Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Qupperneq 8

Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Qupperneq 8
 iftur á bak, en sterkan mann þarf tð fá til að halda um ökla þess, rr freistar, ef hann á ekki að hrapa til jarðar. En launin eru, sem sagt, inikil: ódauðleg maelskulist. En auk raælskunnar, hefur verið sagt, að rnenn öðluðust lífslán og frama við tnertingu steinsins, eins og skáldið t’rancis Sylvester Mahony frá Cork lætur sina frægu persónu, Föður Prout, komast að orði í vísu þessari: „There is a stone that whoever kisses, Oh! he never misses to grow elo- quent. ‘Tis he may clamber to a ladies1 chamiber, Or become a member of parlia- ment.“ En þetta mundu nú vera ýkjur, cein skáldið bætti við þjóðsöguna um i.-eiiáan fornhelga stein. Flensborgurum gekk yfirleitt vel i 'ð, sigrast á fyrrnefndri þraut, þeim Lcin reyndu, enda þaulæfðir í hvers Uonar líkamsmennt. Hins vegar varð cin unga stúlkan fyrir því óhappi að Blarney-kastali. missa forkunnargóða myndavél efst úr kastalanum niður á jörð. Þegar að var komið, sást, að hún hafði öll mulizt mélinu smærra. Hádegisverður var etinn í helzta veitingahúsi borgarinnar, hin ágæt- asta máltíð og vel fram reidd, sam- fellt borð fyrir alla í ferhyrning, leiðbeinendur og bílstjórar við eins konar háborð. Yfirþjónn gekk á milli til að líta eftir, að allt færi vel fram. Hann kom til mín, þangað sem ég sat, og talaði við mig góða stund milli rétta, lét þess meðal ann- ars getlð, að þar hefði nýlega kom- ið íslenzkur söngkór (frá Keflavik) og getið sér hið bezta orð. Að lokinni máltíð dreifðist hóp- urinn. Flestir fóru að verzla. Sá, er þetta ritar, hafði þó fremur hug á öðru fyrst: að iíta á listasafnið í Oork. Jakob ók mér langleiðina þang að og vásaði mér á það. Sem ég kom inn, virtist fara fram viðgerð á húsinu, en þó voru safngripir til sýnis, ókeypis. Einkum vöktu athygii mina myndir úr þjóðlífi og af sjálf- Stæðislbaráttu íra. Minnisstæðastar urðu mér tvær myndir: Á fiskimark- aðinum, eftir Soirle Mac Cana, og Suðunbyggjar (Men of the South), stórt málverk af brynjuðum her- mönnum með byssur, eftir John Keating, enda hafa Corkbúar löng- um þótt harðir í frelsisbaráttu þjóð- arinnar og gæddir miklum frjáls- huga. Hefur Cork því stundum ver- ið nefnd Uppreisnarborgin, og þyk- ir bera það kenningarheiti með réttu. Með endurvakta frelsisást í hjarta hvarf ég aftur á vit samtímans og daglega lífsins. Varð mér nú geng- ið inn í nokkrar verzlanir, meðfram í þeim tilgangi að kynnast ofurlítið tfólkinu, þvl að hvergi hefur mér fundizt betra tækifæri til þess á stuttri stund en með því að verzla við það, og þóttu mér tvær smáibúð- ið álitlegastar. Önnur hafði föt á boðstólum. Þar gerði ég ekki aðeins atfbragðs verzlun, heldur voru og þeir menn, sem ég skipti við, svo alúðlegir og blátt áfraim, að slíkri Framhald á 910. síðu. „There is a stone that whoever klsses, he never misses to grow eloquent". Og þessari stúlku tókst aS kyssa stelninn á réttan hátt, svo aS ekki bregzt mœlskan hennl. L|ósmynd: Helgi R. Gunnarsson. 896 / T t «1 » M N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.