum, og Norðmenn höfðu enn hvalstöðvar fjórar í Mjóafirði, Eskifirði og Hellisfirði og Þjóðverjar hina fimmtu á Fáskrúðsfirði, en voru á förum til Falklandseyja. Það var líf í tuskunum þarna austur á fjörð um árið 1907. Á Húsavík var risin timbur- smiðjan Fjalar, og voru í smiðj- unni „nýjar og vandaðar smiðavél- ar, sem vatn hreyfir með túr- binu“, enda fengust þar húsgögn alls konar og hirzlur, amboð, kerr- «r og hjólbörur, hurðir og glugga- umgerðir. Þingeyingar létu ekki að sér hæða þá fremur en endra- nær. í Stykkishólmi hafði verið ráðizt í það að kaupa kaupstaðarlóðina af Samúel Riohter á tuttugu þúsund krónur, sem þá var drjúgur skild- ingur. Á þessum tíma víluðu menn ekki fyrir sér að hefja innfiutningsverzl un, þótt þeir væru dálítið kynlega í sveit settir. Snæbjörn Arnljóts- son á Þórshöfn flutti inn orgel handa tónelskum landsmönn- um, en meðal keppinauta hans var Einar Brynjólfsson við Þjórsárbrú. Bátavélar auglýstu þeir nafnarn- ir, Páll Torfason á Flateyri og Páll Bjarnarson á Presthólum, hvor í kapp við annan. Presthóla- Páll hafði einkasölu á íslandi á Truscott-vélum, sem gengu „skark alalaust“, en höfðu „vitanlega meiri kraft, væri hljóðdrepinn af tekinn“. Flateyrar-Páll hafði við- skiptasambönd sín í Ameríku og seldi Wolverine-vélar, sem ruddu sér til rúms „með amerískum hraða“. Gestur Einarsson Hæli seldi Alfa Laval-skilvindur og hafði einkaumboð á Suðurlandi. Á sumrin voru enskir ferða- langar oft á sveimi og fóru um land ríðandi með fjölda hesta og leiðsögumann. Sumir komu ár eft- ir ár. í þeim hópi var kunnust skozka skáldkonan Disney Leith, tíður gistivinur séra Jóns Thor- stensens á Þingvöllum. „The Thing vellir children" voru henni snemma hugstæð, og getur Ingu prestsdóttur með ástúð 1 bókum þessarar ensku konu. Disney Leith undi sér tæpast annars staðar en á íslandi, þegar sumra tók, og verð- ur ekki lengur tölu á það komið, hve oft farangur hennar var látinn á handbörur á bryggjum Reykjavíkur, þar sem árabátar skil uðu farþegum úr skipum á land, og borinn til gististaðar hennar. Disney Leith hafði bundið vin- áttu við marga íslendinga. En hún var einnig vel að sér um sögu þjóð- arinnar, og menn, sem uppi voru hér fyrir mörgum öldum, voru henni hugstæðir. Einn þeirra var Þorlákur helgi. Um hann hafði hún meira að segja ort kvæði, sem nefndist Jól í Skálholti. Þar er þetta erindi: Framhald á 454. siðu. 440 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.