Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Side 14
töku við kvikmyndir frá Heklugos-
inu nítján hundruð fjörutíu og sjö.
Eins og kunnugt er, tóku nokkrir
menn kvikmyndir af gosinu, þeirra
á meðal Ósvaldur Knúdsen, Guð-
mundur Einarsson og Friðrik Þor-
steinsson, svo og Árni Stefánsson
og Steinþór heitinn Sigurðsson.
Þessir menn allir náðu mjög merk
um myndum af gosinu. Svo kom
það í hlut okkar hljóðupptökufúsk
ara að hjálpa til að setja við mynd-
irnar talskýringartexta, og þá eiok
um við mynd Ósvaldar Kaúdsen.
Þetta var að sjálfsögðu ýmsum erf
iðleikum bundið á þessum árum,
en kom mér þó í snertingu við
kvikmyndina og færði mér heim
sannin um, hvers kvikmyndia er
megnug. Óðar fékk ég Jöngun til
að eignast tökuvél, og það varð
eins og fyrr getur um nítján
hundruð og fimmtíu.
Ég hafði einkum hug á að kvik-
mynda íslenzka náttúru og sýna
þvi fólki, sem ekki gefst tækifæri
til að ferðast og kynna sér landið
og hið fjölbreytilega líf, sera þar
getur að líta. Sem sagt: Ég viidi
færa brot af íslenzkri náttúru
heim til þessa fólks, og snemma
fékk ég þá hugmynd að kvikmynda
líf og háttu arnarins. En einnig
sneri ég mér að öðrum verkefnum.
Auðvitað var þetta allt unnið í hjá-
verkum, og að auki var erfitt að
afla þess hráefnis, sem til burfti.
Efnið var rándýrt og hátollað á
þeim árum, og er það raunar enn.
Það er nær ófyrirgefanlegt, sé
miðað við fræðslugildið, sem kvik-
myndir geta haft.
En fyrsta viðýangsefnið var sem
sagt laxaklak. Ég hafði mjög góða
aðstöðu við Elliðaárnar og náði at-
hyglisverðum myndum af fóstur-
stigum laxins. Kvikmyndin hlaut
nafnið „Laxaklak" og kom skömmu
síðar út í nokkrum eintökum. Hún
hefur verið sýnd í skólum og víðar,
meðal annars í sjónvarpinu, og
enn virðast sumir kaflar hennar
vekja athygli, þó nú sé margt með
tfortíðarsniði, sem þar er sýnt.
Væri gaman að geta fylgzt með
tímanum og tekið nýja kvikmynd,
þó ákveðnir hlutir í gömlu mynd-
inni séu enn í fullu gildi.
Um þetta leyti kom mér einnig
í hug að gera landkynningarkvik-
mynd, safna því saman, sem út-
lendingum þykir auðkenna ísland.
Ég bað Ferðaskrifstofuna um sam-
vinnu, en hún vildi lítið sem ekk-
ert sbipta sér af þessu tiltæki. Það
er nú einu sinni svo, að þem sem
hafa umsjón með íslenzkum ferða-
málum, hampa útlendingum og
vilja allt fyrir þá gera, en v;ð, þess-
ir litlu íslenzku karlar, við eigum
takmörkuðum vinsældum að
fagna. Hinir segjast fara með kvik-
myndirnar út í heim og kynna
landið, en við erum sagðir sitja á
okkar rassi og engum koma að
gagni.
Jæja. Ekki vildi ég gefast upp
og setti saman kvikmynd úr því
efni, sem ég hafði aflað mér á
ferðum um landið, og hlaut hún
nafnið „Highlands of Iceland“ eða
„Hálendi íslands“. Vildi ég bjóða
Ferðaskrifstofunni myndina til
kaups, en forráðamönnum ferða-
mála þótti hún allt of kaldranaleg,
og varð það úr, að við félagarnir
gáfum hana út á eigin kostnað.
Þessi kvikmynd hefur verið mikið
notuð, að því er mér er tjáð. Ut-
anríkisráðuneytið og sendiráð-
in eiga myndina, hún hefur komið
út í tuttugu eða þrjátíu eintökum
og þykir enn athyglisverð.
