Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Page 15
ÓLAFUR JÓNSSON
EGGERT OLAFSSON
EGGERT GÍSLASON
— hreppstjórinn glaðlyndi og kempu- — forsöngvarinn og uppboðsskrifarinn — Leirárgarðabóndinn, sem trúað var
legi á Geldingaá.
frá 'Hávarsstöðum.
fyrir áfengisveitingunum.
ir freðna jörð, og vestanáttin þeytti
snjóðljum yfir landið. Og þess
varð langt að bíða, að vorið kæmi
að því sinni.
Margt bar til tíðinda þetta vor,
þótt fréttir bærust ekki með svip-
uðum hraða og nú. Almennt hey-
leysi varð, þegar kom fram i apríl-
mánuð, en þó var sú bót í máli,
að búpeningur var sagður í góð-
um holdum, og var það þakkað því,
hve heyin frá sumrinu áður voru
góð. Símalagning var fyrirhuguð
eftir landinu endilöngu á sumri
því, sem i vændum var, og þótti
það mörgmn uggvænleg fyrirætl-
un sökum kostnaðar og skulda
söfnunar, þótt fleira kæmi
til. En ekki er láand; því
fólki, sem fátæktin hafði
hrjáð alla ævj þess, þótt því
stæði meiri stuggur af skuldumi
en flestu öðru.
8.
Það er ekki gaman að þurfa
að selja stórt bú og margar skepn-
ur á hörðu vori í tvísýnu útliti.
En þetta varð nú að gerast. Allir
vissu, að fyrir dyrum stóð uppboð
á stærsta búi sveitarinnar, að
Leirá, — og það fyrr en seinna.
Þar var nú orðið nálega heylaust,
og uppboðið Var því ákveðið og'
auglýst fimmtudaginn 3. maí. Allt,
sem við kom búskapnum, átti að
seljast, ,bæði dautt og lifandi"
eins og það var orðað því að ekkj-
an, Guðný Stefánsdóttir, ætlaði að
flytjast út á Akranes með börn
sín og setjast þar að.
Eitthvað heyrðist talað um, að
sýslumaðurinn, Sigurður Þórðar-
son í Arnarholti, ætlaði sjálfur að
halda uppboðið. En af því varð þó
ekki af einhverjum ástæðum, sem
ég man ekki glöggt. Hann fól
hreppstjóranum. Ólafi Jónssyni
á Geldingaá. að standa fyrir því.
Mikinn undirbúning þurfti af
hálfu eigendanna til þess, að upp-
boð á stórbúi gæti farið fram. í
fyrsta lagi varð að smala saman
öllu því, sem átti að selja, og
koma því á einn stað. Því næst
varð að raða því í númer, sem kall-
að var, og gera það sem haganleg-
ast. Öðru máli var auðvitað að
gegna með skepnurnar — menn
gengu á miili húsanna, þar sem
þær voru geymdar. í öðru lagi
varð að halda uppi veitingum. Kaffi
og brauð varð helzt að vera á borð-
um allan uppbóðsdaginn, ef mynd-
arlega skyldi veitt. Svo var það
brennivínið. Á þessum árum var,
held ég, ekkert uppboð haldið,
hversu lítið bú sem selt var, svo
að ekki væri séð um, að gnægð
brennivíns væri til reiðu, og
spruttu oft af því skrítnar sögur.
Uppboðsdagur sá, sem auglýstur
hafði verið, fimmtudagurinn
3. mai, rann upp. Veðri var svo
háttað þennan vormorgun, að loft
var alskýjað og harla þungbúið,
vindur af norðri, þótt ekki væri
hvasst framan af degi, frost nokk-
urt og veðurútlit allt ótryggilegt.
Bændur gengu að morgunverkum
í fyrra lagi og höguðu flestu líkt
og á vetri væri. Þeir háruðu án-
um sínum, þótt heystabbarnir
væru margir orðnir smáir — fyr-
ir löngu var hætt að gefa kúnum
ábæti. Síðan tygjuðust þeir til
ferðar. Sumii fóru gangandi, þótt
þeir ættu alllanga leið að Leirá,
en aðrir, einkum þeir, sem lengst
áttu að fara og meira máttu sín,
komu ríðandi. En „á aksjón“ fóru
aliir bændur og flestir aðrir, sem
vettlingi gátu valdið. Það var þó
ætíð upplyfting og jafnvel nokkur
skemmtun, þrátt fyrir allt. Á til-
settum tíma var allmikill mann-
fjöldi saman kominn á uppboðs-
staðnum. Var þá veður talsvert
tekið að harðna.
TÍMINM - SUNNUUAGSBLAfi
903