Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Blaðsíða 20
Kirkjan troðfylltist brátt af fódki Þangað komu margir Ameríku- menn og Englendingar og hópur Japana, auk heimamanna. Þar var líka svartskeggjaður Arabi með grænan vefjarhött og indverskar konur i dragsíðum slæðuklæðum. Þá gengur maður einn hægum skrefum fram á kirkjugólfið og tilkynnir í hálfum hljóðum, að orgelleikarinn hafi veikzt á leið- inni og verði því ekki af tónleik- unum. Fólkið flýtir sér út aftur, mæðulegt á svipinn, og tekur að hlusta á leiðsögumann einn, sem héit fyririestur um borgina úti á miðju torgi og mælti á enska tungu. Mér brá, því að þarna virt- ist Helgi Sæm. bráðlifandi kom inn, andlitsfall og limaburður ó- trúlega svipað. Virðuleg kona bauð leiðsögn í gönguferð um helztu staði borgarinnar, og f>rð2- mannavagnar biðu á torginu al- búnir í hringferð. Ég var orðmn svangur og gekk að grænrnetis- vagni, en hvern sá ég annan en „Þórð minn á Sæbóli“ — hann stóð við vagninn þrekinn og íbygg- inn og hrópaði: „Ferskjur, vinber og bananar.“ Það eru vissar mann- gerðir, sem sjást í öllum löndum. Ég labbaði um sólbrenndur m?ð stráhatt á nöfði, þarlendan, og i „biskupavesti" brúnu, heiman af íslandi, og með innkaupatösku á handlegg. Ó, fjallabúi, Týróii, sögðu Ameríkumennirnir og tóku myndir í ákafa. Það er léttara yfir fólkinu þeg- ar sunnar dregur og hispursleysi meira. Til dæmis saup þerna kaffi- leifar úr bollum, þegar hún bar af borðinu og virtist hýrgast við það. Önnur bar öl á borð og freyddi upp úr einu glasinu. Gerði hún sér þá hægt um hönd og saup kúfinn af. Þetta var í veitingahúsi suðrænnar þjóðar í allstórri borg. Þýzkir gestir brostu og sögðu, að sinn væri siður í hverju landi. Til eru sveitir, sögðu þeir, þar sem það áður fyrr þótti bera vott um velmegun og góða búmennsku, að fjóshaugurinn væri stór og sæist vel frá bænum. Varðhundar eru víða hlekkjað- ir í húsagörðum, og í sumum veit- ingahúsum heyrðist til hunda inni í eldhúsum. En varla mun hér hætta á sullaveiki, því að fátt er um sauðfé, og hinar fáu kindur hafðar í girðingum í láglendishér- uðunum. Uppi í fjöllunum er meira um sauðfé og geitur. Þykja geiturnar sérstaklega hættulegar skógunum. Menn fóru of víða illa með skógana og skildu of seint, hvílík landbót og vörn var að þeim. Eru nú sums staðar urðir, þar sem áður óx skógur. VI. Lestin brunar, lestin brunar, lágt í vél og teinum dunar — gegnum akra, engi, skóga — þorp á báða bóga. Hér er vatn, og hér er dalur, herbergi laust og greiði falur. Bitte, bitte, bjór og pylsur. Bahnhof, Gleis og forarvilsur. Augsburg, Nurnberg, fornar, frægar, farðu, lest mín, einum hægar. Vafningsviðum húsin hulin, hér þess enginn gengur dulinn, að vínbrekkurnar nálgast, nálgast, nú á daginn óðum tálgast. Þröngt um hús í Þýringaskógum þrotlaust samt af gæðum nógum, völdu timbri, veiðidýrum: „Wunderbart" á degi hýru’m Slanga hlykkjast, tjaldið, tjaldið turnar, hermenn, kommavaldið. Hamborg — lofn er létt i máli, líf og fjör í „Sankti Páli“, ■ ljósahaf, en lítill friður, lest sér braut um myrkrið ryður. Fölir geislar glampa á þili, gaman að því sjónarspili. Lestin þýtur, lestin þýtur, Leópold í sæti hrýtur. Þruma drynur, þagnar refur, Þýzkaland sefur. Ferjuskrölt um miðjan morgun, matur í klefa fyrir borgun, koníak á vægu verði „valútuna“ lítið skerði. Fagurt veður, fuglar kvaka — Falsterbúar við oss taka. Sjáland! — korn og kál og skógur, kýr á beit og raki nógur. Glittir í hús í grænum lundum, gott er að búa á Sjálands- grundum. Heim á fornar Hafnarslóðir heil við komum, vinir góðir. í niiklum umferðarborgum er víða bæði fljótlegra og þægilegra að komast leiðar sinnar í strætis- vögnum en í bílum. Sums staðar leysa neðanjarðarbrautir bezt sam göngumálin. Gömlu, þröngu göt- urnar í elztu borgarhlutunum, til dæmis í Innsbruch, Salzburg og víðar, voru gerðar á miðöldum, þegar engir bílar voru til, ætlað- ar hægfara umferð gangandi fólks aðallega. Og þær hentuðu sæmi- lega því hlutverki, en hæfa alls ekki hraða og vélaumferð okkar tíma. Margar þessar miðaldagót- ur eru sérkennilega fagrar með listfengu útflúri á húsunum og snilldarhandbragði á ýmsum merkjum og táknum verzlana og iðnfyrirtækja. Mættu nútímamenn margt af því læra. Kassahús og klessumálverk leysa ekki öll vanda mál. Göturnar gömlu eru sumar friðaðar fyrir bílaumferð, en þar er verzlun samt mikii og ferða- mannastraumur meiri en í nýtízku hverfunum. Þau eru svo lík hvert öðru um allan heim Elztu borg- arhlutarnir gera sitt gagn sem verzlunar-, ferðamanna- cg sýn- ingarstaðir og hafa þannig hag- rænu hlutverki að gegna, einmitt af því, að þar sjáum við svip- myndir liðins tíma. Hraðinn og hávaðinn var ekki eins æsilegur þá, og fólkið ekki eins órólegt og taugaspennt og nú. „Sálinni“ leið kannski betur, þótt að sumu lej'ti væri verr búið að líkamanum. Ég hef minnzt á íburðinn og skrautið i höllum og kirkjum fyrri alda. En ef þú kemur i ibúð- arhús óbreytts borgara, já, eða sæmilega efnaðs embættismanns, muntu fljótt sjá, að þar er ekkert óhóf, húsgögn miklu óbrotnari og íburðarminni en í Reykjavík. Fæst- ir kaupa mikið af húsbúnaði rvrst í stað, en smábæta við sig og kaupa oft einn og einn grip í "ið- bót á útsölú. Kannski hafa stríð- in kennt þeim, að „allt er for- gengilegt“. Menn vilja heldur nota peningana í ferðalög í sumarleyf- um til að sjá sig um í landi sínu og víðs vegar í heiminum. Það er mjög algengt, að fólk sparí til þess að geta veitt sér gott sumar- leyfi. — Fatnaður almennra borg- ara virðist ekki heldur íburðar- mikill, en þokkalegur, og mun minna fé er mér sagt, að skóla- fólk eyði í fatnað þar, heldur en tíðkast á íslandi. Fleiri hefur orðið þægilega við en mér, þegar þeir sáu ís- lenzk blóm uppi í fjöilum erlendis. Eggert Stefánsson, söngvari, seg- ir í bók sinni, „Bergmál Ítalíu“: „Hér uppi í Dólimitunum voru öll íslenzku blómin — bláklukka, baldursbrá, fífill og sóleyjar. Var ^1124 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.