Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Side 13
Leirá fyrir tæpum hundrað árum. Húskumbaldinn, sem stendur einstakur, mun
vera skólahúsið, sem Þórður Þorsteinsson lét byggja og síðar var þinghús sveit-
arinnar. Gafl eldhússins, sem skýldi mönnum á uppboðsdaginn vorið 1906, er yzt
til hægri.
lítill hesthúskofi — þar var hest-
ur prestsins ailtaf hýstur. Austan
þessara húsa 'var fjósMaða, sem
tók fjögur hundruð hestburði, og
vestan undir ijienni skúr, jafnlang-
ur. Þessar byggingar voru úr
timbri og járni. Austast var svo
fjósið, er enn var torfhús á þess-
um tíma.
Leirárland er geysilangt og nær
allt frá Laxá í Leirársveit inn á
miðja Skarðsheiðj eins og vötnum
hallar og jaðrar bæði við lönd
jarða í Skilmannahreppi og Skorra-
dal. Er landslag og gróðurfar með
ýmsum hætti á þessu flæmi, og
verður ekki frá því greint hér.
Heimaland járðarinnar er lág-
lend flatneskja austan Leirár, sem
er lítil bergvatnsá, er á upptök
sín á miðri Skarðsheiði, venjulega
tær og fögur, en getur orðið að
skaðræðisfljóti með jökullituðu
vatni. Túnið á Leirá var meðfram
ánni, langt og frekar mjótt og
heldur jarðgrunnt, hvergi slétt, en
ekki heldur stórþýft. Mun það
hafa gefið af sér um fjögur hundr-
uð hestburði af töðu. Austan við
túnið tók við votlend mýri, sem
kölluð var Kirkjumýri, og var hún
ekki slegin að jafnaði, enda ekki
sérlega grasgefin. Þar fyrir austan
og suðaustan voru svo engjarnar,
Leirárlækirnir — gulstararengi,
sem aldrei brást — ,en vallendi,
þegar neðar dró og nær Leiránni,
sem lækirnir falla í og nefnast þá
Leirársíki.
Þetta gefur litla hugmynd um
höfuðbólið Leirá, enda hefur fátt
verið nefnt af Leiráreigninni. Und-
ir heimajörðina og landfast að
henni lágu þrjár jarðir eða hjá-
leigur, Melkot, Hávarsstaðir og
Hrauntún og voru þó fleiri áður.
Auk þess fylgdi henni hálfur
Svangi í Skorradal er nú heitir
Hagi. Engjaland ágætt, svokallað
Lögmannsengi. heyrði eigninni
einnig til, talið gefa af sér tvö
hundruð hesta heys. Það er oddi
gengt Hávarsstöðum milli Neðra-
Skarðsár að vestan og Rauðalækj-
ar að austan. Varpey, sem allgóð
þótti á þessum árum, vestarlega 1
Leirárvogum, fyigdi Leirá einnig.
Hét hún víst Akurey að fornu, en
heiur iengi ávallt verið nefnd Leir-
árey.
í Leirárey var alltaf höfð kona
á vorin til þess að hirða um varp-
ið, og hafði hún jafnan ungiing
með sér, því að ekki þótti dælt
fyrir eina manneskju að hafast við
í eynni að sögn gamla fólksins.
Æðaregg voru sótt einu sinni í
viku, að mig minnir, og voru þau
flutt heim í skrínum, líkum rjúpna
skrínum, einn hestburður í hverri
ferð. Heyskapur var þarna einnig,
og var heyið allt flutt heim, þótt
langt væri. Á haustin voru líf-
löm'b látin í eyna, og gengu þau
þar fram á jólaföstu. Þetta mun
hafa verið ævaforn siður. — í
Leirárey er fagur og þróttmikill
gróður og grasaval, sem hvergi
þekktist annars staðar sunnan
Skarðsheiðar.
Laxveiði var mikil í LáXá, og'
var það ádráttarveiði í keri und-
ir Laxfossi. Var veiði þessi fast
sótt, því að farið var í ána á hverj-
um degi, ef hún þótti væð._ Tvo
menn þurfti til þessa starfs. Auk
þessa gat verið mikil veiði í Leirá,
sem rennur meðfram túninu eins
og áður sagði. Hún var stundum
bóksfcaflega full af fiski, mest
stórurriða, einkum seinni hluta
sumars eða þegar kveikja tók í
vötnum. Nú sést þar ekki branda
— svarfcbakurinn hefur séð fyrir
þvi.
3.
Kirkja er á Leirá, og hefur hún
íjálfsagt verið reist þar mjög
snemma á öldum eins og á flest-
um höfðingjasetrum. Sú kirkja,
sem þar stóð á þessum árum, var
timburkirkja, og var hún á sama
stað og núverandi kirkja, er byggð
var 1R14, eftir að hin var rifin.
Þetta hús mun hafa verið viðlika
stórt og kirkjan er nú, en miklu
fallegra guðshús. Hvelfingin var
blá og skiptu hvítir listar henni
í reiti, sem voru um fimmtíu senti-
metrar á hvorn veg. í hverjum
reit var gyllt stjarna. Upphækkun-
in í kórnum var bogadregin, sömu-
leiðis gráturnar. Predikunarstóll
stóð fyrir miðju. Bekkir kirkju-
gesta voru með öðru sniði en
venjulegast var: Þeir gengu ekki
beint út frá kirkjuveggnum. haid-
ur voru bogmyndaðir, svip-
að og kórinn. Hafi kirkjan
staðið i kirkjugarðinum þegar
Jón Thoroddsen var jarðað-
ur, þá hefur Þórður Þor-
steinsson látið reisa þessa kirkju
þarna og ekki með neinum kot
•ungsbrag. En eigandi Leirár átti
einnig kirkjuna, þar til söfnuður-
inn tók við henni árið 1914, eigna-
lausri með öllu. Kirkjugarðurinn
á Leirá er í túnjaðrinum, um þrjá-
tíu metra austan við kirkjuna og
sunnan gömlu heimreiðarinnar. En
svo votlent var þarna, að ekki var
unnt að taka grafir vegna vatns-
elgs, og hefur það ráð því verið
haft að hækka garðinn upp, sem
næst því er nemur dýpt grafanna.
Finnst mér það því nokkurri furðu
sæta, ef kirkjan hefur staðið í
þessum garði, er alla tíð hefur ver-
ið haft svo mikið fyrir að hlaða
upp. Heyrði ég aldrei neinn á það
minnast, og þekkti ég þó nokkuð
margt fólk, sem mundi Jón Thor-
oddsen. En Steigrímur prófess-
or Þorsteinsson segir í riti sínu
um Jón Thoroddsen, að hann hafi
verið grafinn sunnan við kirkju-
vegg.
T I M I N M - Sl/NNUDAGSBLAfc
901