Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Qupperneq 7

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Qupperneq 7
VIII. Til kvað vera enskur málshátt- ur, sem segir, að ekkert minna dugi til þess að Jón boli heyri og sjái en standa á höfði og aepa. Súffragetturnax tóku þennan kost. Þær spöruðu ekki hljóðin á al- imannafæri — létu einskis ófreist- að til þess að vekja á sér athygli, hvort sem atferli þeirra var kallað kvenlegt eða ókvenlegt. Brátt varð engin nýlunda að sjá höfuð þeirra snúa niður og fætur upp í svipt- ingum við lögregluna. Haustið 1905 benti allt til þess, að lokið væri alllöngum valdaferli Ihaldsflokksins. Það lá í loftinu, að frjálslyndi flokkurinn myndi sigra í bosningum þeim, sem fram und- an voru, enda sparaði hann ekki fögur fyrirheit um hvers konar réttarbætur. Hann boðaði öld hins sanna lýðræðis, þar sem háir og lágir skyldu búa við sama rétt. Súffragetturnar höfðu reynt, að til lítils var að styðja einstaka fram bjóðendur, þótt þeir hétu góðu um fylgi við málstað þeirra. Þeir höfðust ekkert að, þótt þeir næðu kosningu, og gátu í rauninni engu áorkað. Alkunna var, að margt þingmanna hefði fúslega viljað veita konum sömu réttindi og köd um. Jafnvíst var hitt, að slíkt myndi ekki hafa fTamgang nema ríkisstjórnin sjáif vildi á það fall- ast. Þess vegna afréðu súffragett urnar að kanna hug þeirra manna, sem fyrirsjáanlegt var, að myndu verða ráðherrar, ef frjálsiyndi flokkurinn sigraði. Um þessar mundir hafði bætzt í þeirra hóp uhg stúlka, sem reynd- ist mjög ótrauð. Hún hét Ánna Kenney, verksmiðjustúlka, sem gefið hafði sig að félagsmálum meðal starfssystra sinna. Fyrsta verk hennar í þágu hreyfingarinn- ar var að ferðast milli þorpa í Lancashire og tala þar um kven- frelsismál á markaðsdögum. En það hafði lengi verið siður erind- reka Hjálpræðishersins, trúboða ýmissa og kynjalyfjasala að róa á þau mið. Einn þeirra manna, sem sýnt var að hefjast myndi til mikiiig mannvirðinga í skjóli frjálslynda flokksins, var Eðvarð Grey Nú vildi svo til, að hann boðáði ti! Þriðji þáttur kosningafundar í Manchester, og kom þangað með honum allmargt mektarmanna, þeirra á meðal Win- ston Ghurohill, er snúið hafði baki við ihaldsflokknum og boðið sig fram í Manchester. Hér þótti Pank- hurstmæðgum bera vel í veiði. Þær afréðu að heimta af Eðvarð Grey skýr svör um það, hvers væri að vænta af þeim félögum í réttindamálum kvenna. Var þeim Kristabel og Önnu Kenney falið að bera upp spurninguna, og höfðu þær með sér á fundinn fána með áletrun, er þær ætluðu að bregða á loft, svo að allir mættu sjá, hvers þær óskuðu. Emmelína Pankhu^st og nokkrar fleiri fóru á fundinn til þess að sjá, hverju fram yndi. Þegar Eðvarð Grey hafði lokið ræðu sinni, voru fyrirspurnir leyfð ar. Fyrst spurðu karlmenn nokk- urra spurninga og fengu greið og kurteisleg svör. Því næst reis Anna Kenney á fætur og spurði: „Ætlar frjálslyndi flokkurinn að veita konum kosningarétt, ef hann kemst til valda?“ Grey lét sem hann heyrði ekki spurninguna. Nú hóf Kristabel fána sinn á loft, og jafnskjótt tók að gæta ókyrrðar í salnum. Glöggt var, að þær stallsystur voru þar ekki vel séðir gestir. Þær endur- tóku spurningu sína árangurslaust, og loks kom til þeirra lögreglu- þjónn, sem gætti reglu á fundin- um, og bauðst til þess að færa fundarstjóranum miða, ef þær vildu skrifa spurningu sína á hann. Anna Kenney gerði það óðar og> bætti því við, að hún óskaði svars í nafni níutíu og sex þúsund fé- lagsbundinna stúlkna í vefnaðar- verksmiðjunum. Eðvarði Grey var fenginn miðinn. Hann renndi aug- unum yfir hann, kímdi við og rétti hann síðan þeim, sem næstir hon- um sátu. Ein kona sat uppi á pall- inum hjá fyrirmönnum flokksins. Hún ætlaði að segja eitthvað, en jafnskjótt greip fundarstjórinn fram í fyrir henni, bað menn votta Eðvarði Grey þakkir sínar. Chur- chill tók undir þau tilmæli. Þetta var merki þess, að fundi væri lok- ið, og menn tóku að rísa úr sæt- um sínum. í þessum svipum stökk Anna Keuney upp á stól og hróp- aði spurningu sína enn einu sinni harri röddu. Samstundis gullu við óp og öskur, og menn réðust að þeim stallsystrum. Kristabel var klóruð tii blóðs á öðrum hand- leggnum í stimpingunum, og báðar voru þær dregnar út. Þeim hitnaði í hamsi, er þeim var varpað svo harkalega á dyr. Úti fyrir var fjöldi fólks, og þær byrjuðu undir eins að tala til mann fjöldans og lýsa meðferð þeirri, 1 skauti. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 439

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.