Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Qupperneq 12

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Qupperneq 12
Stefán Ásbjarnarson á Ouðmundarsföðumi Úr Möðrudal í kirkjufundarsai Bíllinn haT okkur léttilega áleið- is til Grimsstaða, öli hress, og endurnærð eftir hma ágætu hvíld í Möðrudal, nema séra Jakob, sem var ekki vel heill. Átti hann vanda til höfuðveiki, ef hann mætti missvefni, og kom nú einnig í ijós, að ógleði hans staf- aði af bílveiki. Sló nú þögn á hópinn, þegar aðalvirðingamaður fararinnar gekk ei glaður til leiks í góðum félagsfögnuði, því að við lékum við hvern okkar fing- ur, er haldið var frá Möðrudal með heimanóskir Jóns bónda að vega- nesti. Á Grímsstöðum var snöggv- ast numið staðar og tekið bensín. Séra Sigurjón vatt sér inn í bæ á meðan. en kom aftur út að vörmu spori, sigurglaður á svip, og ekki voi'um við fyrr lögð af stað en hann dró upp úr pússi sínu fagur lita flösku. Brá prestur henni á loft og mælti: „Þessi, sem þið sjáið hérna, er ættuð frá honum Franco á Spáni.“ Gekk flaskan síðan á milli manna Oig var hennj vel fagnað. Hresstist séra Jakob í bragði, er hann hafði dre.vpt á drvkknum. En stillilega fór hann af stað, því að vandi hans var jafnan sá að fara að öllu með gát til orðs og æðis, svo sem sannra hofmanna er siður og máti í hverjum leik. Brá honum því ekki svo skjótt til b?ta sem skyldi og orðið hefði, ef hann hefði bitið fastar í drykkinn og þegar í upp- hafi endinn skoðað í Bakkusartár- inu. En máski er betra að fara stillt af stað og fór svo áður en lauk, að prófastur heimti aftur sína gleði og sitt hýra bros, sem einkenndi þann vammlausa virð- ingarmann á likan hátt og hlýr sóiargeisii, sem brýzt í gegnum skýjaþy'kkni. Nú hófst að nýju gieði og söng- ur í bíinum, og er skemmst frá að segja, að þegar við komum að bænum Hólsseli á Fjöllum út, stóð gleðin og skemmtanin sem hæst, en vínið þrotið. Norðaustan storm- sveljandi var kominn á að vanda, og á hlaðinu, nokkurn spöl frá bænum, sáum við, hvar gama'l maður stóð við brunnhús þarna í garranum og trissaði vatn í all- margar vatnsfötur. Kenndum við þar Tryggva Helgason. föður Helga bókbindara í Rej'kjavík. Hafði bann dvalizt í Hólsseli iengi ævi, og var þar enn á lífi, þegar þetta var ritað í júlíbyrjun 1967. Var hann þá kominn nokkuð á tí- ræðisaldur og andaði enn að sér og frá ’ninu tæra lofti hábyggð- anna eins og garpurinn nágranni hans, Jón i Möðrudal. Séra Sigur- jón bað bílstjóra okkar að stanza andartak, gekk svo hratt heim að bænum, vatt sér þar inn og koin út að vörmu spori með b"únan. óupptekinn viskífleyg í hend;. Brá hann honum sigurglaður á loft og mælti: „Þarna sjáið þið, að ég Imf alls staðar góð sambönd.“ Var nú Francó hinn spanski fyrir bý, en tekið til við fjallaskot- ann brúna, sem var tæmdur af mörgum, meðan ekið var út Hóls- sand. Lék fararstjórinn á als oddi að vanda og kvað vísu þessa við raust: Áður fiullur ástarþrá, undi ég hjá konum, er nú orðinn nettur á náttúruv'ísindunum. „Þannig kveður Ingólfur Lárus- son á þessum síðustu og verstu timum, og heyrum við því öll, að þessum leik vorra tíma er nú mjög brugðið,“ o^g með þessum skýiringum sló prestur á kné sér, orðum sínum til áherziu, en. séra Sigurjón hóf að syngja „Riðum, ríðum og rekom yfir sandinn,“ en bílstjórinn raulaði angurblítt undir við sjálfan sig: „Yfir kaldan eyði- sand.“ Ég hugsaði um þann dýpsta tón saknaðar og einmanaleikans, sem Kristján Fjallaskáld kvað lil þjóðar sinnar í þessari þjóðvísu þunglyndis á íslandi, með hinu þjóðlega lagi Þingeyingsin.s Kristj- áns frá Sýrnesi, hins ástsæia íækn- is Seyðfirðinga. sem aldrei seldi neinn hinna mörgu sprúttseðla, sem hann á langri lækmsævi í þessum vinþyrsta kaupstað hafði skrifað. Lagið féll að visunni nafna hans eins vel og flisin h.iá þjóðhaganum íslenzka hefur gart á öllum tímum, fyrr og síðar. Við vorum öll orðin svo há- stemmd við kynnin af þeim Francó og fjallaskotanum, að við byrjuð- um að syngja lög Inga T Lárus- sonar, öll austfirzk í bíl. En nú brá svo við, að forsöngvari okkar, séra Sigurión, vildi ekki vera mcð, og spurðum við hann, hverjú það sætti. Hann svaraði þvi til, að sér fyndist alitaf einhver kvíarollu- bragur á þessum ljúfu lögum hans Inga — þau minntu sig oft á lat- ar kvkrollor, sem hann hefði forð- um setið meðan hann smalaði ám á Háreksstöðum í æsku. og gætum við því virt sér til vorkunnar, þótt hann tæki ekki undir lögin, sem létu þó að sumu vel ; evrum, ef ekki væru þessir meinbugir þar á. Þessu mótmæltum við eins og við gátum, en prestur sat fast við sinn keip, en endurtók ..þröstur minn góður“ — „þessi lika helvit- is harðindafuglinn, sem krokir heima við bæi á öllum kotrössum á íslandi, þegar hret og vorsnjóar herja á hrjáðan lýð, jafnt og höfð- ingja.“ Með þcssum orðum þreif prest- ur í öxl séra Jakobs og spurði ákafur: „Eða finnst þér þetta ekki rétt hjá mér, prósi?“ * Við filiþrifið sneri séra Jakob sér snöggt við, leit fast framan í prest og mælti með nokkrum þunga: 444 fÍBINN - SUNNUOAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.