Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Side 18
lúta yfir ríslandi vatnið og þvo | vandlega andlit, hendur og fætur ; og ganga síðan berfættir inn í helgi | dóminn. Konurnar á torginu, þar sem ■ hannyrðir eru seldar, halda þó á- I fram að verzla. Þær eru með fall- egar töskur, þó að kannski séu þær slitnar og nokkuð sölnaðar, er þær geyma í peninga sína og nokkur egg, en að ferðamanninum ota þær ljótum töskum, sem litaðar hafa verið með anilíni. Töskuna sína láta þær aldrei fala, þó að í hana sé boðið, hversu gömul sem hún kann að vera orðin. Gegnum þessi gömlu og sérkenni legu hverfi liggja Líka þráðbeinar götur. Austurríkismenn létu ryðja brautir í gegnum þau, þegar þeir höfðu hertekið borgina árið 1878. Fjær eru skrauthýsi, sem ríkis- menn byggðu sér um hæðir og hlíðar, stórir og fagrir trjágarðar og grafreitir Múhameðstrúar- manna, þar sem leiðin eru mörk- uð hvítum steinsúlum. Á leiðum kvenna eru súlurnar sléttar, en á leiðum karlmanna er eftirlíking vefjarhatta á þeim að ofan. Þær hallast í allar áttir, og sumar eru svo sokknar í jörðu, að ekki stend- ur annað upp úr sverðinum en vefjarhötturinn. Á föstudögum, hvíldardögum Múhameðstrúar- manna, er fjöldi fólks í grafreit- unum að hyggja að leiðum ætt- menna sinna og venzlafólks, og allt fram til valdatöku Títós var kvenfólkið hjúpað svörtum klæð- um, svo að einungis sá í tinnudö'kk augun. Gamlar konur hafa jafnvel ekki kastað slæðunni enn, en ungu stúlkurnar, sem stundað hafa skóla nám og tekið þátt í félagslífinu, eru frábitnar slíkum klæðaburði. Skólaæskunni í Sarajevó verður tíðrætt um frelsi og hugsjónir, framfarir og menntun. Mæður þessa unga fólks höfðu aldrei kynnzt öðrum karlmönnum en þeim, sem þær uxu upp með á heimili sínu, þegar þær gengu í hjónaband, og þær höfðu aldrei berað karlmanni andlit sitt fyrr en eiginmaðurinn lyfti slæðunni. Til skamms tíma hefur það viljað við brenna, að ungir Múhameðs- trúarmenn í Sarajevó krefðust þess af konu sin’ni, þótt hún heyrði til hinni nýju kynslóð, að hún haldi sig innan múra heimilisis. En það er viðhorf, sem hlýtur að hverfa. Skæruhernaðurinn, sem Júgóslav- ar háðu gegn þýzku nazistunum og þeim hluta yfirstéttar heima- lands síns, er gekk þeim á hönd, brutu þau skörð í múrinn miili kynjanna, bæði meðal Múhameðs- trúarmanna og kristinpa manna, að ekki verður framar í þau hlað- ið. Börnin færðu skæruliðunum skotfæri og skilaboð, konur börð- ust við hlið karlmanna með vopn í hönd, hjúkruðu særðum og sjúk- um, tefldu á tvær hættur og fórn- uðu hiklaust lífi sínu eins og bræð- ur þeirra, eiginmenn og feður. í þessum hörmungum urðu allir jafningjar. Bilið milli trúarflokkanna minnk aði einnig stórum. Austurríkis- menn höfðu þann hátt á að veita hinum ríkustu ættum Múhameðs- trúarmanna atfylgi til þess að halda við auði sínum og nutu í staðinn fulltingis þeirra til þess, að kom>a í veg fyrir réttarbætur, sem fá- tækir leiguliðar, smábændur og daglaunamenn létu sig dreyma um. Nú starfa menn saman án tillits til þess, hvað trúarskoðanir þeir kunna að aðhyllast, jafnt í verk- smiðjum og á ökrum sem í þing- húsum og ríkisstjórn. En þó að hverjum sé frjálst að ganga í það musteri, sem hann kýs og tilbiðja drottin sinn