Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Side 16
Yztahúsið í Hnífsdal Við ísafjarðardjúp vestanvert eru tvö fiskiþorp. — Bolungarvík er utar, á millj Stigahlíðar, sem er yzta hlíðin þeim megin við Djúpið, pg Óshlíðar, en innan við Óshlíð, sem var röskur tveggja tíma gangur áður en bílvegur var lagður um hana, er Hnífsdalur ut- anvert við mynni Skutulsfjarðar, — fjarðar þess, sem ísafjarðar- kaupstaður stendur við. Milli Hnífs dals og ísafjarðar eru fjórir til fimm kilómetrar, og heitir þar Eyrarhfíð. Dregur hún nafn af Eyri í Skutulsfirði, þar sem ísa- fjarðarkaupstaður er Það voru „Danskir“, sem gáfu eyrinni nafn- ið ,,Isafjord“, er þeir hófu þar verzlun, en hinn raunverulegi fsa- fjörður er innsti og stærsti fjörð- urinn við ^safjarðardjúp. Hnífsdalur myndast af þremur fjallgörðum háum og stórfengleg- um. Næst Eyrarhlíð er Bakka- hyrna, en Búðarhyrna að utan- verðu á móti, tignarleg og skarp- leit, og vekur mönnum ógnþrung- inn kvíða að vetrarlagi, þegar gil hennar eru full af snjó og búast má við snjóflóði á hverju augna- bliki. Fyrir miðjum dalnum rís Kistufeilið, ferkantað, fagurt og reisulegt, ásamt systkinum sínum, sem öll sjást langt að og eru hin greiriilegustu fiskimið á ísafjarð- ardjúpi. Dalurinn er fimm til sez kílómetra langur frá heiðardrög- um út að sjó, og er daLsmynnið í norðaustur frá botninum Á. renn ur eftir dalnum miðjum' í mjúk- um bogum á láglendinu, en er eins og hrynjiandi siLkislæða oar sem hún fellur hvítfyssandi niður brattan dalbotninn, gefandi um hverfinu iðandi iíf, en bregður dul yfir það, sem á bak við hana býr. Dalurinn breikkar yzt með nokkuð háum bökkum beggja vegna, er enda í hlíðarfótum fjall- anna, bæði að utanverðu og inn an, en í miðju er Láglendi, sem áin og brirnið hafa myndað í bar- áttu sinni um völdin á Landinu, malarkambar og sandur. Breidd dalsins, þar sem byggðin er, mun vera á annan kílómetra, en þorp- ið stendur bæði uppi á bökkun- um beggja vegna og undir þeim. Það var Laust eftir aldamótin, að Rögnvaldur Jónsson, sem mun hafa verið frá Skíðastöðum í Skaga firði, og fluttist í Hnífsdal ásamt konu sinni, Sigríði Ólafsdóttjir, og byggði í félagi við Guðmund Sveins son kaupmann hús undir bökkun- um, er næstir voru Óshlíðinni, nokkuð langt fyrir utan önnur hús. Var það í daglegu tali kah- að Yztahúsið. Þetta var timbur- hús, sem stóð á litlum, hlöðnum kjallara, portbyggt með lágu þaki og gluggar á báðum stöfnum uppi og niðri, en engir á hliðunum. Lengd hússins var þrjár rúmlengd ir, og stóðu þrjú rúm undir ann arri hliðinni uppi á svefnloftinu en tvö og stigagatið hinum meg- in. Bilið á milli rúmanna nægði fyrir lítið horð, er stóð undir glugg anum við norðurgaflinn og hæð- in upp í mæninn ekki meiri en svo, að rétt var manngengt Niðri var forstofa og eldihús í þeim end- anum, er sneri upp að bökkun- um, en stofa í hinum með tveim gluggum á þeim gaflinum, er vrísi niður að sjónum. Svotítill lækur spratt þarna út úr bökkunum og rann til sjávar innan til við hús- ið. Mun hann öðru fremur hafa ráðið hússtæðinu. Ekki var nema vegarbreidd frá húsinu niður að flæðarmáli, og gekk því sjólöðrið upp á húsið, ef bárugangur var og álandsvindur, eins og öll hús í Hnífsdal, er stóðu niðri við sjó- inn. Gott útsýni var úr Yztahúsinu yfir byggðina og inn um Djúp og sólríkt frá morgni, þar til að sól- in gekk undir bak við Búðarhyrn- una fyrir ofan. Uppgróin hleðsla var í brekkunni fyrir ofan húsið og var köUið „skansinn“. Mun því einhvern tíma hafa verið þarna uppsátur við lækinn og bátaspi’ á skansinum, þó að mér sé ekki kunnugt um það, eða hvort þar hefur verið verbúð, En það mót- aði fyrir bátavör neðan ti, við húsið á öðrum tug þessarar a'id- ar. Meðan eingöngu var fiskað á áraskip, höfðu menn uppsátur hér og þar nálægt fiskimiðum, sér- staklega á vorin. Á Óshlíð voru þrjár verstöðvar allt þar til og fram yfir það, að vélbátarnir komu til sögunnar. Árið 1908 fluttist Sigurður Guð- mundsson (Sigurður í Dal) frá Unáðsdal á Snæfjallastfönd tii Hnifsdals, ásamt konu sinni, Eiisa- betu Jónsdóttur, Arnórsson ar, Hannessonar prests í Vatnsfi.-ði Móðir Sigurðar, Þóra Jónsdótt- ir (Þóra í Dal, eldri), brá búi haust ið 1908, því að hún hafði misst mann sinn þá pm sumarið, Guö- mund Þorleifsson bónda í Unaðs- dal og áður formann og útgerðar- mann í Bolungavík. Þau voru bú in að búa í Dal í aldarþriðjung. Nokkru síðar fluttist hún í Hnífs- dal til Sigurðar, sonar síns, og tengdadóttur og dvaldist hjá hon- um, þar til hún lézt árið 1941. Þesar þrjár manneskjur voru tengdar órofaböndum skyldleika, tengda og vináttu, sem enginn skuggi féll á meðan líf entist Svo nátengdar voru þær, að ekk) er unnt að nefna eina svo, að manni komi ekki öll í hug. Nokkru eftir að Sigurður kom til Hnífsdals, fluttist hann í Yzfa húsið, fyrst leigjandl, og nokkru síðar keypti hasn það og bjó þat- til ársins 194®. Sigurður og syn- ir hans keyptu þá stórt timbuís hús, er stóð nokkuð fyrir innan ána, af þeh» Lárusi og Karli Sig- urðssonum. skipstjórum í Hnífo- dal. Það hös byggði hagleiksmað- urinn og dugnaðarforkurinn Óiaf ur Andrésson, smiður í Hnífsdal, sem gerði jöfnum höndum að GUÐJÓN GUÐLAUGSSON SEGIR FRÁ >20 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.