Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Page 5
JÓLAHUGLEIÐING
í viðtalsformi
Jólin nálgast. Þau eru hlýr og
bjartur áfangastaður á silalegu
þrammi okkar gegnum drungalegt
skammdegið. Aðventan líður svo
hratt hjá fullorðna fólkinu, að vet-
urinn styttist um marga daga. Áð-
ur en varir erum við komin í spari
föt og setzt við svignandi krása-
borð, alsæl út í hvern taugarenda.
Við sendum ástúðarþakklæti í
huganum til guðs og Jesú og
Maríu. Okkur þykir vænt um þau.
Auðvitað erum við ekki að hrósa
otkkur atf því, það er ekki erfitt að
elska verur, sem eru jafnlangt i
burtu. Engin hætta á því, að þær
geri til okkar óþægilegar kröfur.
En gæti ekki verið gaman að
bregða björtum geislabaugi á ein-
hverja, sem eru ofurlítið nær?
Eiga þau María og Jesúbarnið ekki
systur og litla bræður hérna niðri
á jörðunni hjá okkur? Jú, víst eiga
þau það. Sum eru meira að segja
eingetin eins og Jesúbarnið.
Já, eirtgetin. Er barn einstæðrar
móður ekki í ytri tilvikum jafn-
gi'lt eingetnu barni? Faðir, sem
gist hefur móður þess nokkrar
nætur, en flýgur síðan burt og
sést aldrei meir, gætum við ekki
orðið sammála um, að hann sé
engill með boðskapinn: Sjá, þú
munt son fæða, vina mín. Eða
litla telpu.
Slíkur faðir vill barninu vel, en
hann er ósýnilegur. Eins og með
engla. Hann skiptir sér ekki af
neinu, en í hugskoti barnsins er
hann lukinn ástúð. Eins og engili.
En tæknimenningin hlífir ekki
eingetnaði fremur en öðrum ytfir-
náttúrlegum fyrirbærum. Hin
fræga „pilla“ mun eflaust for-
myrkva margar boðanir. Eins og
það hlýtur þó að vera miklu giftu-
drýgra að eiga eitt barn með rétt-
um engli en fjögur eða fimm
með röngum manni.
Eitt kvöldið fékk ég undarlega
heimsókn. Það voru þrjár konur
sem ekki vildu segja mér sín
réttu nöfn.
— Kallaðu mig Guðríði, sagði
sú fyrsta.
— Mig Sigríði, sagði önnur.
— Mig þá Jóríði, sagði þriðja,
Þessar konur áttu samtals þrett
án börn. Þær Köfðu allar gifzt
ungar og verið óheppnar.
G: Maðurinn minn drakk í tvo
mánuði af hverjum þremur.
J: Ég var átján ára. Hann var
glæsilegur, maðurinn minn, og
lofaði að bera mig í fangir.u yfir
allar torfærur.
S: Ég hætti að umganáast vin-
konur mínar. Ég vildi ekki láta
þær sjá, hvernig komið var.
G: Börnunum þótti samt vænt
um hann. Á jólunum brást ekki,
að hann væri fullur. Þau hlúðu
að honum, breiddu yfir hann sof-
andi, og settu gjafirnar við hlið-
ina á honum.
J: Meðan við vorum gift,
fannst honum börnin alltaf vera
fyrir. Á frídögum svaf hann eða
fór með mig eina í bíitúr. Síðan
við skildum kemur hann oft að
sækja þau, og hann vill gefa þeim
allt, sem þau biðja um núna.
S: Þegar móðurinni líður illa,
bitnar það oft fyrst og fremst á
börnunum. Það eru þau, sem hún
umgengst mest.
......Hið andstæðukennda við
hjónaband, segir danskur rithöf-
undur, er, að þessi samningur á
að vera þjóðfélagsleg hamingju-
trygging fyrir börn, þótt grund-
völlur hans sé óraunsæ ástarvíma.
Sambærilegt væri að spenna tvær
turtildúfur fyrir jeppa og segja:
Jæja, dragið þið nú. Upp brekk-
una!
Þessum rithöfundi finnst, að
kynferðisfræðsla í skólum ætti
heldur að heita hjónabandsfræðsla
og fjalla um þær skyldur, sem
barneignir leggja föður og móð-
ur á herðar.
S: Illt er að ganga í sömu káp-
unni ár eftir ár. En verst er að
standa ein fyrir uppeldinu.
G: Gifti ég mig nokkurn tíma
aftur, ætla ég að semja nákvæm-
lega við mannin,n minn um það,
hvernig við skiptum tekjunum,
hverjar skyldur hvort um sig hetf-
ur gagnvart börnunum, og um, að
ég hatfi fullan rétt til að hatfa
fleiri áhugamál utan heimilisins
en saumaklábba.
S: Það er erfitt fyrir börnin
að eiga engan pabba, jafnvel þótt
hann væri alltaf úti á sjó! Þau
verða sundurtætt á sálinni af skot-
hríð nágrannakrakkanna: Mamma
þín er fátækur aumingi, og pabbi
þinn fyllibytta!
G: Fjögur fimm börn, sem hafa
engan nema móður sína að leita
til. Þau ætla að slíta mann í tætl-
ur.
S: Bara það væri einhvern tíma
friður til að raða hugsunum sín-
um. Þá gæti ég kannski sagt orð
af viti.
J: Heilaga móðurást! Það getur
farið að slá í hana, þegar maður
heyrir aldrei í sjálfum sér fyrir
öskrum.
G: Ég mundi ráðleggja hverri
einustu konu að gera allt, sem
hún getur til að reyna að laga
hjónabandið áður en hún fer út
í skilnað.
S: En getur þjóðfélagið heimt-
að, að kona búi með geðsjúMingi.
Maður, sem kemst ekki heim með
kaupið sitt fyrr en hann er bú-
inn að drekka út, ja, kannske
átján af tuttugu þúsund krónum
og lætur heimilið alltaf sitja á
hakanum fyrir brennivíni, hann
hlýtur að vera geðveikur.
G: Það voru engin peninga-
vandamál hjá okkur. Og alltaf
ætlaði hann að hætta að drekka.
Elskan mín, nú skulum við verða
svo hamingjusöm. Og við vorum
svo hamingjusöm, kannske einn,
tvo mánuði. Þá kom hann eitt
kvöldið ekki heim, og sást ekki
í margar vik-ur. Nema hvað ég
frétti af honum dauðadrukknum
hér og þar. Og svona gekk það
aftur og aftur. Þið getið ímynd-
að ykkur, hvað þetta er lamandi
fyrir eina konu. Ég var orðin al-
gerlega sljó og niðurbrotin,
treysti mér ekki til neins, draug-
aðist einhvérn veginn áfram. Mér
var orðið nátovæmlega sama hvern
ir ég leit út. Ég slitnaði gersam-
lega úr tengslum við umheiminn
T í M I \ N — SUNNUDAGSBLAf)
1109