að vild, er margt yngra fólkið trúardauft eða jafn- vel heiðið, þótt það sýni trúar- brögðum foreldra sinna alla virð- ingu. í fjallshlíðum við Sarajevó spretta sums staðar upp lindir í klettaglufum, og niður brekkurn- ar renna tærir lækir í gegnum lauf skóga. Slíkir staðir eru yndi og eftirlæti borgarbúanna, og stund- um sitja þeir þar á hlýjum kvöld- um og syngja angurværar þjóð- vísur. Við Banja Ilidsa eru brenni- steinsböð, sem kunn eru allt frá dögum Rómverja, og við þau reistu Austurríkismenn heilsuhæli, sem ríkt fólk sótti mjög í eina tíð. í einu gistiMsanna við Banja Ihdsa sváfu Frans Ferdínand erkihertogi og Soffía kona hans, síðustu nótt- ina, sem þau lifðu. Hertogafrúin, sem var ákaflega trúuð, hafði lát- ið breyta einu herberginu í íbúð sinni í gistihúsinu í kapellu, svo að hún gæti beðizt fyrir við æski- Iegar aðstæður. Úr þessu gisti- húsi héldu þau um morguninn til ráðhússins í Sarajevó. Ungur prent ari, sem hét Kabrinóvíts, varpaði sprengju að vagni erkiíhertogans, en hæfði ekki. Sprengjan lenti á bifreið, sem ók á eftir hertoga- vagninum, og særði tvo menn, sem í honum voru. Enn er á lífi gamalt fólk, sem var í ráðhúsinu, þegar erkihertog- inn kom þangað. Þar voru valda* menn borgarinnar saman komnir4 og allir reyndu að vera sem stim* mýkstir og auðsveipastir. Borgan stjórinn las ræðu af blöðum o| fjölyrti um það, hve hinir trúl þegnar erkihertogans hefðu þrál að sjá hann meðal sín. Erkiherto^ anum gazt ekki nema miðlungi vel að ræðu hins mjúkláta borgar* stjóra. Hann var mitt í fjálgri lýs* ingu sinni á því, hvílikur fagnaðar- dagur þetta væri, þegar erkiher- toginn gat ekki lengur hamið reiði sína. Hann kerrti sig í sæti sínu og hvæsti út úr sér: „Og þetta hyski tjáir fögnuð sinn með sprengjum.“ Þegar borgarstjórinn hafði loks lokið máli sínu, átti erkihertogiiin að lesa ræðu, sem hann hafði með sér í veganesti frá Vín. Liðsforingi úr fylgd hans rétti honum hand- ritið. En svo illa vildi til, að á það hafði sletzt blóð úr sárum mann- anna, sem urðu fyrir sprengjunni. Það var eftirminnileg stund, þegar erkihertoginn tók við blóðugum blöðunum. Allir vissu þeir, hvern hug borg- arbúar flestir báru til Austurríkis- manna. En nú var þeim þyngra í hug en oftast áður. Erkihertoginn hafði fyrir skemmstu látið hefja ögrandi heræfingar við landamæri Serbíu, og síðan hafði hann bætt gráu ofan á svart með því að velja sjálfan Vidovdaginn svokallaðan til þessarar athafnar í Sarajevó. Þann dag var orrustan við Kósóvó Polje háð árið 1389. Hann var þjóðhátíð- ardagur Serba. Og árið 1914 gátu Serbar í fyrsta skipti í fimm hundr uð ár fagnað þessum degi í Kósóvó Polje, því að þeir höfðu endur- heimt þennan gamla orrustuvöll úr greipum Tyrkja í Balkanstriðinu. Um alla Serbíu voru hátíðisdagur mikill með söng og dansi, og það voru einnig hátíðasamkomur í Bosníu og Hersegóvínu, því að það var von og draumur þess fólks, sem þar bjó, að það gæti einhvern tíma brotizt undan veldi Austur- ríkismanna og sameinað byggðir sína Serbíu. Andblær þessara tíma hefur hvergi verið betur lýst en í skáldsögu ívós Andrics, Brúnni yfir Drinu, þar sem fólk var hengt hópum saman eftir þá 450 TÍMIN N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.