Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Page 9
I
steinn á Skipalóni, útg. Akureyri
1961, og lýsing hússins sé þannig
aðgengileg og margra færi, vil ég
geta hér nokkurra atriða til fróð-
leiks þeim, sem síður eru kunnug-
ir.
Möðruvallaklausturskirkja er
ölil hin veglegasta. Hún er 17,75x
8,25m að flatarmáli, byggð í einu
skipi, það er kór og forkirkja ekki
sérbyggð, eins og síðar varð
mjög algengt í íslenzkri kirkju-
smíði. Allt um það, að kór er í
kirkjuiskipinu sjálfu og að rúm-
góð forkirkja með geymsluher-
bergi að norðan (2,3x2,5m2) og
jafnstóru stigaherbergi að sunn-
an, tekur kirkjan 280 marins í
sæti. En þess ber að geta, að rúm-
gott loft er í kirkjunni, 42m2.
Þar var í fyrstu sérstök stúka
fyrir amtmann og fjölskyldu hans,
fyrir miðju, þar sem vel sér yíir
alla kirkju. Nú hefur þessi stúka
lengi verið notuð fyrir orgel kirkj-
unnar og söngfólk. Hljóðfæri hef-
ur verið í kirkjunni að minnsta
kosti í 75—80 ár. Það, sem nú er
notað er frá 1929, en gamla orgel-
ið, sem Jón A. Hjaltalín útvegaði
M Skotlandi um 1880 stendur nú
nálægt sínum gamla stað í kór.
Gamla orgelið var selt niður í
Glæsibæ, er hið nýja kom, en
haustið 1965, er nýtt orgel kom
þar, hlutaðist ég til um að þessi
faljegi og forni kjörgripur væri
keyptur aftur í Möðruvallakirkju.
— Upp af lofti kirkjunnar er lang-
ur stigi í klukknaport í turni. Eru
þar tvær klukkur, steyptar í Höfn
1866, stór og minni, ótrúlega
hljómmiklar. Hæð kirkjunnar er
nær 7 metrar í mæni, en 14 metr-
ar upp að krossstöng. Sex gluggar
Möðruvallakirkja að innan.
Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson.
TÍMIfiN - SUNNUDAGSBLAÐ
1113