Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Síða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Síða 3
 Hvitabjörninn á í vök aS verjast, og náttúrufræöingar óttast, að honum verði útrýmt. íslendingar ættu því ekkl að rjúka upp til handa og fóta, þótt bjarndýra verði vart á ís, stafi ekki af þeim hætta. Á hinn bóginn er þess að geta, að margt er á huldu um lifnaðarhætti hvítabjarnarins. Heimkynni, hvítabjarnarins eru við strendur heimskauts- landa. Mest er af þeim á ísnum í grennd við Svalbarða, og þaðan berast þeir langar leiðir með rekís. Hvítabirnir, sem hér sjást, koma annaðhvort frá Grænlandi eða Svalbarða með hafísnum og fara héðan aftur með honum norður i höf. Á langferðum sinum fylgir hvítabjörn- Hvítabjörninn víkkar öndunarvakir selanna með hrömmunum og bíður siðan við þær. Sellnn lýstur hann þungum hrammi sínum og rotar hann í einu höggi. Slíku lífi getur hvitabjörninn lifað af því að hann hefur þykkt, einangr- andi spiklag og er þoiinn á sundi. Hvítabjörn hefur sézt á sundi á auð- um sjó 500 km. frá landi. inn selnum oft eftir. Þegar selirnir kæpa, fer hann til lands, en síðan held ur hann aftur út á ísinn og veiðir full- vaxna seli. - ---- ■ .* . lr ..... ........................—.................■*■■■— »trt ataVa it»t> i ti Um miðjan vetur fer birnan á land og grefur sér hæli i snjóskafli svo stórt, að þar rúmuðust þrir menn. Inngangurinn er laegstur yzt, svo að hitinn leiti ekki út. Birnan á venjulega tvo húna. Hún hefst við í snjóbæli sínu í tvo mán- uði og nærist ekkert á meðan. Hún- arnir fylgja móður sinni rúmt ár og fara saman i hiði næsta vetur. Langtímum saman svelta birnirnir úti á ísnum. Hungraður hvitabjörn getur verið mannskæður, og stundum verða birnur að verja húna sina fyrir gömlum og glorsoltnum karldýrum. T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 435

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.