Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Qupperneq 17
komið upp úr kafinu eftir á, til
dæmis hann hefði sent á undan
sér hundrað manna flokk til að
vera viðbúinn að fagna sér og
hrópa húrra, hvar sem hann kom.
Höfðinginn fékk mikið lán í Evr-
ópu, en eyddi talsverðu aí þvi á
beimleiðinni í Frakklandi og víðar
til að kaupa geysidýran postulínv
borðbúnað, er nota skyldi við krýn
ingarathöfn höfðingjans sjálfs.
Einnig konungsbíl og fleira svip-
að. Sagt var, að lögreglan hefði
fjarlægt alla landa hans á mót-
tökuístöðunum, svo sem stúdenta,
því að vinsældir furstans heima
fyrir voru taldar af skornum
skammti. En furstinn kvað hafa
verið hinn borubrattasti og sagt:
„Ef þið ekki eruð mér þægileg-
ir, þá bara viðurkenni ég Au»tur-
Þýzikaland“.
Sagan kann að vera ýkt en hún
sýnir vissan hugblæ, sem talsvert
hefur borið á, en mun vera að
breytast.
Við komum heim í Byecher-
stræti 40 í Múnchen, hress og glöð
eftir Alpaferðalagið og gæddum
okkur á hænum, grindarsteiktum
á viðarkolaglóð. Þorkell tók sprett
við að höggva brenni úti í garð-
inum, mæðgurnar búverkuðu, ég
hripaði. á blað atburði undanfar-
andi daga og setti sumt í vísur.
Manni leiðist aldrei við þá hugar-
leikfimi. Brátt var orðið dimmt
og fuglarnir þagnaðir. Þorkell
kom inn úr garðinum og tók að
syngja aríur, Agnes lék á blokk-
flautu og Helga á sembal. Hús-
eigandinn, hressileg ekkja á átt-
ræðisaldri, hlustaði á. Hún mundi
tvenna tíma. Hús hennar slapp
við skemmdir r stríðinu, en í ó-
friðarlok sendi borgarstjórnin
henni formálalaust átta manns, er
skyldu búa í húsi hennar. Sjálf
fékk hún eina kompu til umráða.
Allt húsnæði varð að gernýta á
þeim árum.
V.
Gekk ég yfir gömlu Rín,
geymdi vín í munni.
Söng af gleði sála mín,
söm er jaínan gæzkan þín,
„Karitas" í kirsuberjarunni.
Ég sat við Dóná einn sumar-
dag
og sá hana lygna streyma.
Þá kom fram i hugann iíuð
lag,
TÍMINN- SliNNDDAGSBLAb
sem löngum var sungið heima.
En brennandi heit var hin suð
ræna sól
og söngur framandi í hlíðum,
hödl eða kirkja á hverjum hól
og hunang í glólundi fríðum.
Hefurðu komið í Herraey
og höllina Lúðvíks skoöað?
Þangað sigla mörg fögar fley
og ferðamönnum er boðað,
að hvergi sé dýrð og dásemd
silík,
drifin gulii hver stóli og brik.
Oft var úr minna moðað.
Þú sjálfsagt líka í Fruarey
ferð
og finnur þar nunnur rjóðar
Þær brugga líkjör af beztu
gerð
og búa til kökur góðar.
Klausturkirkjan er forn og
fræg,
— þú finnur blæ liðins tíma.
Landið er fagurt og fégjöldin
væg,
næst færðu við Salzburg að
glíma.
Borgin við fellin er blendin á
svip,
berlega meitluð aldanna grip,
— ferðaþjóð fjárhagnum
bjargar.
Fornbúðagatan er fjölsótt og
þröng,
forvitni vekja dimm miðalda-
Söng,
og kjallarahvelfingar margar.
Kastali rís á hamri hátt,
horfir á borg og fljótið grátt.
Séð hafa margt hans sögu-
spjöld
siðan á miðri Sturluöld.
Eftir no.kkurra daga dvöl í
Miinchen skyldi halda til Austur-
ríkis á nýjan leik. Lestin þýtur
áleiðis til Salzborgar 10. ágúst,
tveggja tíma ferð í austur frá
Munchen. Þorp og skógar virðast
þjóta hjá. Við stígum út úr lest-
inni í Prien og ökum þaðan í mjög
fornfálegum lestarvagni út að fal-
legu vatni Herrenchiemsee), þar
sem fjöldi skemmtibáta var á sigl-
ingu, en sumir s*:gnir áfram eins
og reiðhjól. Ferjur ganaa allan
f dýragarðinum í Munchen. Lff dýranna er frjálslegt, þótt i dýragarði sé.
1121