Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 09.06.1968, Qupperneq 18
Sigurður Geirfinnsson Maðurínn í * &3 Fagurt er í íslenzkum sveitum njota hinnar víökunnu gestrism síðari hluta júnímánaðar, þegar vel viðrar. Náttúran er fullvökn- uð eftir vetrardvalann. Búpening- ur bóndans kominn á angandi haga. Fuglasöngur í mýri ,og mó. Hver á þá von á lífsháska t miðjum dal? Um 20. iúní 1937 vorum við all- mörg í bíi á leiðinni suður Bárð- ardal vestan Skjálfandafljóts Ferðinni var heitið að Mýri, fremsta bæ í Bárðardal að vestan. Þar átti að skíra sex börn. Þennan dag var kyrrt og blítt veður. Sólskin og hiti. Það var því glatt fólk í bílnum. Hlökkuð- um við til áð koma í Mýri, og Jón SigurSsson á Hliðarenda, sem reið berbakt með snæri i stað beizlis út i jökulflauminn, er hann varð þess áskynja, að þar var maður að farast. húsráðenda þar. Líka er það til- komumikil athöfn að sjá svona mörg börn skírð í einu. Þegar ekið er suður Bárðardal vestan Skjálfandafljóts, er farið eftir vegi, sem beygir alveg að fljótinu neðan við bæinn Hlíðar- enda. Liggur vegurinn eftir fljóts bakkanum alla leið suður fyrir Stóruvelli. Það má heita, að hlíð- in að vestan í dalnum sé öll skógi vaxin frá Hlíðarenda suður að Hlíðskógum Flest er því fagurt og hressandi, sem fyrir augu ber, á þessari leið. Þennan dag var mikill vöxtur í fljótinu. Er við höfðum ekið nokkurn spöl suður fyrir Hlíðarenda, hefur einhver orð á því, að eirthvað skrítið sé frammi í miðju fljótinu. Síðan er stanzað og stigið út úr bílnum. Hér er ekki um að villast; Þetta skrítna er maður. Hann er að mestu leyti í kafi. Sér aðeins á höfuð og herðar. Hvitar hærur og skegg sýnist fljóta á straumn- um. Virðist maðurinn hafa við- spyrnu í botni eða stein að styðj- ast við og halla sér mjög í straum- inn. Við þykjumst sjá, að hann hafi eitthvað í fanginu. Hér var mikil alvara á ferðum. Skjálfandafljót er breitt þarna, og mjög straumþungt. Algert ráðaleysi greip hópinn. Enginn kaðall eða nokkur spotti með í bílnum. Við vorum alger- lega óviðbúin þessu atviki. Van- máttarkenndin lagðist þungt á okk- ur. En rétt í þessu, þegar við er- um að snúast úrræðalaus þarna á bakkanum, og horfum vondöprum augum fram á fljótið, kemur mað- ur ríðandi á harða stökki Hann sat á gráum hesti — mjög stórum og kraftalegum. Berbakt á Landamóti: fíjótinu reið hann og með snæri í beizlis- stað. Maðurinn horfði hvössum augum fram á fljótið. Það var kjarkur og festa 1 svip hans. Hann mælti ekki orð til okkar, er þama stóðu, og svaraði engu ávarpi, en knúði hestinn fast, þeysti gegnum hópinn, hleypti hiklaust út í jök- ulvatnið og stefndi beint tií manns- ins, sem barðist við flauminn Við biðum milli vonar og ótla um að sjá, hvernig þessum leik lyki, þvi hér var við tryllt afi að etja. Gráni óð sterklega og hratt. Tvisvar skall yfir lend hans. En aldrei varð alveg simd. Maðurinn í fljótinu var Helgi Guðnason, vel þekktur og virtur góðbóndi á Kálfborgará, þá á sjö- tugs aldri. Björgunarmaðurinn var Jón Sigurðsson á Hlíðarenda, þá á léttasta skeiði. Jón virtist alltaf öruggur og farsællega náði hann fram til Helga. Þar fór Jón af baki. Kom þá í ljós, að það, sem Helgi hafði í fanginu, var hnakk- ur. Studdust nú þáðir við hestinn, og á bak komst Helgi. Síðan óð Jón með hestinum, en Helgi stýrði honum færustu leið austur yfir fliótið. Þegar þeir komu upp á eystri bakkann, leið fegins stuna frá brjósti fólksins á vesturbakk- anum. Ég hef oft hugsað um það, hvað mikil gæfa var yfir þessum degi, að gamli öðlingsmaðurinn, Helgi á Kálfaborgará, skyldi komast lífs af. Ekki veit ég fyrir víst hvað Helgi var lengi í vatninu. En varla getur það hafa verið styttra en hálf klukkustund. Sennilega eitt- hvað lengur. En Helgi var vígður þeim krafti, sem skapast við kalt og óblítt íslenzkt veðurfar. Og þótt hann væri kominn á sjötugs 450 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.