Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Blaðsíða 16
„fyrst við höfum nú reicizt hérna saman eftir öll þessi ár, ætturn við að talca lagið, gamla skólasöng- inn akkar, og upp með það!“ Séra Sigurjón brá hendinni á lioft og söng: Hve þrælslegt, bölvað og iilt það er með Ólsen rektor í skóla að vera. Og alla vísuna kyrjaðí hann af krafti, en sýslumaður raulaði vin- gjarnlega með. Að söngnum lokn- um var sezt að borði og drukkið kaffi. Að því búnu héldum við öll af stað, sýslumaður heimleiðis að lokinni þingaför, en við áfram suð- ur sem ieið liggur. Nú hafa flestir þeirra, sem sátu að kaffidrykkju í stofunni á Víði- völlum bennan bjarta júhdag sumarið 1938, „riðið vafurloga betra heims“ eins og Stgurður sýsiumaðui orðaði svo í snilldar- kvæði, er hann orti eftir vin sinn, Gísía á Viðivöllum Iátinn. Og nú iét Jónas bílstjóri spretta úr spori fram hjá sögufrægum setrum Skagafjarðar. Neðan við Varmahlíð beið ung, lagleg stúlka okkar við veginn. Ekki var snótm neitt lík /egmeynni í sögunni. Hélt húa á karlmannsfrakka og var rauðköflóttur hálsklútur gyrtur um hann miðian. Var þetta yzta reyfi eign sálusorgara f Skagafirði. Hafði hann farið suður til fundar daginn áður og gieyrrt í Varma- hMð þessum heimanbúnaði. Komu mér í hug ytri klæði séra Ods frá Miklabæ. sem lágu eftir á hlað- inu, er sá kunni klerkur týndist. En sem betur fór skilaði starfs- bróðir hans sér heilum og Iifandi suður, þótt frakkalaus væri Þarna meðan mærin var að afhenda prestsreyfið bílstjóra okkar, sem stóð opinmvnntur andspænis meynni, þá gerðist blærinn snöggv ast svo gáskafullur, að hann feykti lokkum hennar upp í munn .Jóna.s- ar okkar. og sá ég ekki betur en hann smakkaði sætleikann með tungu og tbnnum. En kannski var það aðeins ilmurinn ag ef'tirkeim- urinn, sem hann bragðaði á. enda segja vísir menn, að frumhvöt manneskianna sé að laðast, hver að annarri. En kannski er sýndur sætleiki sumum betri en þó hann gefinn væri Að minnsta kosti hafa þeir ávextir, sem aldrei urðu lesn- ir af girnilegustu trjánum í aldin- garðinum, orðið skáldum og lista- mönnum óþroíleg uppspretta þess munaðar, sem þeim var aldrei lát- inn í té. Eklci höfðutn við lengi ekið, er við mættum fólksbil, sem var full- setínn ungum hafmeyjum frá Vest- mannaeyjum. Þær kunnu sér ekki læti af kátinu eins og þær væru nýsloppnar á Iand í leit að ástum og ævintýrum hjá mennskum mönnum, líkt og stöllur þeirra í þióðsögunum. Allt þetta meyjaval fipaði samt ekki vorn ágæta bíl- stjóra í starfi nema hann fór að kvarta um handadofa. Og haldið var áfram fram hjá hinni sögu- frægu Bólstaðahlíð. Bærinn sýnd- ist sofa í stóru sóleyjum skrýddu túni, en bóndinn Klemens Guð- mundsson, hvíldi í tjaldi við Blöndu. Hafði hann vörzlu þar við brúna við mæðiveikigirðingu. Ekki leið á löngu, unz Blönduós birt- ist, sundurklofið kauptún af etf- inni, sem rennur þar ófrýnileg til sjávar. Á Blönduósi skruppum við inn í bakarí að fá okkur veganesti. Tvær ungar, en of feitar stúlkur afgreiddu, og var Halldór lávarð- ur í Húsey, sem annars var fá- máli, orðinn svo hýr af víninu, að hann spurði grafalvarlegur á svip og blátt áfrain: „Eru þær