Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Page 2

Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Page 2
\ Úr Fáskrúðsfirði. Margt er breytt síðan á dögum séra Hjálmars. „Þú átt bara með þeim Ííðilegasta strák .. Séra iljálmar Guðmundsson, sem fyrst var prestur á Kolfreyju- stað og síðar á Hallormsstað, var einn hinna sérkennilegu og dynt- óttu klerka, sem af urðu margar sögur, er gengu manna á meðal áratugum saman og eru jafnvel enn í minnum, þótt hálf önnur öld sé liðin síðan þær gerðust. Voru söguefni næg, þar sem séra Hjálmar var, því að hann var eng- inn snyrtimaður í orðum né gerð- um og hinn mesti tiltektamaður. Barnafræðsla hans og kenning var skrítin að sumra dómi, enda fór hann þar sínar götur og hafði margt að iitlu, er aðrir kenndu af móði, en virti náttúruvísindin þeim mun meira, og var þar á undan mörgum samtiðarklerkum sínum. Á séra Hallgrími Péturssyni hafði hann litlar mætur, og Passíusálm- ana mátti hann helzt ekki sjá. Um sjálfan sig komst hann svo að orði, að hann væri „komplimentalaus skratti" og átti þá við, að hann hirti líitt um siði og kurteisisvenj- ur, og voru það orð að sönnu. Hagmæltur var séra Hjálmar, og orti til dæmis rímur um Þorstein viking. Mun honum hafa þótt kveð- skapur sinn allgóður, og kvað hann stundum við raust erindi úr Þor- steinsrímum á milli dúra á nótt- unni. Hafði hann fagra rödd og mjúka, þótt ekki væri öllum kær kveðskapur hans um nætur. Jafnan talaði séra Hjálmar blaða laust í kirkjunni, og þótt hann væri maður gáfaður, sló stundum út í fyrir honum í stói- ræðunum. Bar oft við, að hann tók dæmi af sóknarbörnum sínum eða öðru því fólki, sem kirkjugestir þekktu, bæði til lofs og lasts, og undu menn því misjafnlega. Ó- skírlífi var eitur í hans bein- um, og er svo sagt, að hann hafi gengið með Ijós um bæinn á Hall- ormsstað og gáð í rúm vinnuhjú- anna á síðkvöldum til þess að for- vitnast um, hvort enginn hefði skotizt á rnilli rúma á forboðinn hátt. Eigi að síður urðu tvær vinnu- konur hans vanfærar og þar á ofan dóttir hans sjálfs. Hefur þessi árátta séra Hjálmars ef til vill ver- ið af þvi sprottinn, að faðir hans, séra Guðmundur í Reykjadal, átti börn með eigi færri konum en sjö, auk eiginkonu sinnar, móður séra Hjálmars, og var honum um skeið bægt frá skóla fyrir slíkar sakir og síðan sviptur kjóli og kalli. 'Eitt hið frægasta dæmi um til- slettni séra Hjálmars við embættis- gerð er brúðarávarp hans í Kol- freyjustaðarkirkju haustið 1822, er hann gaf saman Indriða Hallgríms- son frá Stóra-Sandfelli og Ásdísi Jónsdóttur frá Kolmúla. Ásdís þessi var dóttir Jóns bónda Halldórssonar á Kolmúla og Guðnýjar Ilalldórsdóttur, konu hans. Árið 1817 átti hún barn með vinnupilti einum í Dölum, Arn- grími Jónssyni, ófermdum og ekki alls kostar frómum. Var Ásdís þá átján ára eða þar um bil. Þetta barn dó vikugamalt. Nokkrum misserum síðar varð Ásdís vanfær í annað sinn, og.síðla vetrar 1820 ól hún Arngrími annað barn. Sumarið 1822 var Ásdís þunguð í þriðja sinn, en að því sinni var barnsfaðirinn af öðru sauðahúsi en Arngrímur. Það var sem sé Indriði, er var vinnumaður í Kol- múla, sonur allgilds bónda i Skriðdal, Hallgríms Ásmunds- sonar í Stóra-Sandfelli. Þetta sama sumar andaðist Jón bóndi í Kolmúla, 03 nokkru síðar fór fram brúðkaup Indriða. Gaf séra Hjálmar þau Ásdísi sam- an við embættisgerð í sóknarkirkj- unni 22. september. Er það ein- kennilegt og óvenjulegt, að prest- ur var sjálfur svaramaðttr brúðar- innar, og má líklegt telja, að hann hafi hlutazt til um, að Indriði ætti Ásdísi, svo að hún yrði ekki lengur hneykslunarhella í söfnuð- inum, enda alsiða á þeim tíma, að ráðríkir prestar skipuðu fyrir um hjónabönd i sóknum sínum. Sjálfsagt hefur margt manna verið í Kolfreyjustaðarkirkju þenn an dag, og meðal annarra var þar Hallgrímur í Stóra-Sandfelli, faðir brúðgumans og svaramf,ður hans. Segir ekki af athöfninni fyrr en séra Hjálmar stóð fyrir altarinu alskrýddur og hóf að ávarpa brúð- hjónin. ril brúðarinnar mælti hann á þessa leið: „Þú ert af góðum ættum, og varla þó, því þó auður væri í Kol- Framhald á 910. slðu. 890 T I M » N N — SUN N UDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.