Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Síða 3
í mörgum löndum er Lappahreinninn tákn iólanna.
Heimkynni hans eru í hinum nyrztu löndum þriggja
álfa. Þar eru auk Lappahreinsins þrjár aörar hreindýra-
tegundir. Á ísiandi hafa hreindýr verið í nær tvær aldir
Um aldamótin síðustu lögðu Samar frá Norður-Finnlandl af
stað til Alaska með 2000 dýr. Leiðin er 2200 kilómetrar, og
þeir komust á tveim árum á leiðarenda með 800 dýr. Út
af þeim eru nú miklar hjarðir í Alaska og Kanada.
Það heyrast líkt og brestir, þegar
hreinn gengur. Þeir koma frá sin í
klaufum, er leggst yfir ofurlitið bein
við hvert fótmál, sem þeir stíga,
Þetta minnir á gitarstrengi.
Milli klaufanna á afturfótunum eru
klaufkirtlarnir. Frá þeim smitar *
kvoða, sem sezt í spor hreindýr-
anna. — Þefurinn af henni vísar
leið öðrum dýrum, sem orðið hafa
viðskiia við hjörðina.
Hreinkýrnar, simlurnar, kelfa í
maí. Kálfurinn er einn, sjaldan
tveir. Þá er oft snjór, en kálfur-
inn kemsf á spena jafnskjótt og
hann hefur verið karaður. Fitan
í mjólkinni er 15—20%.
Furðu gegnir, hve eyra hreinkýr-
innar og kálfs hennar er næmt. Þótt
hundruðum dýra sé tvístrað, og klið-
urinn svo mikill, að ekki heyrist
mannsins mál, finnur hver kálfur
strax móður sína.
Fyrir hverjum flokki er stór tarfur.
Staða kúnna I flokknum iýtur
ströngum reglum og er meðal ann-
ars háð stærð hornanna. Skaddist
horn á kú, færist hún aftar í flokk.
inn.
Hornunum beita tarfarnir eln-
ungis, þegar þeir berjast innbyrð-
is. Gegn rándýrum, sem á þá
ráðast, beita þeir framfótunum
— ef svo er að þeim kreppt, að
þeir geta ekki flúið.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
507