Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Síða 8
’íhöfðu nálega afplánað refsingu
sína. Eigi að síður töku þær einn-
dg aö svelta sig. Þeim var sleppt,
en ríkisstjórnin skipaði svo fyrir,
að María og Gladys skyldu nærð-
ar gegnum slöngur þar til tvísýna
þætti á, hvort þær héldu lífi. En
að tokum varð þó einnig að veita
þeim frelsi.
Heiima á Englandi bar margt til
tíðinda. Þess sáust óræk merki,
að tilraun hafði^verið gerð til þess
að kveikja í tveim ráðuneytisbygg-
ingum, og mikil stund var lögð
4 að skemma golfvelli, þar sem
kunnir stjórnmáiamenn dvöldust
um helgar. Grænir, eggsléttir vell-
ir voru sv'ðnir með eitursýrum og
oft með þeim hætti, að þar birt-
ust vígorð súffragettanna. Þegar
Ihirðin dvaldist í Balmoralkastala
í Skotlandi, voru öll merkjaflögg-
in tekin brott og fánar súffragett-
anna settir í staðinn. í Inverness
komust tvær súffragettur inn á
golfvöll, þar sem Asquith og inn-
anrfikisráðherrann, McKenna, voru
fyrir, og lentu í hörkuáflogum við
ihinn síðarnefnda, er ætlaði sér að
(kaffæra þær í tjörn.
Um haustið komu Lawrence-
hjónin heim. Þá hafði ríkisstjórn-
in látið leggja löghald á húseign-
ir þeirra. Emmelína Pankhurst lét
það ekki aftra sér. Hún heimtaði,
að þau hyrfu úr samtökum sín-
tim. Þau kröfðust þess, að Krista-
hel kæmi frá París til viðræðna.
Það varð ofan á, að hún kom
til Lundúna með leynd. Viðræð-
unum lauk svo, að Lawrence-hjón-
in drógu sig í hlé, en fengu að
halda blaði sínu, er Kristabel hafði
stjórnað um hríð. f þess stað stofn
aði Emmelína Pankhurst nýtt blað,
sem hún fékk dóttur sinni til um-
ráða. Sjálf tók Emmelína að sér
að afla samtökunum fjár, en
Kristabel átti að ráða áróðri öll-
um og afstöðu til stjórnmála-
ftokka og stjórnmálamanna. Þetta
var tilkynnt um miðjan október-
mánúð 1912.
Nokkur hópur kvenna hvarf
brott úr samtökunum með Emme-
línu Pcthick-Lawrence. En það var
jafnskjótt fyl-lt í skörðin. Brátt hóf
ust harðar árásir á verkamanna-
iflokiklnn log írsku ftokkana, og
Emmelína Pankliurst þrumaði
dagskipanir sínar:
„Strfðið, hver með sínum hætti.
Þið, sem viljið brjóta rúður —
brjótið þær. Þið, sem getið kom-
ið því við að valda meiri spjöll-
um á eignym. . . . — gerið það.
Ég hrópa á uppreisn. Ég segi við
ríkisstjórnina: Þið þorið ekki að
skerða hár á höfði leiðtoganna í
Úlster, sem hvetja til uppreisnar.
Takið mig, ef þið þorið. En svo
lengi sem karlar gera uppreisn og
kjósendur njóta frelsis, skal ykk-
ur ekki takast að halda mér í fang-
elsi.“
Lawrence-hjónin neituðu sér um
að gagnrýna þessa stefnu, þótt
þau væru andvíg henni. Þau vildu
ekki heldur þiggja neina hjálp til
þess að greiða þær fúlgur, sem
af þeim voru heimtaðar. Þau tóku
þann kost.inn að verða öreigar fyr-
ir þau samtök, er höfðu útskúfað
þeim.
XX.
Ein höfuðröksemd hinnar nýju
stefnu var sú, að ríkisstjórninni
væri miklu annara um eignir
manna en líf og heilsu þegnanna.
Þess vegna varð keppikeflið að
valda sem mestu tjóni. í samræmi
við það urðu æ meiri brögð að
spellvirkjum, sem framin voru á
laun.
