Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Page 12
Leirá i Leirársveit.
Ljósmynd: Páll Jónsson.
1.
Það er kunnara en frá þurfi að.
segja, að minningarnar taka að
sækja fast á suma menn, þegar
aldur færist yfir þá. Þess vegna
verða til ævisögur og æviminning-
ar, sem tengja saman fortíð og nú-
tíð, og er það vel. Jafnvel einn
dagur getur leitað svo á hugann,
að löngun til þess að minnast hans
knýi til frásagnar. En aðdragand-
inn að því, sem gerðist á einum
degi, getur oft verið nokkuð lang-
ur.
Sumardagurinn fyrsti árið 1905
var hinn fegursti fyrsti sumardag-
ur, sem ég hef lifað, að mér finnst,
með sólskin og sunnanblæ og
grænkandi haga, sóleyjar í varpa
og ilm úr jörðu. Sumargestirnir
voru að koma hver af öðrum sunn-
an yfir höf og í þann veginn að
hefjast sú sinfónía, sem lífið á
dásamlegasta — sjálfur lifsóður-
inn. Og næsta sunnudag var hátíð
lífs og fagnaðar, því að þetta ár
voru sumarpáskar.
Eftir fagurt vor kom gott og
gjöfult sumar — bjargræðistíminn
eins og þá var sagt með réttu.
Þetta var að vísu tími mikiis erf-
iðis, sem ekki myndi nú þykja
forisvaranlegt. Bændur, sem
bjuggu á fjórum jörðum þurftu
að hafa mörgu fólki á að skipa,
vinnuhjúum og kaupafólki, eink-
um ef hlunnindajarðir voru. Þetta
voru hin stóru og mannmörgu
heimili, sem rómuð hafa verið í
sögum.
2.
Ein slíkra jarða var höfuðbó'ið
Leirá í Leirársveit. Þar höfðu um
aldir búið höfðingjar og ríkisnr ’ -,
sem jafnan höfðu margt fóik á
vist með sér eins og jörðin t-
heimti, ef hún átti að nýtast að
fullu. Skal nú leitast við að i 'sa
þvi, hversu til var háttað á I ■’-á
á þessum árurn og lengi síðr r
Húsaskipan á Leirá var svo bátt-
að á þessum tíma, að ibúðarhús
var úr timbri, ailstórt að þá þótti,
járnvarið og með brotnu þaki, sem
mig minnir, að væri lagt hellum.
Norðan við það var geymsluskúr,
og þar mátti kirkjufólk hafa sokka-
skipti á messudögum. Rétt þar fyr-
ir austan var torfhús allmikið,
sem kallað var eldhús, og voru
þetta leifar ai gamla torfbænum.
Austan við þetta garnla hús var
900
1 I tt < \ M - SllNM«JI)/\<iSBt.AÐ