Kvikmyndin er einkum sniðin
fyrir útlendinga og sýnir að sjálf-
sögðu aðeins brot af íslenzkri nátt-
úru. Lögð er áherzla á andstæður
landsins, hitann og kuldann, ís og
eld. í myndinni eru engar tökur úr
byggð. Hún sýnir einungis háfjöll-
in, öræfin, hverasvæði og jökla.
Þessi mynd hefur sem sagt hlot-
ið góðar viðtökur erlendis, og mér
þykir mjög ánægjulegt að eiga
einhvern þátt í kynningu landsms,
þó stundum hafi blásið á móti.
Mjög dýrt er að gera kvikmynd,
og undir hælinn lagt, hvort nokkur
ábati verði af henni. Aðstaða ís-
lenzkra kvikmyndagerðarmanna er
slík.
— íslenzk kvikmyndagerð er
að mestu sjálfboðavinna.
— Já, það má segja það, og sök-
um þess sárnar mér stundum, þeg-
ar farið er lítils virðandi orðum
um íslenzka kvikmyndagerð, en
lofi dengt óspart á yfirborðs-
mennsku útlendinga, sem þykjast
geta gert íslendingum óborganlegt
gagn. Viljum við kynna okkar land,
þá tekst slíkt betur, ef við gerum
það eins og við viljum en látum
ekki útlendinga ræna okkur þessu
hlutverki. Ef til vill má segja sem
svo, að glöggt sé gests augað, en
í erlendar kvikmyndir slæðist oft
ýmislegt, sem mætti liggja í þagn-
argildi. íslendingar hljóta að túlka
sitt land manna bezt. Að minnsta
kosti fer vel á því að vita, hvað
borið er á borð fyrir útlendinga.
En við skulum ekki ræða þetta
frekar, enda hafa tímarnir breytzt
síðan ég gerði mína landkynningar
kvikmynd.
— Ög hvað gerirðu þá að lok-
inni landkynningu?
— Eftir þetta hélt ég áfram að
taka myndir ár hvert í öllum mín-
um frístundum eftir því sem efni
og ástæður leyfðu. Ég tók einkum
myndir af fuglum, og þó sérstak-
lega fylgdist ég með erninum á„
slóðum hans fyrir vestan. Úr þessu
efni hef ég svo gert tvær kvikmynd
ir, „Arnarstapa“ og „Fuglarnir okk-
ar“, en báðar þessar myndir hafa
verið sýndar í sjónvarpinu og við-
ar. í „Fuglarnir okkar“ sýni ég
eitthvað um fimmtán fuglategund-
ir. Ég reyni að lýsa lífi fuglanna
yfir vortímann, sýni þá sjálfa,
hreiðurgerð þeirra, varpið og ung-
ana.
— Hafa ekki sumir fuglar verið
erfiðir viðureignar?
— Ekki svo mjög. Hafi maður
þau verkfæri, sem fuglamyndun
krefst, má yfirstíga margan erfxð-
an hjalla. Þau eru svo sem ekki
gefin, þessi verkfæri, en áhugan-
um halda engin bönd.
— Og hvaða galdratæki viltu
nefna mér?
— Ég hef til dæmis afbragðs
góða linsu. Hún hefur fimmtán-
faldan aðdrátt og er undravert
verkfæri, dregur betur að en bezti
kíkir. Ég hefði ekki getað tekið
arnarmyndina, hefði ég verið án
þessarar linsu. Ég vildi ekki fara
svo nærri hreiðrinu.
En hafi maður slík „vopn“ og
nægan tíma til umráða, er tugla-
myndun í sjálfu sér leikur einu,
og það mjög skemmtilegur og
gagnlegur leikur.
En gætum að einu. Tækin
leysa ekki allan galdur. „Vopnið“,
sem mestu ræður, er þolinmæði.
Hana verður að stilla á óendanlegt.
— Þú hefur átt langar setur yf-
ir fuglahreiðrum?
— Já, og hið eina, sem dugir,
er að sýna meiri þolinmæði en við-
fangsefnið. Það er vel hægt og
það er leikur og það er gaman að
því. Það er næstum nautn að finna
sig geta náð þessum tökum á við-
fangsefninu.
Ég hef til dæmis setið í nám-
unda við þrastarhreiður, þar sem
ungarnir voru á ágætu og fallegu
skeiði, og ég náði prýðismyndum
446
TÍMINN — SUNNUDAGSBLAB