Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Side 10

Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Side 10
flögrað milli fólksins á stólunuin og grænu plantnanna í sotfuglugg- unum. En því er á annan veg farið. Hér býr ung kona, sem fer um margt sínar eigin götur. Hún segir, að sér líði afskaplega vel í þessu gamia húsi. Hún heitir Sigríður Björnsdótt- ir, og vinnur á morgnana á barna deild Hringsins í Landspítalan- um, hjálpar litlu sjúklingunum við föndur, svo þeir hressist fyrr. Heima híður eigin barnahópur. sem er töluvart stór, heimi'lisstörf- in og aðalahugamálið: að gera mál- verk. Sigriður var áður gift Diter Rot svartlistarmanni, en leiðir skildu. Hann kennir nú við háskóla í V-.Þýzkalandi, ?en kemur öðru hverju hingað til landsins að hitta börnin, sem honum eru kær. En Sigríður segist hafa fengið málningarbakteríuna áður en hún kynntist honum. Hún tók teikni- kennarapróf í Handíðaskólanum, en átti þess ekki kost að fara utan Fyrsts mynciin, sem Sigríður gerir ekki í eldhúsinu hjá sér. 114 tii framhaldsnáms, fyrr en hún fékk þá hugmynd að gerast fönd- urkennari sjúkra barna og ungl- inga. Þá komst hún tit London. „Það varð mér ógleymanlegur tími. Ég fékk að fylgjast með starfi sérmenntaðra kennara í sjúkra- föndri við þekktan barnaspítala í Gr. Ormond Street, auk þess sem ég átti þess kost að kynna mér þessa starfsemi við marga fleiri spítala þar í landi. Seinna starfaði óg eitt ár við barnadeild á Mauds- ley-geðvei'kraspítalanum. Þar voru um þrjátíu börn — allt frá fjög- urra upp t fjórtán ára Sum voru geðveik, önnur tilfinningalega trufluð, enn önnur vanþroska vegna heilaskemmda. Þarna var fjarska áhugavert að vinna Starfs- lið var nóg, svo tækifæri gáfust til að kynnast hverju barni náið, gefa því góðan tíma og fylgjast þannig með hægfara bata mánuð eftir mánuð. Og það rann smám sam- an upp fyrir mér, að sé heilbrigðu barni nauðsynlegt að leika sér, þá er það þó ennþá nauðsynlegra fyr- ir veikt barn á sjúkrahúsi, svipt sínu eðlilega umhverfi. Sjúkraföndurdeildinni var lokað klukkan fimm á daginn og mátti þá Sigríður vinna þar að vild. Auk þess lagði hún stund á teiknun í kvöldskóla. Þegar aftur til íslands var kom- ið, tóku börn og heimili drjúgan hluta af starfsorkunni En hún reyndi að mála í eldhúsinu. Þar fékkst hún líka við að gera skart- gripi úr tré, leir brenndum á pönnu og fleira, en hætti, þvi að henni fannst svo mikið verk að laga tiil á eftir. „Síðan ég flutti í þetta hús í vetur“, segir Sigríður, „hef ég loks eignazt annan stað til að mála í en eldhúsið og vona ég, að mynd- irnar mínar taki ’ þar með stakka- skiptuim. Það ex þó fjarri því, að ég vanmeti eldhússtörfin. Þau eru mjög þýðingarmikil að mínu áliti og jafnvel það að hræra í grautar- potti getur vakið hugsani.r og hug- myndir um áferð á málverki.“ „En finnst þéj ekki truflandi að mála með fullt' hús af börnum?“ „Nei, þvert á móti Þau eru mér bæði styrkur og örvun. Þau hafa líka gert mig heimakæra. Hefði ég ekki verið bundin við þau, býst ég við, að tíminn hefði flögrað frá mér við kaffidrykkju og sam- kvæmislíf. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.