Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Blaðsíða 9
1
ir að fara út í það, þótt kalt væri,
Þótt liðnir séu fjórir tugir ára
síðan ég átti búsetu í Meðallandi,
á andinn þar enn öðul sín að veru-
legu leyti. Og tíðförult er hugan-
um austur þangað. Þar brosa enn
balar og lautir og mosaþúfur, og
jafnvel flóð og fen eiga þar sínar
minningar.
Hinn víði, undrafagri fjallgarð
ur umlykur láglendið með þeim
tignarsvip, sem ekki glej'mist þeim
er séð hafa. Enn í suðri lemur
Ægir sandströndina, slétta og
svarta, þungum höggum, svo að
ómur berst upp til bæjanna, sem
þó eru allfjarri hamförum hans.
Oft sjást hvítfextar öidur líkt og
fjöll séu á ferð, císandi og hrynj
andi á víxl. Enn nokkra utar —
bak við brimgarðinn — er þjóðleið
kaupskipa og fengsælt fiskimið,
þar sem ógrynni auðs er aus ð upp
ár eftir ár frá ómunatíð. Þar hafa
einnig orðið óhöpp og geigvænleg
ir atburðir gerzt, sem naumast
gleymast þeim, er í nánd voru
eða tóku einhvern þátt í hjálpar
starfi.
Það var komið á seinni hiuta
góu árið 1911. Éljagangur hafði
verið um morguninn og mugga í
áttum. Um hádegisbil lébti sæmi-
lega til milli élja, svo að allvel
sást til hafs og fjalla. Að vanda
litu menn til hafsins, og hvað var
nú þetta? Um það bil í hásuðri
frá Steinsmýri að sjá bar óvenju
lega hátt á skipi einu, og við
fárra mínútna miðun sást, að það
mundi vera landfast.
Fljótlega voru hestar teknir frá
stalli og stigið á bak, og innan
stundar voru menn frá öllum
Steinsmýrarbæjum komnir suður
má Eldvatnsbakka gegnt Syðrifljót
um. Ekki þurfti lengi að bíða, ferju
maðurinn var kominn og reiðtygi
voru látin í bátinn og hestarnir
réknir út í vatnið. Þeir voru ótrauð
enda flestir vanir vötnum og volki.
Ekki leið löng stund unz allir voru
komnir yfir, og tafarlaust var hald-
ið áfram í átt til sjávar.
Nokkur broti eða illa heldur is
var á nokkrum hluta leiðarinnar
og alldjúpir farvegir eða graflækir
sums staðar. Samt sóttist leiðin
fljótt að hinu strandaða skipi, sem
var á Fljótafjöru. Seglskip var það
og öll segl niður dregin, nema
stórt toppsegl á framsiglu. Menn
sáust á gangi nokkru austar. Þeim
var fljótt safnað saman. Þeir voru
sjö. Skipið var skammt frá landi
og hallaðist lítið eitt. Lítill bátur
var rétt ofan við flæðarmálið.
Eftir bendingu skipbrots-
manna var farið að bátnum, og
ætluðu menn að færa hann lengra
frá sjónum. í öðrum enda hans
var dálítil fatahrúga. Einhver
hreyfði við þessu. Og nú bar ó-
venjulega sjón fyrir augu: Þarna í
þessari fatahrúgu lá kona. Ekki
hreyfðist hún, en var þó auðsjáa)i
lega lifandi. En fljótlega virtist
hún vakna af dvala og reis þá
upp.
Það mátti skilja, að allir skips
menn voru komnir á land. Ómeidd
ir voru þeir, en allir blautir. Frost
var vægt og þess vegna lítil hætta
á kali, og hreyfing hafði haldið
þeim sæmilega heitum. Konan var
allvel búin að flíkum en alblaut.
Ekki var henni mjög kalt nema á
fótum, því að sokkar hennar voru
þunnir. Einn íslendingur fór úr
ytri sokkum sínum. Þeir voru þurr
ir og þykkir, og var nú farið að
koma þeim á fætur konunnar.
Ekki gazt henni vel að þessari
hugulsemi og streittist nokkuð á
móti. En hér var ekkert slíkt tekið
til greina: í sokkana fór hún, og
var bundið um fyrir ofan kálfana,
svo að þeir færu ekki niður af
henni. (
Það gekk fljótt að koma öllum \
strandmönnunum á hesta. Handa
konunni var valinn stilltur hestur
og traustur. Stórt og gott loðskinn
— gæruskinn — var yfir hnakkn
um og svo vel um búið sem unnt
var. Treg var hún til þess að setj
ast 1 þetta hásæti, en hér urðu
aðrir að ráða: Sterkir armar Há-
varðs í Króki lyftu frúnni í hnakk-
inn án þess að hafa orð um. Svo
var maður látinn ganga með hlið
hestsins og studdi sá við henni, en
annar teymdi.
Auðséð var á svip og látbragði
frúarinnar, að henni líkaði ekki
sem bezt þessar aðfarir, og ekki
batnaði, þegar stór, kafloðin sauðar
gæra var breidd yfir bak og herð
ar og bundin yfir um hálsinn. En
bráðlega virtist henni skiljast, að
ekki var um illvilja einan að ræða.
Það sást þó einkum, þegar vatnið
í graflækjunum náði hestinum í
kvið — eða vel það — að henni
mun hafa fundizt betra að vera
uppi í hnakknum en niðri í bleyt-
unni. Miklu auðveldara var að fást
við karlana. Þeir virtust skilja
ástæðurnar betur. En valtir
voru þeir í sessi, sumri. Og
án óhappa og verulegra tafa
komust allir heim að Fljót-
um, þar sem heit mjólk, kaffi
og brauð var tilbúið handa þess-
um sjóhröktu mönnum. Og þótt
ekki væri vítt til veggja né há-
reist baðstofan, varð ekki vart, að
þrengsli böguðu hlýlegar móttök-
ur.
Frúnni útlendu var strax komið
í rúm og jafnskjótt fór einn karl-
inn undir sængina hjá henni. Sum-
ir hinna fóru í önnur rúm í bað-
stofunni.
Um þetta leyti var hreppstjór-
inn, Stefán Ingimundarson á Rofa-
bæ, kominn á vettvang. Hann tók
skýrslu af skipstjóranum. Til þess
hafði hann eyðublað, þar sem
spurningar voru prentaðar á ýms-
um málum, og átti að svara þeim
skriflega eins og við átti.
Þetta strandaða skip hét Babetta,
franskt seglskip með saltfarm. Skip
verjar voru sjö, auk konu stýri-
manns, sem hafði farið þessa ferð
sér til skemmtunar.
Nú var sendur hraðboði til sýslu-
manns, sem bjó 1 Vík í Mýrdal,
en hreppstjóri gerði þær ráðstaf-
anir, sem þurfti í bili, svo sem að
vista mennina og setja varðmenn
441
*
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