Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Síða 12
rfflwmn
Helgi Vallýsson:
HREINDÝRIN Á
VESTURÖRÆFUM
mm
„Helgi Valtýsson
— áhugi hans er samur og jafn,
þótt hann sé nú orðinn háaldr-
aður.
Tlgulegt dýr.
516
I. Hálfrar aldar áhugamál:
Mér er senn Hkt farið og stráikn-
um, sem spjallaði mjög við sjálf-
an sig og rökstuddi það með því,
að alitaf væri gaman að tala við
skynsaman mann.
í liðuga hálfa öld hef ég borið
hreindýrin okkar Austfirðinga
mjög fyrir brjósti. Mér var það ó-
bærileg tiihugsun, að þessi litla, sí-
fækkandi, fótfráa glæsihjörð og ör-
æfaprýði ætti sennilega að hverfa
úr sögunni áður en varði, eins og
að stefndi, væri ekkert aðhafzt
henni til verndar og bjargar.
Furðulítið virtust frændur mín-
ir og landar á Fljótsdalshéraði
sinna þessari hjörð sinni á Vestur-
öræfum og lítið til hennar þekkja
að öðru en bragði og bjór, sem
einstaka hreindýraskytta aflaði
þeim. Og það var hvort tveggja
harla gott. — Og þá var sagan öll.
Um 25 ára skeið hef ég þulið
yfir frændum mínum eystra, hvað
þeim bæru að gera til verndar og
hagnýtingar á litlu öræfahjörðinni
sinni. Með þá í huga, varð-
veizlu og kunnáttulega hagnýtingu
öræfahjarðar þeirra, sem árlega
myndi leggja þeim í hendur millj-
ónaverðmæti af afurðum hjarðar-
innar, án nokkurs verulegs rekst-
urskostnaðar, hef ég unnið að
þessu áhugamáili mínu í fullan ald-
arfjórðung á þessum vettvangi.
Og ég lét ekki hjá líða að lýsa gleði
minni, er loks var svo langt kom-
ið málinu, að eigi stóð á öðru en
samiþykki bænda á Fljótsdalshér-
aði að taka opnum örmum við
hjarðarauði sínum á Vesturöræf-
um, og þurfa ekki einu sinni að
þakika allan nauðsynlegan fróðleik
um hirðu hjarðar sinnar og haf-
nýtingu, sem þeim stóð til boða og
beið þeirra árum saman.
II. Hrafl úr sögu:
Sagan hefst á fyrstu verklegu
framkvæmdum mínum á þessum
vettvangi, er við félagar siðsumars
1939 lögðum upp í fyrsta rann-
sóknarleiðangur okkar af fjórum
sumarleiðöngrum um hreindýra-
slóðir. En þær voru þá aðallega í
Kringilsávrana uppi undir Brúar-
jökli í norðausturbrún Vatnajök-
uls, en síðar einnig á Vesturöræf-
unum. Rannsökuðum við hjörðina
mjög gaumgæfilega, fjölda dýra,
Mf þeirra og lífsskilyrði og tókum
fjölda Ijósmynda. Reyndist hjörð-
in íþá aðeins um hundrað dýr alls
með kálfum, og var um helming-
ur hjarðarinnar tarfar.
Að loknum leiðangrinum sendi
ég ríkisstjórninni alMtarlega
skýrslu um för okkar og athugan-
ir allar, og einnig tillögur um,
hvað gera bæri og þyrfti til vernd-
ar og varðveizlu hjarðarinnar, og
meðal annars að nauðsynlegt væri
að skipa öræfafróðan og dugleg-
an eftirlitsmann með hjörðinni.
Með harðfylgi þingmanns Aust-
urlands, Eysteins Jónssonar ráð-
herra, fékkst lögboðin alger frið-
Lokaávarp höfundar til frænda
sinna á FEjófsdalshéraöi
IÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