Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Qupperneq 18
daginn út í r,vær frægar eyjar — Herraey og Frúarey, gömul klaustrásetur. En aðsóknin er mest aS frægri höll Lúðvíks Bæjarakonungs í Herraey, og sækir þangað fjöldi ferðafólks. Höllin er tæplega ald- argömu'l. Lúðvík lét byggja einar átta hallir, hverja annarri skraut- legri og íburðarmeiri, en þessi er talin hápunkturinn, og er ótrú- lega hlaðin skrauti og listaverkum. Því trúir enginn óséð. Viðhafnarsalurinn er rúmlega níutíu metra langur (Göngin eftir endilöngum Háskóla íslands munu vera um sjötíu metrar). Salurinn er afar skrautlegur og eingöngu lýstur kertaljósum. Sitja kertin hátt uppi í glitrandi ljósakrónumi Var talið, að fjörutíu manns væru um bálftíma að kveikja á þeim öllum. Hvarvetna í höllinni gefur að^íit.E 'ivr;>;yl1t (réskurðarútflúr. og hefur konungur auðsjáanlega haft mörgum frábærum tréskurð- armönnum á að skipa. Færir iðn- aðarmenn hafa lifað hátt á hans dögum og haft næg verkefni. Þeir lifa lengi í verkum sínum. Lúðvík konungur eyddi geysi- miklu fé í byggingar og listaverk, studdi ennfremur öfluglega Wagn er og fleiri listamenn og hafði mætur á landa okkar, Thorvald- sen, svo að dæmi séu nefnd. Það var ástriða hjá honum að byggja hallir. „Þetta skraut. mun eiga fáa sína lika í veröldinni, en þjóðin var þjáð og mer.gsogin“, sagði leið- sögumaðurinn, snaggarategur ná- ungi, sem minnti á skólabróður minn, Jón Sólnes. Konungsrúm eru tvö í höllinni, en aldrei svaf kóngur í öðru þeirra, það var bara haft til að sýna gestum. Neðan úr eldhúsi flutti lyfta borð hlaðið krásum upp a\» rúmi konungs. Hann var myrkfæl- inn og notaði mörg kerti við sæng- ina. Brúðarvagn afar skrautlegan lét hann smíða, en aldrei var sá vagn notaður. Nefna má bláa sal- inn og ýmsa aðra sali. Ferðamönn- um var hleypt inn i hópum og túlkað á ensku, þýzku og frönsku. Það tók langan tíma að skoða höll- ina, og var þó farið hratt yfir, til dæmis speglasalinn. Er mjög líkt eftir Versölum Lúðviks franska. Eru meira að segja málverk af sömu frillunum yfir sænginni. í Frúarey er enn nunnuklaust- ur. Systurnar eru landskunnar fyrir Ijúffengt brauð, sem þær baka, og ágætan líkjör, klaustur- bruggaðan. Selja þær hvort tveggja með góðum hagnaði. Mjög gömul og merkileg klausturkirkja stendur í Frúarey og leggja marg- ir leið sína þangað. Hallarbrunnur og klukknaspilsfurn I Salzburg. Eftir skemmtilega heimsókn í Herraey er haldið áfram til Salz- borgár og leitað gistingar. Við fá- um herbergisávísun á járnbrautar- stöðinni og flýtum okkur, þvi að allt er fullt af ferðamönnum, svo að oft kvað vera erfitt að fá gist- ingu. Er talið, að um hálf önnur milljón ferðamanna heimsæki borgina á ári. Við vorum heppin og fengum strax herbergi, uppi yfir stórum bílskár. Þar var hrein legt og verð hóflegt, en samt tals- vert hæiTa en í Týról. Beint á móti gluggunum blasti við hið 638 metra háa Kapuzinerberg, nærri þverhnípt eins og fugla- bjarg. En í stað hvanna vaxa þar tré og runnar alveg upp á brún- ir. Virðist skógurinn vaxa út úr berginu og mun hann hafa rætur sínar á smástöllum og í sprungum. Löng borgargata liggur meðfram hamrinum: Þið getið hugsað ykk- ur stræti fram með Heimakletti. Nokkrar gamlar byggingar hall- ast alveg upp að berginu. Kirkja hins sæla Blasíusar, byggð á 14. öld, stendur fast við klettana og er mjög fögur. Þegar við gengum götuna undir berginu í hálfrökkri um kivöldið kom mér ósjálfrátt í hug „Ólafur reið með björgum fram“. En það ævintýri þekktist miklu víðar en á íslandi og er til í ýmsum myndum víða um Evr- ópu, alla leið suður á Balkan- skaga. Er Ólafur í sumum sögun- um göfugur riddari, sem álfkon- um lízt vel á og freista hans al- 1122 r f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.