Tíminn Sunnudagsblað - 07.07.1968, Qupperneq 20
Elísabet og Kristjana, dóttir hennar.
fylgzt m.>ð umferðinni úti, Dæði
á sjó og landi. Þó að orðtak Þóru
væri, samkvæmt hennar brer.n-
andi áhuga „vinna, vinna,“ gaf
hún sér þó tíma til að líta í btað
eða bó-k til þess að geta fylgzt með
málefnum líðandi stundar. Hún
var orðin fulltíða, þegar hún lærði
að skrifa, en hún skrifaði fína og
skýra hönd og kunni bæði að orða
bréf sín vel og skrifaði rétt. Bréf
hennar voru öli jafn skýr og læsi-
leg. Hún skrifaði sendibréf allt til
dauðadags, þá nærri níræð að
aldri, og gaf sér oftast ekki tírna
til þeirra hluta fyrr en hún var
háttuð og allir aðrir komnir í fasta
svefn. — Það skrifaði margt vel,
gamla fólkið, þó áð það væri ekki
skólagengið Guðmundur, maður
Þóru, skrifaði myndarlega og
skýra karlmannshönd.
Þóra lét sér ekki nægja að
vinna upp á þessi barnabörn sín,
er hjá henni voru. (Að „vinna upp
á“ var að spinna í og prjóna
vettlinga, sokika og annað prjón-
les.) Hún mundi líka eftir okkur
hinum og þeim barnabarnabörn-
um, er fædd voru, þegar. hún dó,
auk fjölda margra vina og kunn-
ingja fjær og nær. Það gegndi
f-urðu, hvernig ein manneskja gat
unnið allt fram á þennan háa aíd-
ur, sem þá var tiltölulega hár,
miðað við meðalmannsævi þá og
nú. Viljakrafturinn var sterkur
og þrekið ákaflega mikið. Það sá
ékki á Þóru, þó að hún hefði aúa
tíð orðið að vinna hörðum hönd-
um og ganga í gegnum mikla lífs-
venjubreytingu, sem gekk yfir þjóð
ina um síðustu aldamót við auk-
in kaup á vmsum neyzluvörum er-
lendis frá, flutning fólks úr sveit-
um í sjávarþorp, breytt atvinnu-
brögð, húsagerð, klæðaburð, mat-
aræði og fleira.
Af minningu Þóru Jónsdóttur
stendur ljómi í hugum ættingja
hennar og annarra, er hana muna.
Uppi á skansinum, sem áður um
getur, myndaðist smáflöt. Þar
gerðu þau í Yztahúsinu sér mat-
jurtagarð. Hann var að vísu lítill,
en ég get þessa hér til að sýna
framtak þeirra og fyrirhyggju. Svo
var það Ifka einkennandi fyrir
Yztahúsið, því að aðrir en þeir,
er áttu bújarðir í Hnífsdal þá,
Sigurður Guðmundsson með sonum sínum og tengdasonum eftir kappróður, er þeir þreyttu á
Siglufirði á sjómannadaginn.
524
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