Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Page 10
undsbjartan herramanninn. Þa?5
gildir að kenna þeim mannasiði.
En fellum þetta tal um úti-
göngubörn og lítum inn í skóla
i bænum Mamelódi. Þegar við kom
um inn í beztu bekkina, sjáum við
fjögur börn sitja við öll borð, enda
þótt þau sóu ekki ætluð nema tveim
En þetta er hrein hátíð. í öðrum
bekkjum eru ekki einu sinni borð
handa nemendunum — ekkert
nema bert sementsgólfið. Á því
liggja börnin á hnjánum með náms
gögn sín á gólfinu og hafa í skásta
lagi pappírsspjald undir sér í vetr-
arkuldum. jGólfin eru þakin börn-
um í þessum stellingum, enda eru
stundum upp undir hundrað, sem
kennt er samtímis. Áttatíu til níu-
tíu er algeng tala í bekk. Laun
kennaranna í þessum fyrirmyndar
skóla eru um tólf hundruð krón-
ur Lslenzkar á mánuði.
Varla þarf að geta þess, að skól-
ar hvítra barna í Suður-Afríku
eru ágætlega búnir, og kennarar
þar dáivel launaðir. Til barnaskóla
hvíta fólksins í landinu er veitt
tíu sinnum hærri fjárhæð en til
skóla svarta fólksins, sem þó
er miklu fjölmennara og þar að
auki miklu barnfleira. Síðan er
bað notað sem dæmi um vanhæfni
varta kynstofnsins, að ungviðið
mannist ekki við skólagönguna né
öðlist þekkingu i s'kólunum á borð
við hvítu börnin.
Efri myndin: Níutíu nemendur í bekk án borða og stóla. — NeSri myndin: Kóf-
sveittur nemandi, sem streitist við að fylgjast með því sem kennarinn segir.
898
TtniNN - SUNNUDAGSBLAÐ