Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Side 7
Möðruvellir í Hörgárdal, þegar skóllnn var þar.
Séra Ágúst Sígurðsson:
MÖDRUVALLA-
KLA USJURSKIRKJA
I.
Hinn 5. marz 1865 varð einn
hinna miklu eldsvoða á Möðruvöl-
um í Hörgárdal. Brann þá í grunn
kirkjuihús það . hið mikla sem
Stefán amtmaður Þórarinsson lét
reisa þegar, er hann kom á stað-
inn 1787, en hann húsaði og stað-
inn að öðru leyti sem hæfði setri
amtmannsins norðan og aust-
an. Með komu Stefáns Þórarinsson
ar að Möðruvöllum hefst þar tíma
bil amtmannanna, sem stóð til
1875. Næsta skeið þar á undar er
kennt við klausturhaldarana, um-
boðsmenn konungs, sem keyptu
Möðruvallaklaustur og jarðir þess
á leigu af hinu danska konungs
valdi. Tekur það tímabil yfir rösk-
ar tv-ær aldir, eða frá siðaskiptum
til þess, er Möðruvellir verða amt-
mannssetur. Bæði þessi tímaskeið
voru Möðruvellir skipaðir þannig
Aldarminning
setnir, að prestar kirkjunnar kom
ust ekki að staðnum, nema ef
telja mætti séra Björn Gíslason,
fyrrverandi reglubróður á klaustr-
inu, sem varð umboðsmaður kon-
ungs, er klaustrið var lagt niður,
og séra Halldór Benediktsson, hinn
mikla auðmann, sem einnig hélt
klaustrið á leigu á ofanverðri 16.
öld. Hvorugur þeirra var þó í
rauninni prestur Möðruvallaklaust-
urskirkju, en opinberir fjárafla-
menn, enda héldu báðir aðstoðar-
presta til hinnar almennu prestas-
þj'ónustu.
Svo er það 1575, að séra Jón
Jónsson fær konungsbréif fyrir
Möðruvallaþinghá. Er þá vitað
hvað orðið var: prestur Möðruvalla
klausturskirkju sat eigi lengur á
staðnum. Það heita þing eða þinga
brauð, þar sem presturinn er ekki
búandi á heimajörð kirkjunnar, en
hinsvegar beneficium, þar sem
prestbólið er kirkjustaðurinn sjálf-
ur. Útkirkja hefur aldrei verið að
lögum á Möðruvöllum, en á tíma-
bilum í framkvæmd, eitt eða tvö
ár í senn á milli presta. Að und-
anskildum einstaka einhleyp-
um presti (i þurrabúð) og djákna
(eftir lagasetning að ráði Harboes
1746) hafa þjónar Möðruvallaklaust
urskirkju búið á ýmsum jörðum í
sókninni. Hin festulausu prestból í
Möðruvallaþingum eru þessi kunn ,
ust: Dunhagar báðir, í Stóra- Dun-
haga sat síra Sigurður Stefánsson,
sem. varð hinn síðasti Hólabiskup,
hélt Möðruvelli 1773—1781, í Litla-
Dunhaga séra Jón Jónsson „lærði“,
1839—1846, og er legsteinn hans
fyrir kirkjudyrum á Möðruvöllum,
nokkuð brotinn síðan í brunanum
1865, er turn, sem Þorsteinn Danl
elsson hafði byggt við kirkjuna
1853, féll fram á kirkjuhlaðið, sem
þá var komið inn í grafreitinn. Aðr
ar ábýlisjarðir Möðruvallapresta
voru Auðbrekka, áður sjálfstætt
beneficium, og svo Arnbjargar-
brekka (Stóra-Brekka), Ós, Relsfc-
ará syðri, Þrastarhóll og Hof, sem
síðar verður að vikið.
Þótt amtmaðurinn flyttist til
Akureyrar eftir bruna amtmanns-
stofunnar 1874 komst presturinn
þó enn ekki á staðinn. Eru Möðru-
vellir byggðir frá ári til áns fram
um 1880, er þar rís eini gagn-
fræðaskóli landsins. Merka sögu
Möðruvallaskóla er auðvitað ekki
unnt að rekja í þessu ágripi. En
bezta heimild um skólann eru
Minningar frá Möðruvöllum, útg.
Akureyri 1943, og svo í annan
stað Norðlenzki skólinn, útg. Ak-
T í U I iM N — SUNNUDAGSBLAH
1111