Hinar eldri baráttuaðferðir voru
þó efeki látnar niður falla. Sylvía
Pankhurst haslaði sér völl í öreiga
hverfum Austur-Lundúna í því
skyni að safna þar um sig flokki,
sem gæti myndað kjarna á fjölda-
fundum og í kröfugöngum. Hún
var miklu vinsamlegri vinstra
armi verkamannaflokksins en syst
ir hennar og hafði mikið samstarf
við" Keir Hardie og Georg Lans-
bury, sem raunar sagði sig úr
flokknum um þessar mundir. Það
kom í hlut Sylvíu að hafa forystu
í göngum til þinghússins og óeirð-
um þar. Það hafði aúðvitað í för
með sér fangelsanir og hungur-
verkföll. ■
Þær feonur, sem gáfu sig mest
að spellvirfejum, tóku nú að eyði-
leggja póstfeassa í mörgum borg-
um landsins. í sumum kom upp
eldur, þegar póstmenn opnuðu þá,
en í sumum voru bréfin gerð ó-
læsileg méð svörtum vökva, sem
hellt var í þá. Áhættan var ekki
mikil, og aðeins örfáar konur
lentu í höndum lögreglunnar
vegna skemmdarverka af þessu
tagi. Ein þeirra var farlama stúlka,
sem varð of sein fyrir að flýja.
Hún var dæmd í átta mánaða fang-
elsi og mötuð nauðug með þeim
harðræðum, að tönn var brotin úr
henni. • Þrátt fyrir vanburði sína,
lét hún ekki bugast, og að lofeum
urðu yfirvöldin að sleppa henni
eins og Öðrum, er nógu þrautseig-
ar voru.
En auðvitað var ekki látið sitja
við það eitt að eyðileggja bréf og
póstkassa. Símalínur voru klippt-
ar sundur, svo að stundum var
sambandslaust milli stærstu borga
landsins, spellvirki voru unnin í
glæsilegustu samkomuhúsum
Lundúna, gróðurhús í Kewgarði
voru brotin, listaverkum var spillt,
gimsteinaskrín í Lundúnaturni
kurlað og höll erkibiskupsins af
Kantaraborg grýtt. Um miðjan
febrúarmánuð 1913 voru veitinga-
hús brennd til kaldra kolá og
stuttu síðar sprakk sprengja í veit-
ingahúsi, sem Lloyd George hafði
í smíðum, rétt áður en verkamenn
irnir komu til vinnu. Hattprjónn
og hárnæla fundust nálægt hús-
inu og þóftu nálega sönnun þess,
að súffragetturnar hefðu verið þar
að verfei. Sú, sem þetta gerði, var
Emilía Wilding Davison — stúlk-
an, sem ætlaði að fyrirfara sér í
Holloway-fangelsi árið áður.
Fáum dögum síðar sagði Emme-
lína Pankhurst á fundi í Cardiff:
„Við sprengdum hús ráðherrans
í loft upp“. Hún var þegar hand-
tekin, en var látin laus, er hún
hafði svelt sig í einn sólarhring,
en jafnframt tjáð, að mál yrði
höfðað gegn henni.
Þegar þetta gerðist hafði Sylvía
verið í fangelsi í langan tíma og
mötuð nauðug 1 fimm vikur sam-
fleytt. Aðframkomin eftir þessa
meðferð tók hún loks það ráð að
ganga í sífellu fram og aftur um
klefagólfið, þótt hún gæti varla
staðið upprétt og hnigið hvað eftir
annað á gólfið. Hún staulaðist
þannig fram og aftur í tuttugu
og átta klukkustundir, unz yfir-
völdin sáu loks sitt óvænna og
létu hana lausa. Hún var flutt
heim til móður sinnar með augu
svo blóðhlaupin, að hún var ná-
lega blind og hafði létzt um þrjá-
tíu pund. Einmitt þessa viku hafði
Kristabel ráðizt í blaði súffragett-
anna á þann mann, sem einna sízt
átti það skilið, Keir Hardie, og
birt af honum skrípateifeningu í
gérvi flaðrandi apa með vindil í
túlanum og hangandi annarri
hendi í forsætisráðherranum, en
takandi ofan fyrir súffragettu með
hinni. Eigi að síður kom hann
þegar að sjúkrabeði Sylvíu.
Framhald í 526. síSu
512
TÍMINN - SUNNUBAGSBLAÐ