allar eins falíegar og þið, hinar stúlkurnar hérna á Blönduósii“ Þanriig fórust faltegasta maunin- um í okkar hópi orð, enda varð stúikunum svo mikið um þessa spurningu, að þær stöðnuðu í miðju spori á miðju gólfi, og er ég Ieit um öxl um leið og ég gekk út, stóðu bær enn sem steingerv- ingar eins og dætur I.ots í Gó- morra. Þannig varð þeim við komplimentin. Til allrar hamingju höfðu þær lokið við að afgreiða okkur, og séra Jakob var nýgeng- inn út með gríðarstóra smjör- köku. Vegurinn frá Blönduósi áleiðis suður var hinn bezti á leiðinni, sléttur eins og spegitl, og lét Jónas heldur en eklci spretta úr spori. En það voru fleiri þarna á ferð, og ekki með kal't, vélknú- ið hjarta, heldur með lifandi fcaug- ar og heitt blóð. Ekíci höfðum við lengi ekið, er mér varð litið um öxl. Sá ég þá út um gluggann, hvar maður, ríðandi brúnum hesti, var kominn fast upp að bílnum. Þurfti hann að halda fast aftur af hinum fjöróða hesti til þess að missa hann ekki fram úr á þess- utn sjötíu kílómetra hraða, sem bíllinn ó,k. Hesturinn skólc haus- inn tLI beggja hliða og átti auð- sjáanlega mikinn hráða afgangs þeim, sem hann fór. Þessi hestur hefur að minnsía kosti verið jafnoki Sörla á þessu Skúlaskeiði. Þannig hélt þessi ungi maður gæðingi sínum aftan við bílinn, unz vegurinn skiptist í tvær kvíslar: Þjóðvegurinn áfram vestur Þingið, en hinn inn Vatns- datinn. Og nú fékk blakkurinn að hlaupa hindrunarlaust og meðan við sáum, fiaug hann áfram með slíkum örskotshraða, að mér er til efs, að sjálfur Óðinn hafi rið- að Sleipni geystara uin vetrarbraut ina í Ásareiðinni. Því má skjóta hér inn, að tíu árum seinna var ég staddur úti í Vopnafjarðar- kauptúni. F.g átti um þær muad- ir brúnan fjörhest, ættaðan at' Hér- aði austur. Var ég með hann úí frá. Allmörg síldarskip höfðu Ieit- að inn á Ieguna undan norðausfc- anbrælunni. sem er of tíð á þess- um slóðum. Ég var í þann vegmu að stíga á Brún tii heimferður, er ókunnur, hvatlegur maður vind- ur sér að mér, heilsar og spyr næst, hvaðan Brúnn sé ættaður. Ég sagði nonum sem var, en spurði svo, hver maðurinn væri. Hann sagðist vera síldarsjómaður, en Húnvetningur að ætt og uppruaa, og fluttur til Dalvíkur fyrir nokkr- um árum. Síðan tók hann höfuð Brúns milli handa sér, horfði þegj- andi í augu hans um hríð. Að því búnu kvaddi hann mig og gelck HvnMesa áleiðis til sjávar. En um leið þekkti ég, að þar fór maður- inn, sem reið æsilegast inn Vatns- dalinn á sínum brúna jó á jútl- degi 1938. Áfram var ekið, unz Icomið var að Reykjaskóla í Hrútafirði um fcvötdið. Þar tókum við okkur gist- ingu. Þarna var kalt, bæði úti og inni, en víðsýnið út yfir hafið, sem lá spegilslétt svo Langt sem augað eygði með StrandafjöUin við yztu sjónrönd, var innlegg í myndir minninganna. Það var feg-- urð, sem endist ævilangt, og cær- ara morgunlofti hef ág hvergi andað að mér nema jölculsvalann suður í Hornafirði. Við fórum frá Reykjum árla morguns, cg innan skamnns vorum við komin suður á Holtavörðuheiði i hráslagakulda, sem etti oldcur norðan úr hafi. Á miðri heiðinni var hinn stærsti hópur vegagerð- 448 1 N I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.