Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Side 19
Sarajevó — hvolfþök og mjóturnar guðshúsa Múhameðstrúarmanna setja svip slnn á gamla bælnn. atburði, er urðu í Sarajevó þennan dag. Ekkert er sjálfsagðara en að sýna ferðamönnum, sem koma til borgarinnar, en staðinn, þar sem menntaskólapilturinn Gavríló Prin- cip stóð og erkihertoginn og frú hans féllu fyrir kúlunum úr byssu hans. Atburðurinn varð á göitu- horni við Miljakka, fast við brúna, sem nú er kennd við Gavríló. Erki- hertoginn var á leið frá ráðhús- inu. Liðsforingi í fylgdarliði hans hafði spurt yfirhershöfðingjann í Bosníu og Hersegóvínu, hvort gerð- ar hefðu verið svikalaust allar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar gætu talizt. Og yfirhershöfðinginn, Pótíórek, sem ekki hafði mikil kjmni af landsmönnum, svaraði drembilega: „Haldið þér, að borgin sé full af morðingjum?“ Vissara þótti samt, að erkiher- toginn æki ekki þá leið, sem fyrir- hugað hafði verið. Farin skyldi beinasta leið eftir árbakkanum. En fyrirmælin komust aldrei til manns þess, sem ók fremsta vagninum. Hann beygði til hægri hjá latnesku brúnni eins og upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Ökumaður erkihertogans fylgdi á eftir. Pótíó- rek yfirhershö/ðingi, sem sat fyrir aftan hann, sló á öxlina á honum og vakti athygli hans á því, að hann færi ekki rétta leið. Öku- maður stöðvaði farartækið beint fyrir framan Gavríló — einn sex TÍMINN — SUNNUDAGSfiLAÐ 451

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.