Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Síða 6
r alls tvö vagnhlöss af bókum og skjölum, sem farið var með það- an. Lögreglan fór einnig í prent- smiðju þá, þar sem blað súffra- gettanna var prentað. Samt sem áður kom það út. En víða voru í það eyður að þessu sinni og sums staðar fyrirsagnir einar yfir auð- um dálkum Vakti þar einkum at- hygli, að á forsíðu var stór fyrir- sögn: Hólmgönguáskorun. Síðan komu tveir dálkar auðir og neðst í hinum aftari dálkinum nafn höf- undar: Kristabel Pankhurst. Þetta var áhrifameira heldur en þótt hin mergjaðasta grein hefði birzt. Þessum atburðum fylgdu þung- ir fangelsisdómar, og voru sum- ar af konunum dæmdar í nauð- ungarvinnu Emmeiína Pankhurst var fyrst dæmd í tveggja mánaða fangelsi fyrir óspektir og spell- virki, en síðan var hún, ásamt Emmelínu Pethick-Lawrence og manni hennar og Mabel Tuke, á- kærð fyrir uppreisn. Sönnunargögnin voru af ýmsu tagi. Við húsrannsóknina í höfuð- stöðvum súffragettanna hafði kom ið í ljós, að þær notuðu dulmál. Stjómarráðið nefndu þær tré, en ráðherrana ýmsum nöfnum jurta og trjáa. Sumir báru jafnvel ill- gresisnöfn. Ríkisbyggingar allar höfðu heiti af svipuðum toga, og sjálfar voru súffragetturnar ein- kenndar með bókstöfum. Svolát- andi símskeyti var lagt fram: „Silki, þistill, önd, ull“. Það þýddi: Viltu mótmæla fundi Asquiths annað kvöld, en láttu ekki hand- taka þig, ef markmiðið næst án þess“. Mikið safn steina, sem tek- ið hafði verið af súffragettunum, var einnig til sýnis, og var auð- séð, að steinanna hafði verið afl- að á sama stað. Það var sönnun þess, að steinunum hafði verið út- bétt frá sérstakri miðstöð. Þær nöfnurnar voru dæmdar í níu mánaða fangelsi, auk þess sem þær skyldu bæta tjón, sem nam mörgum þúsundum sterlings- punda. Skaðabótagreiðslurnar hlutu þó að koma á Pethiek-Lawr- ence-hjónin ein, því áð Emmelína Pankhurst átti engar eijnir.' Þetta þótti súffragetunum all- harður dómur og var það haft til samanburðar, að sjómenn, sem gert höfðu samsæri á hafi úti til þess að vekja athygli á illum kjör- um stéttar sinnar, voru ekki látn- ir sæta neinni refsingu, þótt kall- aðir væru þeir sekir, og refsing verkalýðsleiðtoga, Tómasar Manns, sem skorað hafði í prentuðum bæklingi á hermenn að óhlýðnast yfirmönnum sinum, ef þeim yrði skipað að skjóta á verkfallsmenn, var stytt úr sex mánuðum í tvo. En einkum þótti þeim þó vægar tekið á andstæðingum írskrar heimastjótnar, sem þó hótuðu op- inskátt borgarastyrjöld, ef írland fengi sjálfsforræði. Fyrst í stað bjuggust þær nöfn- ur við, að þingið myndi skerast í ieikinn, og ákváðu þær að bíða átekta nokkra daga. Það urðu Hfca margir tii þess að heimta, að refs- ing yrði Hnuð og að þeim búið sem pQlitískum föngum. Slíjkar kröfur komu ekki aðeins frá ensk- um mönnum og stofnunum, svo sem hinum mestu áhrifamönnum í háskólanum í Oxford og Cam- bridge, heldur einnig frá hinum frægustu mönnum vítt um heim — Georg Brandes, Maríu 'Curie, sem þá hafði tvívegis hreppt Nó- belsverðlaun, belgíska rithöfund- inum Maurice Maeterlinck, sænska rithöfundmum Ellen Key og for- ingja rússneskra lýðræðissinna, er þá var, Páli Miljukoff. Á Breta- þingi sló j mjög harða brýnu, og voru