Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Blaðsíða 4
Fararstjórar og bílstjórar i írlandsferSinnl: Þóroddur, HörSur, Árni, Jakob, Eglll og Jón. Ljósmynd: Helgi R. Gunnarson. Þóroddur Guómundsson: Hafnfirðingar á fcrð um Irland Um Kumarmálin síðustu hringdi ólafnr Þ. Kristj'ánsson skólastjóri i imig og fór þess á leit, að ég yrði einn af leiðtxiguim ferðar, sem fyrir- huguð veeri á vegum Piensborgarskól- ans til írlands daganá 22.—31. maí, ofi væntanlegir gagnfræðingax færu sór til fróðleiks og skemmtunar. Ég 'bað um frest. En þegar sikólastjór- inn itrekaði tilmæli sdn fám dögum síðar, lét ég til léiðast. Ég hafði divalizt á írlandi nálega sex mán-uði samfileytt fyrir átján árum og var því dálJtið kunnugur landi og lýð. Auk þess voru væntaniegir þátt- takendur í íörinni mór að góðu ikunnir, og ég kveið þvj ekki sam- vistum við þá. Loks var ekki laust við, að ég hlakkaði til að heimsækja aftur fornar slóðir. Margt óvænt gerðist í þessari för, og undantekningarlaust mér til hinn- ar mestu ánægjoi. Samstarísmenn min ir, fararstjórar og leiðbein-endur, reyndust svo skemmtilegir menn, að mig hafði varla órað fyrir, að þeir ættu slákt til, gagnfræðingarnir ungu með þeim beztu kostum, sem ungt fólk má prýða: gæddir fróðleiksfýsn, gamansemi og samvinniuiþýðieik, og bílstjórar leiðangursins með þeim ágætum, að á betra varð ekki kiosið. H;já þeim fór saman kurteist og prúðmannlegt viðmót, kunnátta í landafræðd, sögu og atvinnuháttum írlands og einstök hjálpfýsi, sem reyndist ferðaíólkinu alveg idifsnauð- syn, ef förin ætti að heppnast. Er mér þvd ekki aðeins Ijúft heldur og skylt að segja frá henni opinberlega. Þátttakendur voru alls G9: 63 gagn- frœiðmgar, fjórir af kennurum skól- ans og frúr tveggja þeirra, en á sfðaet nefnt fólk mátti allt llta sem leiðbeinendur og um leið félaga hinna ungu gagnfræðinga. Skulu þau því öll kynnt fyrir lesendum. Fyrst skal nefna Hörð Zóphoníasson, yfir- kennara, þéttan mann á veili og þéttan i lund. Hann mætti kallast aðalfararstjóri. Með honum var hús- freyja hans, Ásthildur Ólafsdóttir, Þ. Kristjánssonar, skólastjóra. Arni Einarsson var Harðar önnur hönd um margt, enda vel að sér í enskri tungiu og iþróttum, Árna til stuðn- ings og ánægju var frú hans, Jakob- ina Elísabet Björnsdóttir. Þriðji leið- toginn af körlum til var Egill Stramge, vökull maður og vel að ílþróttum búinn. Undirritaður var hinn fjórði. Mætt var á Hamrinium við Flens- borgarskóla mánudaginn 22. maí klukkan 8 að morgni og haldið fljót- lega af stað i fcveiim vögnum áleiðis til Keflaviikur, en þar var stigið upp í Loft'leiðaflugvél, sem flaug beina leið til Dyfdinnar. Sól skein í heiði yifir íslandi, unz það var kvatt og fiugfari'ð Lyfti sér ofar skýjum. En rigning var og þokudoft á Eyjunni grænu, þegar þangað kom eftir eitt- hvað þriggja klukkustunda flug. Tveir prúöm annlegir bílstjórar biðiu hópsins við Dyflinnar flugvöll með ökutæki sín og óku fólkinu á farfuglaheimilið Morehampton-hús, þar sem gisting hafði verið ákveðin. FYRRI HLUTI 892 T I M i (M N — SUNNUDAUSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.