Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Page 7

Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Page 7
dag í m©íra en tíu daga, enda feom- inn gersanilega að niðurlotum. XIX. Sumarið 1912 gerðust nýlr at- Iburðir og að sumu leyti óvæntir. Fellt ihafði verið í þinginu með litlum atfevæðamun a'ð veita kon- um takmarkaðan atkvæðisrétt, og Emmelína Panfehurst brá sér á laun til Parísar, er hún hafði jafn- að sig eftir fangelsisvistina, til fundar við Kristabel, er þar sat óhult og hafði öll færzt í aufeana við þau völd, er henni féllu í sfeaut é meðan móðir hennar og Emme- Hína Pethick-Lawrence gátu ekfei annazt stjórn hreyfingarinnar. Það þurfti sjaldnast að brýna EmmeMnu Pankhurst. Kristabel var þó enn hersfeárri og tillitslaus- ari, einnig við þá, sem fórnað höfðu orku og efnum og hags- munum í þágu þeirra mæðgna og þess málefnis, sem þær höfðu íengi sett ofar öllu öðru. Við heim ifcomu Emmelínu frá Paris varð hljóðbært, hvaða ráðum þær höfðu ráðið. Röksemdafærsla Emmelínu var þessi: Nú var úr sögunni þing- meirihlutinn, sem hafði viljað veita fconum einhvern fcosmingarétt, mest fyrir afskipti Loyds Georges, sem fcvað ríkisstjórnina í veði, ef málið hefði framgang. Út á við var háttalagi súffragettanna kennt um þessi straumhvörf. Slægju þær undan, voru lítil líkindi til þess, að feonur fengju leiðréttingu mála isinna í náinni framtíð. Á hinn bóginn höfðu súffragetturnar góða Vígstöðu: „Enginn getur sigrað okkur, efekert getur skelft okkur, ekkert getur haldið ofckur í fang- elsunum“. Hún taldi, að þrátt fyr- ir allt hefði ríkisstjórnin þegar lot- ið í lægra haldi, og leiðin til þess að knýja fram leikslok væri að herða baráttu og gera hana skefja- lausari en nokkru sinni áður. Þess vegna hrópaði hún: „Uppreisn! Bylting kvenna er hafin!‘ Allt var leyfilegt í þeirrl byltingu, nema manndráp. Þó voru þeir til, sem fannst þetta óhyggilega ráðið. Emmelína Pethick-Lawrence og maður henn- ar voru hér á öndverðum meiði. Þau yUdu nota til hlítar þá sam- úð, sem misfcunnarlaus meðferð ó súffragettunum hafði vakið, en ekki aufca spellvirki að sinni. Svo hefði mátt virðast, að þau hefðu haft allsterka aðstöðu innan hreyf- ingarinnar, því að þau höfðu í mörg ár miðlað henni af eignum sínum og loks verið dæmd til þess að greiða gífurlegar skaðabætur, auk þess sem Emmelína Pethick- Lawrence var sú konan, sem mest hafði mætt á, næst þeim Pank- hurst-mæðgum. En Emmelína Pankhurst lét ekki' tilfinningavellu eða þakklátssemi stöðva sig. Hún hreytti einungis í nöfnu sína: „Ef þú styður ekki þá stefnu, sem Kristabel hefur markað, mer ég þig undir hæl mínum“. Hún horfði ekki einu sinni í það, þótt fórna yrði þeim fjárframlögum, sem hreyfingin hafði notið frá Lawr- ence-hjónunum. Henni var meira að segja orðinn þyrnir í auga, hve þau voru rík, því að ríkisstjórnin gat genigið í eigur þeirra og bætt þannig það tjón, sem súffragett- urnar oUu. Lawrence-hjónin urðu að beygja sig. Þó tókust þær sætt- ir til bráðabirgða, að þau færu fyrírlestraferð til Kanada. Svo hófst framfcvæmd hinnar nýju stefnu, Pyrsta tækifærið gafst þegar í stað. Asquith forsætisráð- herra fór til Dyflinnar til þess að njóta með írum þess fagnaðar, sem nýjustu hugmyndir um vænt- anlega heimastjórn á írlandi fæddu af sér. En hann hafði sinn djöful að draga í þessari ferð. Súffragetturnar eltu hann eins og skugginn og breyttu ferðalaginu í martröð. Þær stóðu augliti til auglitis við hann, hvenær sem hann steig út . úr járnbrautar- vagni, og þær hrópuðu í sífellu á hverjum fundi, þar sem hann tók til máls. Hvar sem hann birt- ist ó almannafæri, urðu upphlaup og róstur. í Dyflinni réðst María Leigh, fyrsta konan, sem mötuð hafði verið nauðug, með öxi á bif- reið hans, og í lokafagnaðinum í helzta leikhúsi borgarinnar tókst henni og Gladys Evans að kveikja í byggingunni. Það kostaði þær fimm ára íangelsisdóm. Þær María og Gladys voru sett- ar í Mounty-fangelsið og hófu þeg ar hungurverkfall. Margar aðrar súffragettur voru í fangelsinu og Súffragetta steypir úr mjölpoka yfir Asquith forsætisráðherra, þar sem hann ekur í vagni um götur höfuöborgarinnar. TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 511

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.