Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Page 3
Þegar trönurnar hefja sig til flugs suöur í heimi, er vor í vsndum á NorSurlöndum. Lengi spurSu menn sjálfa sig, hvaðan þær og aðrir farfuglar kæmu á vorin. Nú er það ekki lengur ráðgáta. Trönurnar hafa jl dæm- is vetursetu við Níl, þar sem hiti er nægur á vetrum. Það var danskur kennari, sem fann upp á því að merkja farfugla. Hann setti hring með heimilisfangi sínu um ann- an fótinn á fáeinum störrum. Seinna barst honum bréf frá Englandi með þeirri vitneskju, að starrarnir hefðu komið þar fram. Nú hafa menn merkt milljónir fugla. :«\<nWm+h*h Lævirkinn kemur til Norðurlanda f marzmánuði, maríuelran birtist við hús og bæi á íslandi í april. Land svalan, sem ekki sést hér nema stöku sinnum, er í Suður-Afríku á vefrum og er tvo mánuði á ferða- lagi, áður en hún kemst á sumar stöðvar sínar á norðurhveli. Það hefur verið mikil ráðgáta, hvernig fuglarnir rata þær óraleiðir yfir lönd og höf, sem þeir fara tvisvar á hverju ári. Sennilega hafa þeir mið af sólu. En gaukurinn, sem heldur af stað frá Afriku að næturlagi, hlýtur þá að stýra eftir stjörnum. Minni fugla er ótrúlegt. Smáir og og stórir leita iðulega uppi gömiu hreiðrin sin ár eftir ár, og allir koma farfuglarnir aftur á bernsku stöðvarnar sínar, ef þeir halda lífi og stormar hrekja þá ekki af leið á löngu flugi þeira landa á milli. T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 891

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.