það Keir Hardie og Georg Lansbury, er einarðlegast töluðu máli kvennanna. Georg Lansbury var maður mjög vinstrisinnaður og gerðist um þessar mundir ritstjóri Daily Heralds. Varð hann eftir' þetta harðskeyttasti liðsmaður súffragettanna í flokki stjórnmála manna. Upp úr ádeilum þeirra Keirs Hardies og Lansburys spratt, að innanríkisráðherrann skipaði svo fyrir, að þær nöfnurnar skyldu fluttar úr glæpamannadeildinni i Hollowayfangelsi í fyrstu deild, er svo var kólluð, þar sem þær fengu miklu betri aðbúð og meira frjáls- ræði. Engar aðrar súffragettur í fangelsum landsins voru þó látn- ar njóta þessara fríðinda. Þegar þær nöfnur komust að raun um þetta, neituðu þær að þiggja þau fríðindi, sem þeim höfðu verið látin í té. Það var þó að engu haft. Þá gripu þær til þess ráðs að neyta ekki matar. Þessar fregnir flugu eins og eld- ur í sinu um Holloway-fangelsi og bárust með undarlegum hraða í önnur fangelsi. Samstundis hófu allar súffragettur, sem í haldi voru, hungurverkfall að dæmi for ingja sinna. Þegar áttatíu konur voru teknar íð svelta sig, fyrir- skipaði ríkisstjómin, að þær skyldu -mataðar nauðugar. Nú hófust hræðilegir dagar i Holloway-fangelsL Læknarnir gengu klefa úr klefa með slöng- ur sínar og næringarvökva, og óp og vein .bergmáluðu um ganga og stiga. Oftast reyndu fconurnar að verja sig, þótt það stoðaði ekki neitt. Ein þeirra, Emilía Vilding Davison, -gat smogið úr greipum gæzlufcvennanna, sem fylgdu læknunum á göngu þeirra. Hún varpaði sér fram af stigahandriði og stórmeiddist. Það bjargaði Mfi hennar, að hún lenti á vímefi, sem dró úr fallinu. Fljótlega kom röðin að- þeim nöfnunum. Einn daginn heyrði Emmelína Pankhurst óp og vein með hörkuáflogum í - klefa stall- systur sinnar. Hún vissi undir eins, hvað á seyði var. Þó að hún væri máttfarin orðin af hungri, flýtti hún sér fram úr rúmi sínu, þreif leirkönnu af borði sínu og skorð- aði sig við vegginn, Þegar klefa- dyrnar opnuðust. og læknarnir birtust með halarófu af gæzlukon- um á eftir sér, reiddi hún upp ieirkönnuna og ógnaði þeim. Eftir nokkurt orðaskak hörfaði flokkur- inn út, og læknirinn, sem forystu hafði, sagði, að hann gæti alveg eins hlynnt að henni næsta dag. Meðan þessu fór fram í fangels- inu, var mikil ólga í mörgum borg urn Englands, en hvergi þó sem í Lundúnum. Súffragetturnar þyrptust hundruðum saman syngj andi að fangelsunum, svo að f-ang- arnir heyrðu óminn af því, er gerð ist úti fyrir, og fjöldafundir voru haldnir á torgum. í þingsölunum urðu orðaskipti harðari en nokkru sinni fyrr. Georg Lansbury lýsti Asquith forsætisráðherra svívirðu lands síns og þar á ofan kvenna- morðingja, sem getið yrði í sögu Englands fyrir pyndingar á sak- lausu fóliki. Þegar forseti deildar- innar vísaði Lansbury út úr þing- sa-lnum fyrir þær sakir, að hann skerti þingsins með ókvæðisorðum c-ínum, öskraði hann á móti: „Herra! Heiður þess er þegar far- inn til fjandans“. Innan ckamms voru þó súffra- getturnar látnar lausar að sinni, margar lasburða og sum-a-r veikar. Manni Emmelínu Petick-Lawrence var einnig sleppt. Hann hafði þá verið mataður n-auðugur tvisvar á 510 T I M I N N — SUNNUÐAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.