Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Blaðsíða 10
Kirkjubruninn á Möðruvöllúm í marzmánuði 1865.
smárúðóttir í gotneskum stíl eru á
hvorri hlið og hinn þrettándi allt
að einu á stafni yfir dyrum. Ki/kju
bekkirnir eru óvenjulega breiðir
og bil milli þeirra svo breitt, að
auðvelt er að ganga framhjá sitj-
andi fólki í bekk. Kirkjuhurðir
eru felldar og sömuleiðis þiljur
hið neðra, en að ofan slétt plægð-
ar þiljur. 5 heilir bitar eru í
kirkjunni og hvelfingu þar fyrir
ofan n.k. spjaldþiljur^ klædd inn-
an á sperrur og hanabita. í hverju
spjaldi bronsuð stjarna, sexblaða.
Stjörnur þessar eru liðlega 2200
talsins. Upphaflega var kirkjan
máluð innan svo sem nú er, nema
ljósari viðarmálning og hvítar þilj-
ur hið efra. En að utan hefur stíll
kirkjunnar spillzt nokkuð við það,
að turnþök sem aðalþak eru rauð-
máluð. í upphafi var kirkjan bein
mt utan, gluggar, hurðir og turn-
þök snjóhvít, en aðalþak tjargað.
Kirkjan var máluð að nýju innan
1924 og 1957, en að utan 1926 og
1962. Stór kolaofn var lengi í
kirkjunní fram til 1954, er hún
féikk rafhitun. Er hún var raflýst
þá voru 3 forkunnarfagrir Ijósa-
hjálmar nær eyðilagðir. Kirkjan
á ekki merka gripi í skrúða ,né
búnaði, sem á stafar af hinum
tíðu brunum á staðnum. Hins
vegar á hún gersemar miklar, þar
sem eru Summaria, prentuð á
Núpufelli 1589—1591 og Guð-
brandsbiblía prentuð á Hólum
1584, báðar að öllu heilar. Verði
Möðruvellir prestlausir áfram
hljóta þessar dýrmætu bækur að
verða fluttar á Amtsbókasafnið á
Akureyri. Þetta eintak Guðbrands-
biblíu héfur eflaust komið í Möðru
velli með Benedikt Pálssyni, son-
arsyni Guðbrands biskups, en hann
var klausturhaldari á Möðruvöll-
um 1639—1664. Þangað heíur
Summaría- líka komið með Bene-
dikt — en mun hafa lent austur
í HáU í Fnjóskadal um tíma. Þann-
ig er, að Jón Tómasson prests á
Hálsi Ólafssonar, var í þjónustu
Benedikts, áður hann tók við Hálsi
af föður sínum, dáinn þar 1717.
Getur séra Jón þess, að Benedikt
gæfi sér bókina, er hann var hjá
honum (innan á saurblaði). Með
yngri hendi stendur svo neðan við
greinargerð síra Jóns: Enn nú
tilheyrer bókenn Möðruvalla-
klausturkirkju“. Summaria var
dýr bóik og þegar á 18. öld dýr-
Ólafur Daviðsson.
mæt. Sennilega er það Hans Schev-
ing klausturhaldari, fæddur 1701
á Möðruivöllum, dáinn 1782 í emb-
ætti þar, sem fengið hefur bók-
ina keypta á Hálsi og gefið kirkj-
unni á Möðruvöllum.
Áð sönnu hefði verið við hæfi
að rekja nér nokkuð sögu kirkju
smiðsins, Þorsteins á Skipalóni, og
sögu kirkjubyggingarinnar, en það
er ólíkt byggingarhraða nútímans,
að kirkjan var vígð aðeins einu
og hálfu misseri eftir að grund-
völlur hennar var lagður (í októ-
ber 1865), enda þótt hér væri um
stórhýsi að ræða. En ekki mun
hafa v^rið hörgull á fé.
Pétur amtmaður átti það stór-
lyndi að hafna sambykkt sóknar-
manna um að breyta Friðriksút-
gáfu, amtmannsstofunni, í kirkju.
Sumarið 1865 á Möðruvaljarklausí-
urskirkja 2500 ríkisdali á vöxtum
í Jarðabókasjóði sem er stórfé,
en tilboð Þorsteins Daníelssonar í
kirkjusmíðina var 1300 ríkisdalir.
Þorsteinn á Skipalóni, eða Dan-
ielsen á Lóni eins og hann var oft
kallaður, varð sjötugur á vígsluári
kirkjunnar. Hann lifði t.il 1882,
eins og þegar er getið. í ellinni
er sagt, að hann riði oft inn að
Möðruvöllum, gengi umhverfis
kirkjuna og um hana og áliti
hvaðeina og hringdi klukkunum
sér til unaðar. — Jarðneskar leif-
ar þessa merkilega atorkumanns
voru svo lagðar í moldu undir
kórgafli glæsilegasta stórvirkisins,
sem hann hafði reist. — ,,þar sem
sólar nýtur fyrst hvern heiðan
dag“, eins og faðir minn sagði við
leiði þeirra Lónshjóna fyrir 10
árum.
III.
Lokts skal hér getið í örstuttu
ágripi sögu þeirra presta, sem
þjónað hafa Möðruvallaklausturs-
kirkju hennar hundrað ár. Þinga-
prestarnir eru: síra Þórður Þ. Jón-
assen, síra Jörgen J. Kröyer og
síra Davíð Guðmundsson. Staðar-
prastar: síra Jón Þorsteinsson, síra
Sigurður Stefánsson og síra Ágúst
Sigurðsson. Lang lengstan þjón-
ustutíma hafa síra Sigurður 38 ár,
og síra Davíð 32 ár, þeir tveir um
70 ár af þeim 100, sem hér um
ræðir.
Síra Þórður var launsonur Þórð-
ar dómistjóra Jónassens og Mar-
grétar Stefánsdóttur prests á
Sauðanesi Einarssonar. Fæddur á
Sauðanesi 23. apríl .1823, ólst þar
1114
TflUiKN - SUNNUDAGSBLAÐ