Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Page 9
Kringum Sigríði er allt fullt af börnum, köttum, glööum lit- um, leir og málningu. Hún styttir börnunum á Landspítal- anum stundir með því að kenna þeim föndur, og þegar hún kem- ur heim frá því starfi, fá börn hennar sjálfrar að vera með henni í næstum hverju, sem hún tekur sér fyrir hendur. Það mætti ætla, að þá fyndist henni nóg komið og væri ekki hæna að sér frændbörnin líka. En það gerir hún, kennir þeim að búa til úr eggjakössum og eplabréfi blóm, sem eru fallegri en páskaliljur, og fyrir jólin býð ur hún þeim að baka með sér dularfullar smákökur. Barngóðar konur eru oft fús- ar að eyða ævi sinni til þess að hlynna að öðrum og gera engar kröfur sjálfum sér til handa. En Sigríður á sér metnað og mótað- ar óskir. Hana langar að mála myndir, og þar sem guð hefur gefið henni slatta af skipulags- gáfu, tekst henni nú orðið að finna sér fiesta daga tíma til þess. Og við óskum henni góðs gengis á listabrautinni. (F. v.: Karl, Vera, Sigríöur, GuðríS- ur, Björn). í SÍNU LITLA HÚSI Ljósmyndir: Gunnar. • • • • • Heimsótt Sigríður Björnsdóttir Þegar gengið er um göturnar í elzta hluta Reykjavíkur er á ein- um stað gluggi með hvítri blæju fyrir. Oftar en ekki gægist und- an blæjunni kolsvartur, aggalítill ketlingur. Litla stýrið deplar aug- unum teprulega, vegfarandinn staldrar við til að horfa ofurlít- ið betur á hnoðrann og veit varla fyrr en hann hefur lyft hendinni upp að rúðunni í hurðinni til að banka. Oftast áttar hann sig á síðustu stundu, það er auðvitáð ekkert vit í að fara að sníikja kettling, þegar máður á heima á þriðju hæð í blokk — það yrði þokkalegt fjaðrafok hjá nágrannafrúnum, ef kattarhlandslykt fyndist í stiga- ganginum. En viist hefði það verið gaman, og það liggur við að hann öfundi fólkið í þessu gamla, litla husi, og sé hann blaðamaður, þá stenzt hann trauðla freistinguna heldur ban'kar kröftugliega og treður sér inn. Húsið or fjörutiu til fimmtíu ára gamalt og flestir hefðu haldið, að inni fyrir byggi aldrað fólk. Þarna hefðu hjartahrein, gömul hjón get- að alið upp bíu börn og tuttugu barnabörn og farið fjórbánþúsund sinnum saman í rúmið og hellt áttatíuþúsund sinnum upp á könnuna. Andrúmsloft hússins kynni að vera óbreytt síðan fyrir kreppu, sömu vetnis og súrefnis- sameindirnar hefðu ár eftir ár T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 513

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.